Ekki skýr vilji fyrir umsókn að ESB

íslandÞað liggur fyrir að það er ekki skýr vilji íslensku þjóðarinnar að ísland verði aðili að esb.
Þjóð sækir ekki um aðild að esb nema skýr vilji sé bæði hjá þjóð og þing og í okkar tilviki er hvorugt.

Umsókn islands að esb var knúin fram á alþingi með vafasömum hætti svo ekki sé fastara að orði kveðið og Samfylkingin bannaði þingmönnum VG að greiða atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um að þjóðin fengi að segja til um hvort farið yrði af stað í þetta ferli.

Jón Bjarnason landb.&sjávárútvegsráðherra hefur sagt að hann sé í ríkisstjórn til að koma í veg fyrir að ísland verði aðili að esb og Ögmundur  Jónasson innanríkisráðherra hefur sagt að hann hafi gert miskök þegar hann greiddi atkvæði með þessu á alþingi.

Ég sammála ISG fyrrv. formanni Samfylkinarinnar að ólíklegt verður að teljast að íslendingar samþykki að innlima ísland í esb og tel ég skynsamlegast nú að stöðva tafarlaust þetta dyrabjölluat íslands að ESB.


mbl.is Ólíklegt að innganga í ESB verði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

OK stöðvum þetta bjölluat.

Og hvað svo?

Hvaða lausnir hefur XD í peningamálum til framtíðar.

Hvaða almenna framtíðarsýn hafa þið kapparnir?

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 12:28

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvaða framtíðarsýn sérð þú í evrunni S&H?

Gunnar Heiðarsson, 21.9.2011 kl. 12:35

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lægri vextir og engin verðtrygging.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 12:39

4 identicon

Sleggjan og hvellurinn,

þú verður að átta þig á því að Sjálfstæðisflokkurinn vill engar breytingar, Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir íhaldi og afturhaldi, Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar tillögur um hvað á að gera í peningamálum eða efnahagsmálum þjóðarinnar til framtíðar, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn vilja viðhala óbreyttu kerfi. Þeir vilja hafa þetta kerfi sem við búum við í dag vegna þess að þeir eru ekki að hugsa um hag almennings og hins almenna neitanda, heldur eru þessir flokkar í hagsmunabaráttu fyrir LÍÚ og bændasamtökin. Það þjónar nefnilega hagsmunum LÍÚ að hafa hér hálf ónýtan gjaldmiðil sem hægt er að gjaldfella reglulega þannig að útgerðafyrirtækin græða á alltof lágu gengi, fá greitt í erlendum gjaldmiðli og borga svo sótsvörtum almúganum sem vinna hjá þeim með handónýtri krónu, og ekki gleyma því að útgerðamenn hafa grætt á tá og fingri með því að braska með gjaldeyrir erlendis. Bændasamtökin vilja líka óbreitt ástand, þau vilja ekki að það komist á samkeppni með landbúnaðarvörur hérlendis með innflutningi á landbúnaðarvöru, þau vilja viðhalda fákeppni á þeim markaði þannig að hægt verði að okra á Íslendingum áfram og vilja líka viðhalda því viðbjóðslega styrkjakerfi sem viðgengst í landbúnaðarkerfinu, og vilja viðhalda mörg hundruð prósenta tollum á erlenda landbúnaðarvöru í skjóli íhaldsaflana.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 13:43

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mikið til í þessu helgi.

En þá skil ég ekki hvernig nokkur maður skyldi vilja kjósa þennan flokk.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 13:49

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
S&H framtíðarsýn hefur ríkisstjórnin ekki og ef hún hefur hana er það í sitthvora áttina hvort það sé esb stóriðja, gjaldeyrismál, gagnaver  o.s.frv - EN það má segja að forysta x-d hafi ekki skýrt sína framtíðarsýn eins vel og mætti en það breyti því ekki að hún er skýr - flokkurinn vill ekki fara þá atvinnustoppstefnu sem þessi ríkisstjórn er að fara og x-d vill gefa fólki tækifæri til að bjarga sér sjálft - OG hvað gjaldeyrismál þá mætti skoða fríverslunarsamninga við fleiiri lönd sem verður bannað innan esb og hugsanlega taka upp kanadísakn dollar ern þeir hafa tekið vel í það EN í ég skyl ekki fólk sem kýs flokk eins og VG nema fólk hafi mikinn áhuga á skattahækkunum og aumingjkerfi þar sem þetta vesæla fók getur sótt bætur. Það er a.m.k tækifæri fyrir jafnarmenn að mynda flokk því það hefur x-s löngu sagt sig frá þeirri stefnu og er í raun mjög vinstrisinnarður flokkur og takur t.d iðnaðarráðherra sem er uppalinn í alþýðubandalanginu og hefur þar af leiðandi engan skyling á atvinnulýfinu og með ákvarðanafæli á háu stigi.
Gunnar -það er engin framtíð með evrunni um það erum við sammála
Helgi - þetta er allt söngur sem ég hef heyrt oft áður og gef ekkert fyrir EN vissulega er x-d íhaldsflokkur EN afturhald er hann ekki eins og þú veist best sjálfur.

Óðinn Þórisson, 21.9.2011 kl. 18:16

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Er framtíðarsýnin í peningamálum að taka einhliða upp Kanadadollar ?

ja hérna.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 20:31

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll S&H - ef fólk vill mistúlka það sem sagt er það ekkert mál.

EN þér til upplýsinga voru það þeir sem minntust á þetta að fyrra bragði EN esb - trúarbragðaflokkurinn vildi ekki skoða málið - þetta snýst um að skoða fleiri en einn valkost sérstaklega þegar sá valkostur er dauðadæmtur.

Óðinn Þórisson, 21.9.2011 kl. 21:15

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

nú ertu byraður að tala einsog VG sem vilja "eitthvað annað" í atvinnumálum.

þú vilt ekki evru í peningamálum... heldur "eitthvað annað"

En nefnir ekki hvað.... bara eitthvað.   

Það er þitt innlegg í peningamálaumræðuna.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 21:30

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll S&H - ekki undir neinum kringumstæðum lílkja mér við eitthvað sem viðkemur STALÍNFLOKKNUM - EN ef þú læstir þá er ég einmitt að nefna annan möguleka EN dauðadæmda evru OG kæri vinur ekki gera mér upp skoðanir.

Óðinn Þórisson, 21.9.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 413
  • Frá upphafi: 870427

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 297
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband