Færsluflokkur: Evrópumál

Ísland í esb - NEI TAKK

Auðvitað er það markmið esb að tryggja það að þegar að þjóðaratkvæðagreiðslunni kemur að íslendingar samþykki innlimun íslands í þetta stórríki. En auðvitað fékk þóðin ekki að segja til um það hvort farið yrði af stað í þenna esb - leiðgangur.
OG hvaða áhrif myndum við hafa í þessu stórríki, jú ísland fengi 3 atkvæði af 350 í ráðherraráðum þar sem mikilvægustu ákvarðanrinar eru teknar og 5 atkvæði af 750 í esb- þinginu.
OG ekki nema 18% íslendinga bera traust í esb og 70% íslendinga vilja drag umsókina til baka.
OG ekki hefur esb - reynst okkur vel í t.d icesave og makríldeilunni.
Hver hefði trúað því fyrir kosningar að ísland væri í aðlögunarfeli að esb í boð vg.
 

Sammála Merði Árnasyni

Það geta allir tekið undir þetta með Merði Árnasyni þingmanni Samfylkingarinnar að það eigi að taka fyrir tillöguna um að draga ESB - umsóknina til baka strax og þing kemur saman.

Það má líka spyrja sig að því er hann að senda vg skilaboð um það ef þeir geri ekki eins og Samfylkingin vill í þessari atkvæðagreiðslu þá er stjórnarsamstarfinu lokið -

Það má öllum vera það ljóst að farið var í þessar viðræður án þess að þjóðin hafi fengið að segja til um það hvort farið yrði af stað - Hinn " lýðræðislegi " stjórnmálaflokkur Samfylkingin var alveg á móti því -

Hver er svo vilji Steingríms J. Sigfússonar um ESB -

Að loknum ríkisstjórnarfundi þriðjudaginn 24. ágúst sagði Steingrímur J.:

„Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið. Það er ekki svo.“

Hvort mun Steingrímur og hans flokkur greiða atkvæði með völdunum eða stefnu flokksins ?

Skoaðanakönnunum hér á síðunni er í samræmi við aðrar skoðanakannir - vilji þjóðarinnar er skýr -


mbl.is Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það ættu ekki að verða nein átök um ESB á landsfundi - þetta liggur fyrir

SjálfstæðisflokkurinnMikill meirihluti Sjálfstæðismanna er á móti aðild Íslands að ESB -

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ályktað um það að hagsmunum okkar er best komið utan ESB -

200 einstaklingar mættu á stofnfund Sjálfstæðra Evrópumanna - það segir ákveðna sögu -

Ég vona að landsfundur Sjálfstæðisflokksins taki af skarið/þori og samþykki ályktun um að draga ESB umsóknina til baka -

Hvort einhverjir einstaklingar ætli að stofna einhvern nýjan hægri flokk þar sem ESB- skoðun þessara einstaklinga nýtur ekki neins fylgis innan Sjálfstæðisflokksins er þeirra mál - heimtur verða ekki miklar úr röðum Sjálfstæðismanna -

Takið þátt í skoðanakönnuninni hér til vinstri -
mbl.is Búist við átökum um ESB á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr skilaboð frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins varðandi ESB

SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn þarf að koma með skýr skilaboð út af landsfundinum um næstu helgi.

Það á öllum vera að ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er EKKI ESB- flokkur - Sjálfstæðisflokkurinn hefur margályktað um það að hagsmunum Íslands og Íslendinga sé best komið utan við ESB -

Nú er kominn tími á það að flokkurinn gangi lengra í sínum ályktunum um ESB - og þessir örfáu einstaklingar inn Sjálfstæðisflokksins fái þau skýru skilaboð að flokkurinn er EKKI ESB - flokkur.

Að draga ESB- umsóknina til baka á að vera eitt af aðalbaráttumálum Sjálfstæðisflokksins og beita sér að öllu afli gegn þessu -

Sjálfstæðisflokkurinn á að koma fram með skýr skilaboð að það sé ekki vilji flokksins að eyða 5 milljörðum í dyrabjöllugabb og setja velferðarmál í 2sætið eins og sumir flokkar virðast vilja gera.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur sem vill afsala okkur fullveldinu og auðlyndum okkar -

Sjálfstæðisflokkurinn
stétt með stétt

 



mbl.is Sjálfstæðismenn ræða Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn og ESB

Það voru 200 einstaklingar sem mættu á stofnfund Sjálfstæðra Evrópumanna.

Það hefur alltaf verið þannig í Sjálfstæðisflokknum að pláss er fyrir fólk með ólíkar skoðanir. Það er ekket nema jákvætt að þessu samtök voru stofnuð og fagnaði ég því.
Nú verður þetta fólk að vinna þessu máli stuðnings innan flokksins og sannfæra aðra flokksmenn að þetta sé það rétta fyrir hagsmuni Íslands.

Enginn flokkur hefur farið í eins mikla vinnu að skoða málið hlutlaust og var það Kristján Þór Júlíusson sem fór fyrir þeirri nefnd og kynnti niðurstöðu nefnarinnar mjög vel innan flokksins.

Ef það verður eftir einhver ár farið í þetta ferli að alvöru þá á Sjálfstæðisflokkurinn að leyða þá vinnu með hagsmuni Íslands þar að leiðarljósti.

Það var sorglegt að Samfylkingin og Vg vildu ekki leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort farið yrði af stað í þetta ferli.

Drögum umsóknina til baka og notum þessa milljarða í eitthvað annað en dyrabjöllugabb.

Takið þátt í skoðanakönnuninni hér til vinstri.


mbl.is „Verði þjóð meðal þjóða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gera þingmenn vg eru þeir með eða móti ESB aðild ?

Það að Unnur Brá Konráðsdóttir ætlar að leggja fram tillögu á alþingi um að draga umsóknina til baka er að mínu mati mjög jákvætt.

Samkvæmt skoðanakönnunum eru rúmlega 70% Íslendinga sammála því að draga umsóknina til baka - ólíklegt að þetta verði samþykkt hvorki af þingi né þjóð –

Ég tel að þeir peningar – hef heyrt töluna 5 milljarðar sé á þessum tímapunkti betur eytt í aðra hluti eins og heilbrigðismál og menntamál / öryrkja o.fl góð mál.

Umboðið sem ríkisstjórnin er með er mjög lélegt – hefði verið skynsamlegt að leyfa þjóðinni að kjósa um það hvort farið yrði í þennan leiðangur eða ekki eins og sjálfstæðisflokkurinn lagði til

Þýskur sérfræðingur telur nær engar líkur að Ísland gangi í ESB –
Þessi umsókn er lítið annað en dyrabjöllugabb –

Þetta er góður tímapunktur að láta reyna á þetta í atkvæðagreiðslu –

Svo er stóra spurnigin hvað gera þingmenn VG ?

mbl.is Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðræður Íslands um að ganga í ESB -

Samninganefnd Íslands gagnvart ESB vonast til að leiðtogaráð sambandsins ákveði á 17.júni að hefja aðildarviðræður víð Íslands.
En í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB koma fram efasemdir um að umsóknin hjóti samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu EN komið hefur fram í skoðanakönnunum að 70% þjóðarinnar vilja þetta EKKI - einnig er ríkisstjórnin klofin í málinu - OG 62% vilja draga umsóknina til baka - OG 72 % samkvæmt skoðanakönnun þessarar síðu -  

Þjóðaratkvæðagreiðslan er aðeins ráðgefandi - alþingismenn munu svo taka ákvörðun - trúa menn því að Lillja Mósesdóttir, Ásmundur Daði, Guðfríður Lilja, Jón Bjarnason o.s.frv munu kjósa með aðild - mjög ólíklegt EN Steingrímur metur stólinn sinn meira en allt annað - mun hann ná að beyja sitt fólk - það á eftir að koma í ljós -

Samfylkingin vildi EKKI að þjóðin fengi að ákveða hvort farið yrði í þennan leiðangur -

Frekja og yfirgangur Samfylkingarinnar í þessu máli mun tryggja það að þetta verður aldrei samþykkt -


mbl.is Grænt ljós gefið 17. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur Skarphéðinsson og ESB

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er skemmtilegur maður og gaman að hlusta á hann þó svo sjaldnast sé ég sammála þessum æðsta strump utanríkismála þegar kemur að ESB málinu.

