Valkostum á vinstri kanti stjórnmálanna fjölgar

Ég óska þessu fólk alls hins besta við að stofna þessi stjórnmálasamtök.

En það blasir við öllum að þetta er framboð til vinstri og mun sækja fylgi sitt fyrst og fremst til Samfylkingarinnar og stilla sér upp sem valkost gegn honum og höfða til ákveðins hluta VG.

Guðmundur er vissulega laskaður stjórnmálamaður eftir að hafa mistekist sitt ætlunarverk að reyna að fylgja í fótspór föður síns að verða formaður Framsóknarflokksins EN þar átti hann í höggi við stjórnmálamann SDG sem einfaldlega var honum fremri á öllum sviðum.
 
Fyrir hægrisinnað og íhaldsams fólks er þetta vart valkostur og þessi stjórnmálasamtök munu eingöngu auka valkostina á vinstri kanti stjórnmálanna.


mbl.is Áhugi víða fyrir nýju framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fyrir hægrisinnaða er enginn valkostur, hefur aldrei verið.

Allir flokkar á Íslandi eru strangt til tekið til visntri - langt til vinstri meira að segja. 

Trúirðu mér ekki?  Hérna; settu stefnu flokkanna í orði og á borði inn í þetta: http://www.politicalcompass.org/test , og sjáðu hvað kemur út.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.9.2011 kl. 22:14

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Einn einn stefnulaus sundrungarflokkurinn á vinstri-óákveðnu línunni.

Það er eins og menn reyni allt til að plægja akurinn sem best fyrir Sjöllum.

Það endar á því að VG/Samspilling /BS og Kvikmyndaflokkurinn eyða sjálfum sér og Sjallar þurfa ekkert að gera eða segja til að fá hreinan meirihlut á þingi.

Óskar Guðmundsson, 21.9.2011 kl. 22:16

3 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Það væri nú kanski ekki það versta sem gæti skeð að Sjallar fengju hreinan meirihluta. Við fengjum þá loksins einn flokk til ábyrgðar og gæti því ekki skellt skuldinni á samstarfsflokk og því gætum við bara Delete-að honum í ruslakörfuna..... aftur ef hann stæði sig ekki. Þessar tveggja eð fleiri flokka stjórnir hafa alltaf smeigt sér undan með því að kenna öðrum um og þar fer Samfylkingin fremst í flokki. Hvar var sá flokkur þegar hrunið stóð sem hæst. Í felum að skipuleggja undanhaldið með sem minstum skaða og kenna bara samstarfsflokknum um allt sem miðut fór og beit svo höfuðið af skömminni með því að draga einn ráðherra til ábyrgðar en fría sína. Vertu viss, þegar stjórnartíð þessarar stjórnar verður gerð upp mun Samfó skella skuldinni á því sem miður hefur farið á VG en reyna að eigna sér allt það sem betur hefur tekist sem raunar ekkert er. SJS mun verða eignað Icesave klúðrið ásamt öllu öðru svo sem skjaldborginni sem snerist við.

Það hefur sannast enn og aftur; ekkert getur verið verra en vinstri glundroðinn. Það hefur sagan sannað.

Viðar Friðgeirsson, 21.9.2011 kl. 23:41

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er klárlega nýr vinstri flokkur.

Mikil vonbrygði fyrir frjálslynda hægri menn.

Ætli ég enda ekki að skrá mig í Sjálfstæðisflokkinn og reyna að vinna honum brautargengi. Heinn meirihluti væri best.

Það er gott fólk innan úr Sjálfstæðisflokknum t.d Þorgerður Katrín, Þorsteinn Pálsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Guðlaugur Þór og fleiri.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2011 kl. 23:57

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir commentin
Ásgrímur - nei það er engin TE - boðshreyfing hér EN x-d verður vart talinn vil vinstri
Óskar - þetta virðist allt vera í lausu lofti varðandi stefnu þessa nýja st.flokks EN ekki vantar fögur orð EN engin stefna - eflaust væri best fyrir x-d að draga sig í hlé - og leyfa þessu fólki að ganga frá sér sjálft
Viðar - kerfið í bretlandi þar sem íhald og verkamannaflokkurinn hafa skipt á völdum í gegnum tíðina ÞÓ nú sé lib - dem þar með íhaldinu - og bankaríkin rep og dem - það ber þá bara einn ábyrgð - sammála vinstri stjórn er alltaf botininn
S&H - þeir sem áttu von á þeim flokki sem þú talar um hafa orðið fyrir vonbriðgum að þetta skuli vera enn einn flokkur á vinstri kannti stjórmálanna og því er bara einn valkostur fyrir hægrisinnar fólk og það er Sjálfstæðisflokkurinn og þar er gott fólk eins og t.d líka Ragnheiður Elín EN þó efa ég að þú skráir þig í flokkinn EN ef þú gerir það getur þú eflaust látið gott af þér leiða.

Óðinn Þórisson, 22.9.2011 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband