16.1.2011 | 16:28
Vinnubrögð tæru vinstristjórnarinnar í hnotskurn
Nú þegar liggur fyrir að ef fyrningarleið ríkisstjórnarinnar verði farin muni leiða til þessa að öll fyrirtæki í sjávarútvegi verða gjaldþrota og að ríkisstjórnin vill ekki einu sinnu funda um málin þá spyr maður sig er það kannski markmið ríkisstjórnarinnar að leggja sjávarútveginn í rúst.
Ekki vill ríkisstjórnin semja um eitt eða neitt né vinna með fólki, heldur bara efna til illinda við allt og alla.
Ekkert nýtt í tillögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 57
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 182
- Frá upphafi: 888768
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 126
- Gestir í dag: 40
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað þarf að skoða þessi mál mjög rækilega áður en ákvörðun er tekin.
Ýmsir græddu offjár á kvótabraskinu. Kvótakerfið var meingallað að því leyti að það átti aldrei að verða að féþúfu braskara.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 16.1.2011 kl. 20:16
Guðjón - það er lágmarkskrafa að ríkisstjórnin sé reiðubúin til að tala við þá sem hafa hagsmuna að gæta og fara samningaleiðina
Óðinn Þórisson, 16.1.2011 kl. 21:06
Það dugir LÍjúgurunum ekki, að setja svona bull fram. Ef skuldsetning fyrirtækjanna er vena eðlilegra viðskipta með tæki og útgerðavörur, er eitthvað alvarlega skrítið í rekstrinum en ef kvótakaup eru ástæðurnar, þarf að líta til 1 og 2. greinar laga um fiskveðistjórnun, þar sem skýrt er tekið fram, úthlutað er til eins árs í senn og ekkert sem segir í lögunum gefur ástæðu til að ætla að þessi háttur verði hafður á um langa framtíð.
Hinnsvegar hafa útgerðir verið teknar í bólinu við, að selja kvóta milli ,,skyldra aðila" til að hækka verulega ,,óefnislegar eignir " í bókum þeirra. Það eru bókhalds loftfimleikar og einungis gert til að taka fé út úr ,,greininni".
Svona svikamyllur eru öllum kunnar og þjóðin hefur ekki lyst á, að aðstoða menn lengur í þessum efnum.
Miðbæjaríhaldið
Sjálfstæðismaður og ÞESSVEGNA er Kvótakerfið eitur í mínum beinum.
Bjarni Kjartansson, 17.1.2011 kl. 11:18
Mestu mistökin við kvótakerfið var þegar heimilt var að veðsetja og síðar selja kvótann. Kvóta átti aðeins að veita tímabundið og þá gegn greiðslu afnotaréttar.
Þessu kvótakerfi var barið í gegn um þingið á sínum tíma þrátt fyrir að margir væru því andstæðir. Sagt er að frumvarpið hafi verið samið á LÍÚ kontórunum!
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2011 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.