Besti hefur opinberað sig fyrir hvað hann stendur og hvaða vinnubrögð

Margir veltu því fyrir sér fyrir kosningar fyrir hvað Besti stæði. Hann lofaði m.a nýjum vinnubrögðum. Ja nú hefur hann opinberað sig fyrir hvað hann stendur og nýju vinnubrögðin blasa við öllum.
Samkvæmt því sem maður les hafa vinnubrögðin kringum uppsagnirnar verið þeim sem að þeim stóðu til hábornar skammar.
Samfylkingin ber ábyrgð á þessum meirihluta.
mbl.is 65 sagt upp hjá Orkuveitunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

já það er rétt.... sjálfstæðisflokkurinn og framsókn eiga náttúrulega enga sök á því hvernig fyrir orkuveitunni er komið er það nokkuð???!!!!

Held að þetta sé frekar vanhugsuð færsla hjá þér.

Margeir Örn Óskarsson, 21.10.2010 kl. 18:20

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Seint verður sagt að Orkuveita Reykjavíkur hafi sýnt fagmennsku eða tillitssemi við uppsagnir 65 starfsmanna fyrirtækisins í dag . Var öllum starfsmönnum fyrirtækisins gert að vera á starfsstöð sinni klukkan eitt í dag og svo fylgdust kollegar með þegar símar hringdu hér og þar og fólkið snéri aldrei til baka.

Beið þannig allt starfsfólk fyrirtækisins í sætum sínum í tvær klukkustundir frá klukkan eitt í dag milli vonar og ótta um að fá ekki uppsagnarbréf en hrinunni lauk klukkan þrjú og gátu þá þeir sem eftir sátu andað léttar.

Þetta er skepnuskapur  og ótrúleg vinnubrögðum öðru eins tillitsleysi við uppsagnir.
Það er þvert á allt sem forstjóri og stjórnarformaður hafi gefið í skyn að staðið yrði að uppsögnum með eins vægu móti og hægt væri.

Rauða Ljónið, 21.10.2010 kl. 18:28

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Margeir, ég gat ekki séð að Óðinn væri að agnúast út í uppsagnirnar sem slíkar, heldur hvernig að þeim var staðið.  Held að skilningur þinn á þessum skrifaða texta sé ekki réttur.  Lestu þessa setningu Óðins aftur:  "Samkvæmt því sem maður les hafa vinnubrögðin kringum uppsagnirnar verið þeim sem að þeim stóðu til hábornar skammar."

Axel Jóhann Axelsson, 21.10.2010 kl. 18:30

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Margeir - ég er ekkert að fjalla um rekstur OR hvorki fyrr né nú - ertu sáttur við hvernig var staðið að þessum uppsögnum ?
Rauða Ljónið - þetta segir allt um vinnubrögðin kringum þessar uppsagnir -
Axel - því miður misskildi Margeir það sem ég var að meina -

Óðinn Þórisson, 21.10.2010 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 347
  • Sl. viku: 900
  • Frá upphafi: 870937

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 623
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband