26.3.2010 | 07:44
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 39% fylgis í Reykjavík
Vissulega kemur það skemmtilega á óvart að samkvæmt þessari könnun fengi grínframboð Jóns Gnarr 12.7% fylgi og fengi 2 borgarfulltrúa kjörna.
Framboð Ólafs F. Magnússonar nýtur aðeins stuðnings 0.4% fylgis - kanski örlítið meira fylgi en ég hefði átt von á.
Framsóknarflokkurinn fengi engan mann kjörinn enda kanski má segja að það skipti í raun og veru engu máli þar sem Óskar Bergsson verður ekki í borgarstjórn á komandi kjörtímabili.
Samfylking heldur sínum 4 borgarfulltrúum sem kemur talsvert á óvart miðað við að oddviti flokksins er Dagur B. Eggertsson og vg með Sóleyju öfgafeminista í oddvitasætinu að flokkurinn haldi 2 borgarfulltrúm eru stórmerkileg tíðindi.
Sjálfstæðisflokkurinn með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í borgarstjórastól nýtur eðlilega mests fylgis eða 39.4% og Hanna Birna nýtur mests trausts í stól borgarstjóra.
Jón Gnarr vinsælli en framsókn og frjálslyndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afhverju grín? Ert þú semsagt að kalla 13% kjósenda fávita? Ertu tilbúinn að segja það sama um 13% þinna eigin kjósenda? Voðalega er þetta ómálefnalegt af þér, mig langar helst að segja Spegill! Og bannað að segja spegill tilbaka....
Einhver Ágúst, 26.3.2010 kl. 09:19
Einhver Ágúst - þú hefur greinilega lítið fylgst með umræðunni og gefur í skyn eitthvað sem stenst enga skoðun - þetta er hálf dapur innlegg hjá þér
Óðinn Þórisson, 26.3.2010 kl. 17:48
Nei ég er bara ábyrgur frambjóðandi Besta Flokksins og vill ekki láta kalla mig grín....
Einhver Ágúst, 26.3.2010 kl. 19:06
Einhver Ágúst - málefni besta flokksins - ísbjörn í húsdýragarðinn, frítt í sund fyrir alla, handklæði, og hans helsta markið að koma Jóni Gnarr í borgarstjórastólinn þar sem hann fær góð laun og völd til að hjálpa vinum sínum og stuðningsfólki - allt mál sem skipta miklu máli
Óðinn Þórisson, 26.3.2010 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.