Árni Páll kristinnar trúar og ályktun ungra jafnaðarmanna

14.04.2014 Ályktun Ungra jafnaðarmanna vegna ummæla Árna Páls Árnasonar í þættinum “Mín skoðun” þann 13.apríl

Ungir jafnaðarmenn vilja í ljósi ummæla Árna Páls Árnasonar um samfylgd ríkis og kirkju, í þættinum ,,Mín skoðun” þann 13.apríl, vekja sérstaka athygli á að stefna Ungra jafnaðarmanna í þeim efnum er að ríki og kirkja eigi að vera aðskilin.

Ungir jafnaðarmenn telja það vera mikla tímaskekkju á 21.öldinni að eitt trúfélag hafi lögformlega æðri stöðu í samfélaginu umfram önnur. Það er stefna og markmið Ungra jafnaðarmanna að skapa samfélag þar sem stjórnarskrá okkar hyglir ekki einu trúfélagi framar öðru.

Skora Ungir jafnaðarmenn á Samfylkinguna að samþykkja ályktun um aðskilnað ríkis og kirkju á næsta landsfundi sínum. Hefja þarf þá vegferð að færa þá mikilvægu grunnþjónustu sem Þjóðkirkjan veitir úr höndum trúfélags og til ríkisins að fullu. Vilja Ungir jafnaðarmenn að flokkurinn sýni að hann sé flokkur jafnréttis þegar kemur að trúmálum.Telja Ungir jafnaðarmenn að raunverulegu jafnrétti í trúmálum verði ekki komið á fyrr en ríki og kirkja hafa verið að fullu aðskilin.

Ísland hefur á síðustu áratugum orðið meira og meira fjölmenningarsamfélag þar sem fólk af öllum menningarheimum og trúarbrögðum kemur saman og það að hafa þjóðkirkju er ekki í takt við þær samfélagsbreytingar.

„Ég er í þjóðkirkjunni og mikill talsmaður þjóðkirkjunnar.“
Árni Páll Árnason




mbl.is Ekki endilega góð en skiljanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. maí 2016

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Charlie Kirk
  • George W. Bussch. um hið vonda
  • Úkraína
  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 119
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 550
  • Frá upphafi: 909718

Annað

  • Innlit í dag: 115
  • Innlit sl. viku: 499
  • Gestir í dag: 112
  • IP-tölur í dag: 110

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband