Upplýsingamiðstöð ESB

Evrópusambandið ætlar að leggja í upplýsingamiðstöð esb hér á landi 200 milljónir á næstu 2 árum til að koma sínum stjónarmiðum á framfæri.
Það er ekkert annað en sjálfsagt að sendiherra esb fari hér um landið og kynni evrópusambandið og það er ekki hægt að ætlast til þess að hvorki hann né upplýsingamiðstöð esb fari með hlutlaust mál.
Eins og staðan er í dag virðist vera meirihluti fyrir því að klára viðræður íslands við esb en engin könnun sýnir að meirihluti þjóðarinnar vilji að ísland verði aðili að esb.

Það sem er í boði er aðild að esb - að ísland gangi að lögum og reglum esb - annaðhvort styður fólk það eða er á móti þessu enda hefur það komið skýrt fram í máli stækkunarstjóra esb að ekki er hægt að kíkja í pakkan bara til að sjá hvað er í boði.


mbl.is Sakar sendiherra ESB um áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já og vegna orða stækkunarstjóra ESB þá á að láta Utanríkisráðherra Íslands hr. Össur Skarphéðinsson víkja tafarlaust vegna þess að það var hann sem að laug að Alþingi og Þjóðinni um þetta mál allt saman...

Það var Össur Skarphéðinsson sem hafði mikið fyrir því að telja öllum trú um það að það væri bara verið að fara í viðræður og ekkert annað og hann gekk svo langt í lygi sinni að hann líkti því við að þessar viðræður væru nú bara eins og að fara í kaffisopa til frænku eða frænda og ræða daginn og veginn...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.3.2012 kl. 14:20

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - ekki ætla ég vera þér ósammála að ÖS víki úr embætti utanríkisráðherra.
Það er ákveðin blekking í gangi um að einhverjar viðræður séu í gangi - eftirr að Normenn felldu aðila að esb þá breytti esb reglum hjá sér í dag er aðeins aðild að esb í boði.
Það má ekki gleyma að VG sveik sína kjósendur enda mælist flokkurinn ekki með nema 8 % fylgi en meðan VG styður umsókn SF að esb þá mun ríkisstjórnin lifa.
Hversvegna styður VG ekki að þjóðin fái að kjósa um framhaldið á þessu ? hvert á SF að fara.

Óðinn Þórisson, 3.3.2012 kl. 15:03

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

það á tafarlaust að reka erindreka ESB úr Landi..

Vilhjálmur Stefánsson, 3.3.2012 kl. 15:05

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vilhjálmur - það er ólíklegt að ÖS leggi það til.

Óðinn Þórisson, 3.3.2012 kl. 16:14

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Össur undir lás og slá fyrir landráð og Evrópustofuna úr landi á morgun.  Hvað er stjórnarandstaðan að hugsa?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 17:54

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - það er hæpið að það sé hægt að setja Össur í fangelsi þó svo umsókinin að esb hafi verið knúin fram með vafasömum hætti  - hvernig leggur þú til að upplýsingmiðstöð esb verði send út landi.
Um hvaða st.andstöðu ert þú að tala - ekki er Hreyf. í sömu stjórnaranst. og Sjálfstæðisflokkurinn - en því hefur verið haldið fram að Hreyf. hafi selt stuðning við ríkisstjórnna gegn stjórnarskránni - Hreyfi. vill pólitíks réttarhöld gegn GHH, og Siv sem vill ganga í esb og framsóknarkratinn Guðmundur - það er ekki  hægt að tala um eina st.andsöðu  - það er bara þannig.

Óðinn Þórisson, 3.3.2012 kl. 19:38

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vera þessarar ESBstofu er ólögleg og það ætti að vera og er reyndar búið að kæra hana.  Össur er að mínu áliti landráðamaður með sinni svikaumsókn um aðild að ESB.  Þannig er það bara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 19:56

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - það sem er fáránlegt er að reyna að halda því fram að þetta sér upplýsingasofa þegar það blasir við að þetta er áróðurstofa EN ef hún er ólögleg hversvegna er ekki búið að kæra hana ? 
Hvað er Heimsýn að gera í málinu ?
Össur verður seint sakur um að vera þjóðernissinni og sammála þessi umsókn var knúin fram með vægast sagt vafasömum hætti enda sýna kannair að 68 % þjóðarinnar eru á móti aðild íslands að esb.

Óðinn Þórisson, 3.3.2012 kl. 21:10

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð spurning af hverju er ekkert verið að gera í málinu?  Hér er um algjörlega ólöglega gjörð að ræða af hverju er ekki tekið á því af festu?  Hvað eru menn hræddir við? Hverslags djöf... gunguskapur er þetta eiginlega, það landið okkar og frelsið er í húfi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.3.2012 kl. 22:06

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - ef það er ástæða til að kæra þetta þá er það stórfurðulegt og sammála algjör gunguskapur að gera það ekki.
Við viljum jú bæði að að ísland sé og verði áfram sjálfæð og fullvalda þjóð.

Óðinn Þórisson, 4.3.2012 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 200
  • Sl. sólarhring: 239
  • Sl. viku: 763
  • Frá upphafi: 870788

Annað

  • Innlit í dag: 142
  • Innlit sl. viku: 526
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband