30.12.2021 | 07:13
Alma Möller landlæknir um sjálfsvíg
"47 manns sviptu sig lífi hér á landi árið 2020, 15 konur og 32 karlar."
Tölurnar fyrir 2020 voru í hærri kantinum en ekki þær hæstu sem við höfum séð. Þær voru á pari við meðatöl síðustu ára.
Alma Möller Landlæknir
Ég ætla að leyfa landlækni að eiga síðustu orðin á blogginu hjá mér 2021.
Dæmi hver fyrir sig.
Ég óska öllum Gleðilegs nýs árs og farsældar á nýju ár. Takk fyrir öll innlitin og ath.semdirnar. Til hamingju með afmælið í dag Árni en hann hefði orðið 55 ára í dag.
![]() |
Sjálfsvígstíðni í faraldrinum liggur ekki fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2021 | 09:09
X - við D eini möguleikinn að breyta um kúrs í Reykjavík
Það er vissulega frábær tíðindi að Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínum 8 fulltrúum en það er klárlega tækifæri til að bæta við 2 borgarfulltrúmum.
Það þarf að breyta um kúrs í Reykjavík, stefna núverandi borgarstjórnar"meirihluta" hefur beðið algert afhroð og klúðurmálin orðin allt of mörg.
Reykvíkningar ganga að kjörborðinu 15 mai, þá verður m.a kosið um hvort borgarbúar, heimili og fyrirtæki vilji að skattar og álögur verði lækkaðar.
Það verður kosið um hvort fólki vilji hafa frelsi til að ferðast um borgina eins og það vill sjálft og öllum óþörfum götuþrenginum verði hætt.
Það verður kosið um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál.
Sjálfstæðisflokkkurinnn
stétt með stétt.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn áfram stærstur í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.12.2021 | 19:29
Frelsissviptingar - hættuleg þróun
Þessar frelsissviptingar sem hafa verið hér undanfarna mánuði er merki um að hér er á ferðinni mjög hættuleg þróun í að svipta fólk frelsi sem er alger grundarvallarmannréttindi.
Það að það sé í raun hægt með einu pennastirki að strika út réttindi fólks hvernær sem er, er eitthvað sem við eigum að venjast frá löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við.
Nú mun í raun og veru fyrst reyna á nýjan heilbrigðisráðherra hvort hann aðhyllist í raun og veru þá stefnu sem fyrrv. heilbrigðisráðherra og sóttvarnarlæknir standa fyrir.
![]() |
Leggur til 20 manna samkomutakmarkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2021 | 08:30
Er ekki bara best að hafa einn Ríkisfjölmiðil / Rúv
Einkareknir fjölmiðar og bloggsíður eru bara að þvælast fyrir Rúv.
Það er meira ein nóg fyrir okkur að hafa einn öflugan ríkisfjölmiðil sem segir okkur allar þær fréttir sem hann treystir okkur til að heyra og verndar okkur frá fréttum sem eru ekki góðar fyrir okkur.
Rúv hefur frá 1930 meira en sinnt allri þeirri fjölmiðlaumfjöllun sem við þurfum á að halda.
Rúv er ekki Bleiki Fíllinn í stofunni , hann er lausn allra fjölmiðla á íslandi.
Með Rúv þurfum við bara einn einn ríkisfjölmiðil.
Samkeppnin skaðar bara umræðuna um Rúv okkar allra og allar gagnrýnisraddir, aðrir fjölmiðlar og bloggsíður eiga bara að hætta þannig að náist friður um Rúv.
NB ÞESSI FÆRSLA ER KALDHÆÐNI.
![]() |
Tekjumódel Rúv ótengt öðrum miðlum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.12.2021 | 21:22
Hvað gerir Dagur B. borgarstjóri ?
Samfylkingin var í raun tapari síðustu alþingiskosninga enda hafði mikið gengið á að velja frambjóðendur á lista flokksins.
Samfylkingin er búin að stjórna Reykjavík í um 20 ár og en hefur flott hjá þeim fengið hækjuflokka til að styðja þá til að vera í meirihluta.
Oddviti stærsta flokksins í borgarstjórn " segir ýmislegt í rekstri samstæðu borgarinnar minni á skuldsettan Vogunarsjóð."
Samfylkingin er í miklum vanda með hver eigi að verða oddviti flokksins.
Það er í raun og veru bara einn einstaklingur sem þeir hafa en hann er í dag mjög óvinsæll og gæti í raun meira haft skaðleg áhrif á fylgi flokksins en hitt leiði hann listann.
Hversvegna felldi Viðreisn tillögu um að selja Ljósleiðarinn ehf og Malbikunarstöðina Höfða ?
15 mai 2022 fá Reykvíkingar tækifæri til að taka borgina til sín aftur.
![]() |
Leiðtogaprófkjör hjá sjálfstæðismönnum í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2021 | 09:09
Ríkisstjórnin stendur vörð um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins
Það er bara til ein stjórnarskrá og hún er æðsta plagg okkar íslendinga
Nýjir þingmenn sverja eið að stjórnarskránni þegar þeir taka sæti á alþingi.
Það á að vera mjög erfitt að breyta stjórnarskránni og allar hugmyndir um eitthvað annað eru ekki boðlegar.
Áfram Ísland.
![]() |
Kjósendur Sjálfstæðisflokks ánægðir með stjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2021 | 22:43
Hver er stefna og hugsjónir Viðreisnar í borgarmálum.
Í borgarstjórnarkosningunum 2018 fékk Viðreisn 2 borgarfulltrúa og tækifæri til að breyta þeirri hræðulegu stefnu sem borgin var á.
Nei Viðreisn endurrseiti fallinn meirihluta í Reykjavík og datt út í meirihluta í Kópaovgi.
Á þessu kjörtímabili virðist hlutverk Veiðreisnar hafa vara að taka við hækjuhlutverki Bjartrar framtíðar.
Oddviti Viðreisnar hlítur að gera sér fulla grein fyrir því að breytingar á hverfisskipulagi Fossvogs og Bústaðahverfis er ekkkert annað en pólitík
Að hún segir að þetta sé ekki pólitík staðfestir hún að flokkurinn veit ekkert hvert hann ætlar, og fyrir hvað hann stendur nema þá stefnu Samfylkingarinnar.
Reykvíkingar fá tækifæri 14 mai að taka borgina aftur til sín.
Sjálfstæðisflokkkurinn
stétt með stétt.
![]() |
Sitt sýnist hverjum um Bústaðaveg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2021 | 13:04
Menningarstrið borgarstjórnar"meirihlutans" við Reykvíkinga
Sú hugmyndafræði Pírata Samfylkingarinnar og hækjuflokksins að reyna með pólitíku afli að hafa áhrif á það hvernig fólk ferðast um borgina er hreinn og klár sósíalismi.
Að vilja ekki lækka álögur á borgarbúa og fyrirtæki og taka bara meiri lán og skuldsetja borgina meira og meira getur aðeins leitt til gjaldþrots borgarinnar. Álfanes.
Það kom fram að borgin hafi farið fram á neyðar-ríkis-fjárhagsaðstoð sem er í raun grafalverlegt og hversvegna hefur Dagur B. æðsi embættismaður borgarinnar ekki axlað pólitíska ábyrgð og sagt af sér út af því og öllum misökunum og klúður málum kjörtímabilsins.
Þéttingarstefna borgarinnar hefur haft þær skelfegu afleiðingar í för með sér að bæði fólk og fyrirtæki eru að flýja þær skelfilegu breytingar sem eru að gerast í Reykjavík.
14 mai 2022 fá Reykvíkingar tækifæri til að taka borgina til sín aftur.
![]() |
Segir Sjálfstæðisflokkinn þríklofinn í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.12.2021 | 12:01
Slæmar fréttir fyrir Julian Assange
"Ákæra bandarískra yfirvalda á hendur Assange er í 18 liðum sem tengjast birtingu Wikileaks á um 500.000 leyniskjölum varðandi þátttöku Bandaríkjanna í stríðsátökunum í Afganistan og í Írak."
Ég geri ráð fyrir því að BNA muni nýta sér þetta og fá hann framseldan.
![]() |
Heimilt að framselja Assange til Bandaríkjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2021 | 13:15
Mikilvægast að fella borgarstjórnar"meirihlutann"
Fyrst að því að Bryndís bjóði sig fram í 1.sæti þá er það bara fagnarefni að hæfileikaríkt fólk vilji vinna fyrir stærsta flokk landsins.
Sameigninlegt verkefni borgaralegra afla er alveg skýrt , að fella núverandi " meirihluta "
![]() |
Kæmi á óvart ef það væri ekki áhugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 2
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 384
- Frá upphafi: 909525
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 338
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar