Eru Wikileaks hættuleg samtök ?

Margir vilja meina að þetta séu " hryðjuverkasamtök "og hafa haldið því fram að þessi samtök stofni þjóðaröryggi Bandaríkjanna í hættu. Áhrifamenn í Bandaríkjunum hafa gengið mjög langt í því hvað skuli gera við forystumenn þessara " hryðjuverkasamtaka " sem þeir vilja meina að þau séu.
Kristinn Hrafnsson talsamaður Wikileaks segist finna fyrir miklum stuðningi frá almenningi og þetta snúist í kringum tjáningarfrelsi og mannréttindi.
Ef það telst til tjáningarfrelsis að upplýsa um viðkæm mál sem varða þjóðaröryggi og það séu mannréttindi að skerða öryggi þjóðar þá er spruning hvort eins og margir vilja meina að þetta séu " hryðjuverkasamtök "
mbl.is Skorar á Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í liðinni viku er fréttastofa RÚV búin að vera að hamast við sömu iðju og WikiLeaks, að birta og fjalla um mikilvægar upplýsingar sem almenningur hefur ekki áður fengið að sjá. Burtséð frá því hvort viðfangsefnið fjalar um samskipti innan bandaríska utanríkisráðuneytisins eða niðurstöður í fjölþóðlegri sakamálarannsókn, þá er gjörningurinn nákvæmlega sama eðlis. Er þá fréttastofa RÚV ekki líka hryðjuverkasamtök? Ég vona að flestir átti sig á því hversu fáránlegar slíkar staðhæfingar eru.

Bandaríkin hafa engan rétt á að halda því leyndu sem er aðhafst í öðrum löndum, heldur eiga þau lönd sjálf fullan rétt á að vita um hluti sem eiga sér stað á þeirra yfirráðasvæði. Það voru Bandaríkin sem ákváðu upp á sitt einsdæmi að gera ákveðna hluti og halda þeim leyndum. Þó svo að einhver upplýsi um slíka hluti þá getur engin borið ábyrgð á ákvörðunum Bandaríkjamanna nema þeir sjálfir. 

Guðmundur Ásgeirsson, 12.12.2010 kl. 18:25

2 Smámynd: Anna Ragnhildur

Það fá Allar Stóru þjóðirnar blautann klút í andlitið og enginn sleppur. Þarna er í hnotskurn þverskurður af mannlegu eðli... öll flóran. Það eru helst Bandaríkin sem koma illa útúr þessu. America has lost her dignity

Anna Ragnhildur, 12.12.2010 kl. 21:01

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Guðmundur - við skulum aðeins halda okkur á jörðinni og gera greinarmun á rúv og WikiLeaks sem hefur farið fram með mjög óábyrgum hætti sem ég held að við getum báðir verið sammála um. Hernaðarleyndamál og mál er varða þjóðaröryggi bandaríkjanna skipta hinn frjálsa heim miklu máli og því hlítur að enda með því eins og verið er að gera að skoða alla möguleika á að ákæra forsprakka þessara samtaka. Hafa bandaríkjammenn engan rétt á að halda leyndum trúnaðarupplýsingum sem geta skað öryggi þjóðarinnar - þetta er mjög sérstök og röng ályktun hjá þér.
Anne - auðvitað eru það bandaríkin sem koma illa út úr þessu því þessu er beint að þeim - og þú hefur rétt að hafa þá skoðun á bandaríkin hafi tapað dipað dignity en eins og því veist sjálf þá er það rangt hjá þér - kannski flokkast þetta undir meira óskhyggju

Óðinn Þórisson, 13.12.2010 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 155
  • Sl. viku: 565
  • Frá upphafi: 870590

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 386
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband