13.12.2010 | 07:28
Öll ábyrgð á icesavemálinu hjá ríkisstjórninni
Nýja icesave - samkomulagið er mál ríkisstjórnarinnar, á þeirra ábyrgð og því þeirra að flytja málið og standa á eigin fótum. Eins og við mátti búast reynir ríkisstjórnin að beina athygli fólks að stjórnarandstöðunni og þá sérstaklega að Sjálfstæðisflokknum. Þegar kemur að erfiðum málum hjá ríkisstjóninni leitar hún aðstoðar og hjálpar hjá stjórnarandstöðunni.
Nei þetta mál verður ríkisstjónin að flytja sjálf, stjórnarandstaðan mun skoða og fara vel yfir málið og taka yfrivegaða afstöðu til málsins með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi.
Annars kom það mér ekki á óvart í gær í Silfri Egils þar sem þingkoma Samfylkingarinnar Sigríður Ingibjörg sagðist ætla að samþykkja þennan nýja icesave -samning þó hún væri ekki bún að lesa eða kynna sér hann en hún einmitt studdi Svarvarsamninginn sem ef við hefum samþykkt værum við búin að borga 70 milljarða í vexti - óábyrg og ófagmannleg vinnubrögð það er ríkisstjórn Frú Jóhönnu Sigurðardóttur og ef ríkisstjórnin kemur þessu máli ekki gegn og þjóðin hafnar þessu í þjóðaratkvæðagreislu þá eru dagar þessarar ríkisstjórnar taldir.
Ekki okkar hausverkur heldur stjórnarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bjarni Ben vafningur og bankareikningseigandi í Sviss alltaf jafn ábyrgðarlaus.Þarna ert þú algjörlega búinn að láta mata þig á skoðun, eins og alltaf.
Heyrðu annars sjálfstæðismaður, taktu þetta sem ég segi um Bjarna út því annars gæti njósnadeild FLokksins séð þetta á síðunni þinni og skráð þig niður sem niðurrifsmann.Valsól (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 08:03
Góð færsla hjá þér, hverju orði sannara.
Sigurður Sigurðsson, 13.12.2010 kl. 08:32
Takk fyrir commentin
Valsól - málefnalegt innlegg - eða þannig og jú það er víst alltaf erfitt að heyra sannleikann
Sigurður - takk fyrir innlitið
Óðinn Þórisson, 13.12.2010 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.