Össur er mikill lýðræðissinni ( eða þannig ) hann var ekki beinlínis æstur í að almenningur fengi að kjósa um það hvort farið yrði í þessar viðræður samkvæmt tillögu Sjálfstæðisflokksins - jú hann greiddi atkvæði gegn því ásamt öðrum félögum sínum í lýðræðisflokknum LoL  Samfylkingunni -
Það er öllum ljóst að hvorki er breið forysta fyrir þessari aðildarumsókn eða sú staðreynd að 70% þjóðarinnar er á móti þessu OG 62% vilja draga þessa umsókn til baka - þetta er hærra hlutfall í skoðanakönnun á þessari síðu -
Ríkisstjórnarflokkanir eru þrælklofnir í afstöðu til ESB- aðildar - OG kostnaður - liggja ekki fyrir neinar áætlanir um kostnað - kanski 6 - 7 milljarðar - Samflylingin vill eyða þessum peningum í þetta frekar en að hjálpa fólkinu í landinu heimilum&fyrirtækjum - stórfurðulegt -

OG að lokum að öðru
Nato - ríkisstjórnarflokkarnir eru einnig þrælklofnir - vg á móti

Öryggis og varnarmál í rugli innan ríkisstjórnarflokkana OG hefur Samfylkingin óskað eftir breiðri aðkomu/ þ.e HJÁLP frá stjórnarandstöðunni varðandi þessi mál -

Er EKKI kominn tími að þessi ríkisstjórn fari frá völdum - ENDA RÚIN trausti og klofningur í öllum málum - HRUNRÁÐHERRANIR Jóhanna, Kristján og Össur eiga að segja af sér OG það STRAX -
mbl.is „Bara ef Jón myndi sjá ljósið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir&Jón Bjarnason

Það er ekki hægt annað en taka undir með fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar um að fresti beri viðræðum um aðild að ESB en halda þeim áfram í óvissu. Ef svo er að rétt hjá Ingibjörgu að enginn sé að sé að berjast við inngöngu Íslands í þetta bandalag þá er það mjög alvarlegt mál. Allar skoðanakannanir benda til þess að þjóðin muni hafna þessu og því rétt að halda þeim ekki áfram ef ekki er vitað hvert er stefnt.
Jón Bjarnason sjávarútvegs&landbúnaðarráðherra furðar sig á fundargerð á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar um að þingmenn vg sé að tjá sig um andstöðu við ESB - aðild - ég hélt að það væri öllu Samfylkingarfólki sem öðrum fullkunnugt um að aðild að ESB er ekki að stefnuskrá vg.
Samfylkingin verður að átta sig á því að þeir fóru í þessar viðræður án þess að þjóðin fengi að segja til um það hvort farið yrði í þennan ESB- leiðangur.
Það væri skynsamlegast í stöðunni að draga ESB - umsóknina til baka.

Takið þátt í skoðanakönnuninni hér til vinstri.
mbl.is Betra að fresta ESB-viðræðum en halda þeim áfram í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorsteinn Pálsson og ESB

Þorsteinn Pálsson frv formaður Sjálfstæðisflokksins og frv.forsætisráðherra var í þættinum Óli á Hrauni á INN í gær að ræða ESB-aðild Íslands.
Þorsteinn er eins og menn vita stuðningsmaður að Ísland gangi í ESB. Það er mikill munur að hlusta á mann eins og Þorstein ræða aðildarumsóknina en þingmenn ESB-trúarbragðaflokksins. Þorsteinn fór yfir málið og svaraði spuringum þeirra félaga af mikilli röksemi eins og hans er von og gera mátti ráð fyrir.
Það er mikill kostur fyrst að farið var í þetta esb-aðildarferli án samþykkis þjóðarinnar að við borðið sitji maður með slíka hæfileika eins og Þorseinn hefur og er ekki bara tilbúinn að skrifa undir hvað sem er bara til að komast inn í esb.

Landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins er afar skýr:

Sjálfstæðisflokkurinn hefur talið að aðild að Evrópusambandinu þjóni ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar en jafnframt talið mikilvægt að sífellt sé í skoðun hvernig hagsmunum Íslands verði best borgið í samstarfi Evrópuríkja.

Því miður tók varaformaður flokksins ekki afstöðu þegar greitt var um það atkvæði á alþingi hvort farið yrði í þennan leiðangur.

Hér er svo niðurstaða könnunar sem hefur verið hér á þessu bloggi undanfarna dag.



Ef gengið yrði til kosninga nú hvaða stjórnmálaflokk myndir þú kjósa
Sjálfstæðisflokkinn 48.0%
Framsóknarflokkinn 13.8%
Samfylkinguna 8.6%
VG 14.5%
Hreyfinguna 5.3%
Borgarahreyfinguna 0.7%
Skila auðu 9.2%
152 hafa svarað

Takið þátt í skoðanakönnuninni hér til vinstri

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 114
  • Sl. sólarhring: 457
  • Sl. viku: 1113
  • Frá upphafi: 893195

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 849
  • Gestir í dag: 66
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband