17.12.2010 | 21:03
Lilja Mósesdóttir
Lilja styður ríkisstjórnina í góðum málu þó hún hafi setið hjá við atkvæðagreiðsluna um fjárlagafrumvarp síns formanns með því að fylgja sinni eigin sannfæringu.
Enda eins og hún hefur bent á er ríkisstjórnin ekki að fylgja þeirri stefnu sem hún markaði þegar hún var mynduð.
Lilja ætlar að vera áfram í þingflokki vg þó Steingrímur J. hafi nánast rekið hana úr honum og nú reynir á hvort Steingrímur sé tilbúnn að koma til móts við grasrótina og fylgja stefnu flokksins eða mun hann henda henni út með þeim klækjabrögðum sem hann kann manna best.
Segist styðja ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eins og þig Sjálfstæðismenn flaðrið upp um Lilju hljótið þið að bjóða henni í þinflokkinn ykkar.. það væri nú fallegt af ykkur að taka hana í fóstur...og vinna MEÐ henni
Jón Ingi Cæsarsson, 17.12.2010 kl. 21:30
Það mátti öllum vera ljóst, þegar þessi ríkisstjórn var mynduð, að hlutverk hennar væri ekki að ryðja hugsjónum og hugmyndum vinstrimanna braut heldur til að moka flórinn eftir hagstjórnarskipbrot frjálshyggjunnar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.12.2010 kl. 22:44
Takk fyrir commentin
Jón Ingi - Lilja verður að ákveða sjálf hvað hún vill en Sjálfstæðiflokkurinn er opinn fyrir öllu góðu fólki
Axel - það er rétt hjá þér að vinstrimenn hafa sett hugmyndir sínar og hugsjónir til hliðar fyrir völd um það getum við verið sammála. En hver var bankamálaráðherra þegar hrunið varð var þetta ekki vinstrimaður. Og einnig eins og þú veist voru bankarnir í einkaeigu og þeir sem báru ábyrgð og áttu bankana þeirra var ábyrgðin - en frelsi fylgir ábyrgð og þeirri ábyrgð brugðust þeir sem keyptu bankana. Kannki er það að koma í ljós núna að ríkisstjórnin er gjörsamlega búin að rústa þessu " sögulega " tækifæri að mynda tæra vinstri stjórn - slík stjórn verður aldrei mynuð aftur enda er vg nú algjörlega búinn að glata trúverðugleika sínum eins og þú veist sjálfur.
Óðinn Þórisson, 18.12.2010 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.