Atvinnuleysi fest í sessi

Í eldhúsdagsumræðunum minntust talsmenn stjórnarflokkana ekki á atvinnuleysið enda af skyljanlegum ástæðum.
Það verður að hafa í huga þegar svona tölur eru birtar þá verður að horfa í þær í samræmi við allan þann fjölda íslendinga sem hafa flúið land vegna fjandsamlegrar atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar.
Ekki er hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að ríkisstjórnin hefur m.a með skattasefnu sinni gert fyrirtækjum mjög erfitt að vaxa.
Leið ríkisstjórnarinnar að skatta okkur út úr kreppunni einfaldlega virkar ekki, það verður að vaxa, fara í framkvæmdir og framleiðslu því leið ríkisstjórnarinnar er leið til fátæktar.
Það vantar hvatann til að fólk vinni, við viljum ekki eitthvað aumingjakerfi sem vinstri stjórnin er að reyna koma á þar sem fólk vill frekar sækja bætur en vinna.
Breikka verður bilið milli þeirra sem eru að vinna og þeir sem eru á atvinnuleysisbótum.


mbl.is Atvinnuleysi mælist 7,4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Ég giska á að 80% arkitekta og eilítið hærra hlutfall af Iðnhönnuðum séu atvinnulausir. Við höfum byggt hús fyrir næstu 10 ár. Og iðnaður er lítill á íslandi. Hvað leggur þú til að þessi hópur taki sér fyrir hendur? 

Matthildur Jóhannsdóttir, 14.6.2011 kl. 22:48

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæl Matthildur - efnahagur og atvinnulíf hefur aldrei blómstrað í tíð vinstri stjórnar enda hafa þeir ekki skilning á að við þurfum að vaxa.
Arkitektar hafa leitað verkefna erlendis og iðnaðarmenn munu fá nóg að gera ef framkvææmdir t.d í helguvík fara í gang.

Óðinn Þórisson, 15.6.2011 kl. 09:50

3 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Sæll Óðinn og takk fyrir að svara mér.

Ég er iðnhönnuður og get ekki yfirgefið landið vegna fjölskildu ástæðu.

Ég þekki bara 1 arkitekt sem fékk 5 mánaða verkefni erlendis. Fyrir flesta er það mjög óhagstætt að yfirgefa fjölskilduna marga mánuði í einu. Ekki síst ef þú ert móðir í hjáverkum.

Allir píparar sem ég þekki eru í vinnu.

Flestir smiðir eru í 80-100 vinnu.

Þannig er líka með flesta grafíska hönnuði, þeir hafa eitthvað að gera en ekki Iðnhönnuðir og Arkitektar.

Því langar mig að spyrja þig aftur hvað leggur þú til að þessi hópur geri sjálfur. Enda trúum við öll að "guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfur".

Ég hef spurgt marga og ekki fengið nein svör nema kenna eitthverjum öðrum um.

Ein af ástæðum lækkunar á atvinnuleysisskrá er að margir eru búnir með réttinn.

Mér var hennt af skrá vegna innsláttarvillu í kerfinu í 4 mánuði og hugsaðu þér hvað þú myndir gera ef þú fengir enginn laun næstu mánuði.

Matthildur Jóhannsdóttir, 15.6.2011 kl. 11:35

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæl Matthildur - það hafa margir yfirgefið landið vegna atvinnuástandsins en sumir eins og er hjá þér geta ekki farið þó svo kannski vilji sér fyrir því.
Það er ekki til neinar sérsækar lausnir fyrir ákveðna hópa heldur er lausin í fólgin í því að fjölga þeim sem hafa vinnu og fækka þeim sem eru á atvinnuleysisbótum.
Það er hægt að gera með margvíslegum hætti, lækka skatta, leysa skuldavanda heimilnna, auka kaupmátt,fá fjarfesti til landsins, fara í framkvæmdir, gera fyrirtækjum kleift að vaxa og stækka kökuna.
Það var alþjóðleg bankakreppa og eina leiðin til að komast út úr henni er að vaxa.
Það er smánarblettur á okkar þjóðfélagi hve margir eru á ativnnleysbótum og þær er engin lausn, fóllk á að fá tækifæri til að bjarga sér sjálft, hafa vinnu og fá geidd sanngjörn laun fyrir hana.
Ég hef verið atvinnulaus og það var hræðilegur tími og atvinnleysisfjandinn er böl og hann verður að leysa en það gerist ekki með ríkisstjórn hafta og stöðunar.
Gangi þér og þinni fjölskyldu sem best og vonandi leysast ykkar mál með guðs hjálpa sem fyrst.
kær kveðja óðinn.

Óðinn Þórisson, 15.6.2011 kl. 12:31

5 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Það er hárrétt það eru ekki lausnir, því samstaðan en núll í landinu. Þeir sem eiga peninga núna eru uppteknir í að ná sér í hálf- fallít fyrirtæki á góðum. Og eru þar bankarnir í foristu. Bankarnir hafa engan áhuga á að bjarga fyrirtækum. (Ég hef aldrei búist við að nokkur ríkisstjórn komi mér til bjargar og því hafa væntingar mínar ekkert brugðist þar.) 

Það eikur auðvitað ekki framleiðnina í landinu, þessir hagsmuna árekstrar í bankakerfinu. Gjaldeyrinn heldur áfram að vera í botni.

Já,  og föðurarfurinn sem ég setti í húsnæði er horfin. 7 millur og nú er ég komin 2 í mínus. Já þetta er hárrétt hjá þér að kalla þetta bánkakreppu og það versta er að henni er ekkert að linna.

En mér gagnast lítið að velta mér upp úr þessu. Ég þarf vinnu. Eignirnar eru búnar. Veistu um eitthvern sem vantar bíl 95 módel fæst á 100.þ.  

Ég var ekki að grínast með að mig vantar hjálp við að finna vinnu, vinnu sem borgar nægilega til að ég haldi húsinu. Því spyr ég þig og aðra sem sjá þessi orð. Veistu um lausn fyrir okkur hönnuðina. (ekki benda í ríkið, það er komunismi)

Matthildur Jóhannsdóttir, 15.6.2011 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 23
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 308
  • Frá upphafi: 871770

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 220
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband