23.1.2010 | 16:21
Hvar er skjaldborgin um heimilin ?
Það er sérstakt hugarefni vinstri flokka að hækka skatta - hærri skattar en gert var ráð fyrir í stöðugleikasáttmálanum og AGS gerði ráð fyrir - vinstriflokkarnar hafa mikinn áhuga að auka álögur á almenning - ráðstöðfunartekjur almennings munu minnka til muna á þessu ári - skjaldborgin um heimilin er hvergi að finna - ríkisstjórnin hefur brugðist almenningi og fyrirtækjum algjörlega - nýlega fór fyrirtækið Kraftvélar á hausinn en það fyrirtæki leigði út atvinnutæki til verktaka en þar er ekkert að gerast - enginn hvati er til fyrir fyrirtæki að ráða fólk - en Steingrímur hefur lofað frekari skattahækkunum " you aint seen nothing yet " - það er vilji hjá ríkisstjórninni en EKKERT um ákvarðanir eða efndir - heimilin&fyrirtækin virðast ekki vera neitt sérstaklega hátt á dagskrá hjá vinstri stjórninni - en hún er upptekin af því að láta almenning borga skuldir fjárglæframanna -
200-300 á útifundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þurfti engan sérfræðing til að sjá að ef vinstri stjórn kæmist á þá myndu skattar hækka og ekkert annað gerast. En gleymum því ekki að það var það sem fólið í landinu vildi, meirihlutin kaus þessa flokka til að refsa sjálfum sér.
The Critic, 23.1.2010 kl. 16:31
Ég hef alla tíð verið frekar hlynntur vinstri vængnum, en það illu aðgerðir sem núverandi ríkisstjórn hefur sett á fót og þær aðgerðir sem hún hefur ekki sett á fót til hjálpar heimilunum í landinu - hafa gert mig fráhverfan þessum núverandi vinstriflokkum með öllu - þvílíkir ræflaskítar. - þvi miður hef ég ekki meiri trú á Sjáfstæðismönnum þvi þeir hafa ekki sýnt að þeim sé raunverulega treystandi
Steinar Immanúel Sörensson, 23.1.2010 kl. 17:33
70,57% hækkun staðgreiðslu skatta á fólk á atvinnuleysisbótum er það sem velferðarstjórninni hefur tekist að koma á um leið og hún gjöreyðulagði staðgreiðslukerfið
Skjaldborgina er hvergi að finna og það er markvisst verið að reyna að drepa alla atvinnustarfsemi.
Sjálfstætt starfandi einstaklingum er gert nær ókleift að starfa og þeir sviptir rétti til atvinnuleysisbóta þó svo á þá sé lögð yfir 61% hækkun tryggingargjalds. Vegið er að öllum almennum atvinnurekstri með breytingum á tekjuskattslögum sem virðast stjórnast meira af "hugmyndafræðilegum sigrum" en praktískum lausnum. Stefna stjórnarflokkana í sjávarútvegsmálum mun ef hún gengur eftir gera fjölmörg fyrirtæki í þeirri grein gjaldþrota og aðgerðarleysið í málefnum heimilanna mun valda fjöldagjaldþroti ef ekkert verður að gert.
Jón Óskarsson, 23.1.2010 kl. 18:53
Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir með vitinu og velviljanum sem þarf til að bjarga einhverju í svo gjörspilltu stjórnkerfi sem er á Íslandi. Ef það dugar ekki dugar ekkert. Stíð og ófriður leiðir einungis af sér meira illt. Var það ekki til þess sem okkur var gefið vit til að gera betur en villidýrin í skóginum? M.kv. Anna
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2010 kl. 23:18
Takk fyrir commentin
Auðvitað vissu allir og þeir sem kusu þessa flokka vissu það þegar þeir merktu x- við vinstri flokkana í síðustu kosningum að þeir voru að óska eftir hærri sköttum og auknum álögum á almenning - vinstri menn hafa aldrei haft neitt annað fram að færa - það vakti athygli mína auglýsing í Fréttablaðinu frá Öryrkjabandalaginu - " NIÐURBROT VELFERÐAKERFISINS ER HAFIÐ " " ÞÍN MINNING LIFIR " - OG jú niðurstaðan er sú að velferðastjórnin er brandari sem hefur það eitt að markmiði að slá skjaldborg um völdin - Steingrímur sagði að EKKERT skipti meira máli en þessi tæra vinstri stjórn - hann og hans flokkur hefur sett stefnu flokksins og hugsjónir til hliðar fyrir völd - SKJALDBORGIN ER EKKI TIL -
Óðinn Þórisson, 24.1.2010 kl. 10:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.