Andrea gæti tryggt Ólafi endurkjör

Andrea er glæsileg ung kona og vissuleg kemur framboð hennar verulega á óvart.

Framboð Andreu mun örugglega ekki kæta stuðningsfólk Þóru Arnórsdóttur þar sem allar líkur eru að hún mun fyrst og fremst taka fylgi frá henni.

Það verður spennandi að fylgjast með viðbrögðum úr herbúðum Þóru.

Sem lýðræðissinni fagna ég framboði Andreu og ekki sýst þar sem hún gæti haft úrslitaáhrif á endurkjör Ólafs Ragnars.

mbl.is Andrea tilkynnir um forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, ég held þetta gæti verið eins og þú segir, Óðinn.

Elle_, 30.4.2012 kl. 19:11

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ekki ólíklegt að svo verði, annars er þetta að verða spennandi vegna þess að það lítur út fyrir að það verði kosningarslagur þó svo að ég sé en sannfærð um að Hr.Ólafur Ragnar verði sá sem mun sigra....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.4.2012 kl. 19:38

3 Smámynd: Benedikta E

Sælt veri fólkið . Nú fer að verða fjör í málum - Fjölmiðlarnir ekki síst - RÚV - eru með slíkan áróður fyrir Þóru - eftir síðustu skoðanakönnun Þar sem Þóra var sögð með 43 % og Ólafur Ragnar með 35% ef ég man tölurnar nákvæmlega réttar - í kvöldfréttunum á RÚV sjónvarp var "skoðanakönnun Þóru" - fyrsta frétt - Ósmekklegt - ég tek undir með þér Óðinn það verður fróðlegt að sjá viðbrögð spunarokka Samfylkingarinnar gegn Andreu Ólafsdóttur og hvaða fjöðrum þeir bæta á Þóru. Þetta er dálítið flott hjá Andreu að láta til skarar skríða í slaginn.

Það er ekkert smá að vera forseti á Bessastöðum með Jóhönnu-óstjórnina í stjórnarráðinu - Herra Ólafur Ragnar Grímsson er auðvitað  hæfastur allra í það starf þjóðinni til farsældar - En framboð Andreu kemur Samfylkingunni í opna skjöldu - gott á þau !!!

Benedikta E, 30.4.2012 kl. 21:02

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég heldað þessi ómenntaða kona ógni ekki einum né neinum

bara kjáni

Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2012 kl. 21:07

5 identicon

Þín skrif hér eru þér ekki til sóma Baugssleggja og afhjúpar hvaða lítilmenni þú ert.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 21:17

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

við skulum spurja að leikslokum.

ég spái henni litlu fylgi.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2012 kl. 22:07

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elle - þetta breytir stöðunni fyrir Þóru - svo mikið er ljóst.

Óðinn Þórisson, 30.4.2012 kl. 22:16

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - þetta verður hörð snorp en stutt barátta sem mun ÓRG mun njóta góðs af og sérsaklega þegar kemur að frambjóðendur hittast saman.

Óðinn Þórisson, 30.4.2012 kl. 22:18

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Benedikta - ég er ánægður með framboð Andreu - setur fjör í baráttuna og rúv&Jóhönustjórn verða og munu bregðast við þessu - það er ekki falleg hugsun að hafa sterngjabrúðu þeirra á Bessastöðum eftir 1.ágúst - það er mikið í húfi - þjóðin veit hvar hún hefur ÓRG, hann er hæfastur og allir vita fyrir hvaða hagsmuni hann stendur.

Óðinn Þórisson, 30.4.2012 kl. 22:26

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

S&H - ekki vanmeta Andreu það eru mistkök.

Óðinn Þórisson, 30.4.2012 kl. 22:26

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristján - framboð Andreu fer illa í stuðingsfólk Þóru.

Óðinn Þórisson, 30.4.2012 kl. 22:28

12 Smámynd: Gunnar Valur Gunnarsson

Ég held að þetta framboð skipti litlu máli. Þessar kosningar snúast að mörgu leiti um hvort fólk vill Ólaf áfram eða ekki. Ég sem dæmi mun líklega kjósa þann frambjóðanda sem líklegastur er til að fella Ólaf og byggja val mitt á skoðanakönnunum, því ég tel að nánast hver sem er yrði betri forseti en hann.

(Note Bene ég kaus ekki samfylkinguna í síðustu kostningum og mun aldrei kjósa hana!)

Gunnar Valur Gunnarsson, 1.5.2012 kl. 02:10

13 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Gleðilega hátíð öll sömul, ég átti von á framboði frá Geir Harde hann er í sigurvímu og var að koma úr leikhúsi sem hann stal senunni.

Bernharð Hjaltalín, 1.5.2012 kl. 08:36

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Gunnar Valur - ég held að framboð Andreu muni skipa mun meira máli en menn halda í byrjun - Þóra með fjölmiðlana með sér átti að vera sá frambjóðandi sem átti að vera skýr valkostur við ÓRG - jú vissulega eru margir sem hugsa nákvæmlega eins og þú velja þann frambjóðanda sem er líklegastur til að fella ÓRG.
Þeir sem ætla að kjósa ÓRG munu að ég held mjög vel skila sér á kjörstað - en veit um marga sem ætla ekki að mæta sem eru enfaldlega á móti forsetaembættinu ( það er önnur umræða ) og atkvæðin sem koma munu skipast niður á hina þó held á að ÞA fái flest en það mun ekki duga að til fella ÓRG.

Óðinn Þórisson, 1.5.2012 kl. 08:36

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Bernharð - sömuleiða gleðilega hátið - ef fólk hefur náð 35 ára aldri þá er því frjálst að bjóða þig fram - ég átti reyndar vona á því að " mannvinurinn " Björn Valur myndi stíga fram og bjóða aftur fram sína krata eins og með Svavarsamijnginn - eða er von á framboði Svavars sjálfs.

Óðinn Þórisson, 1.5.2012 kl. 08:43

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Hvað meinar þú að sem "lýðræðissinni" viljir þú fá Ólaf áfram í forsetaembættið? Eru aðrir frambjóðendur eitthvað minni "lýðræðissinnar" en Ólafur.

Reyndar er nú verið að ná í gegn breytingum á stjórnarskránni sem auka mjög lýðræði í landinu nái þau fram að ganga. Hvaða stjórnmálaflokkur er að rembast eins og rjúpan við staurinn að koma í veg fyrir þær stjórnarskrárbreytingar? Jú Sjálfstæðsflokkurinn.

Hvaða stjórnmálaflokkur kom í veg fyrir það með málfþófi að hægt væri að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin atriði þeirra breytinga sem þar er lagt til samhliða forsetakosningum? Jú Sjálfstæðiflokkurin.

Hvaða stjórnmalaflokkur kom í veg fyrir það fyrir kosningarnar 2009 að samþykktar yrðu þær breyingar á stjórnarskánni að heimilt væir að hafa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur og kom þannig í veg fyrir að hægt væri á nýju þingi eftir kosningar að klára þá breytingu? Jú Sjálfstæðiflokkurinn.

Niðurstaða. Sjálftæðiflokkurinn er anlýðræðislegasti flokkur lansins og þann flokk ættu lýðræðissinnar alls ekki að kjósa.

Sigurður M Grétarsson, 1.5.2012 kl. 11:05

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hvaða stjórnmalaflokkur kom í veg fyrir það fyrir kosningarnar 2009 að samþykktar yrðu þær breyingar á stjórnarskánni að heimilt væir að hafa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur og kom þannig í veg fyrir að hægt væri á nýju þingi eftir kosningar að klára þá breytingu? Jú Sjálfstæðiflokkurinn.

tek serstaklega undir þetta

Sleggjan og Hvellurinn, 1.5.2012 kl. 11:57

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - hvar segi ég að ég vilji sem lýðræðissni að ÓRG verði forseti ?
Við umrææðuna núna síðast þegar ríkisstjórnin kom allt of seint fram með að þjóðin fengi í ráðgefandi þj.atkvæðagreislu að kjósa um tillögur umboðslaust stjornlagaráðs þá var það eina sem stjórnarliðar höfðu fram að færa var að Lúðvík Geirsson kunni á klukku annað ekki - mundu að þekvarta yfir málþófii - bara fyndið.
Samfylkining var á móti því þjóðin fengi að kjósa um hvort farið yrði af stað í esb - ferlið.
Samfylkinign barðist gegn þvi að þjóðn fengið að segja skoðun sína á Svavarsamnignum.
Enginn sem vill lýðræði á að kjósa Samfylkinguna.

Óðinn Þórisson, 1.5.2012 kl. 17:45

19 Smámynd: Óðinn Þórisson

S&H - þú átt hórs skilið fyrir baráttu þína fyrir að ísaland verði aðili að esb.

Nú er vanhæfa og getulausa ríkisstjórnin nýbúin að skrifa undir fríverlsunarsaming við Kína - þú veist hvað gerist með þann saming ef/þegar ísland verður aðili að esb.

Hefur ríkisstjórn svo litla trú á að ísland verið aðili að esb ?

Óðinn Þórisson, 1.5.2012 kl. 17:47

20 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB hefur nýleg skrifað undir góðan fríverslunarsamning við Kína.

Sérfræðignar segja að hann sé mun betri en sá sem Ísland náði.

Þessvegna dettum við inní góðan viðskiptasamning ef við göngum í ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 1.5.2012 kl. 18:11

21 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Þetta er orðrétt síðasta setningin í greininni þinni.

"Sem lýðræðissinni fagna ég framboði Andreu og ekki sýst þar sem hún gæti haft úrslitaáhrif á endurkjör Ólafs Ragnars."

Þarna ert þú nákvæmlega að segja að sem lýðræðissinni fagnir þú atburð sem gæti tryggt Ólafi endurkjör.

 Þjóðaratkvæðagreiðslur þurfa að snúast um skýra valkosti þar sem ljóst er hver eru árhifin af því að segja "já" eða "nei". Kosnin um ESB aðild án þes að hafa aðildarsamnig stenst ekki þá slíkt því menn vita lítið hvað felst í aðild fyrir okkar helsut hagsminu án aðildarsamnings. Þessi atriði eru nefnilega ekki eins rígnegld eins og andstæðingar ESB aðildar vilja vera láta.

Stjórnlagaráð var löglega kosið af Alþingi og var því ekki umboðslaust þó vissulega hefði verið betra að það hefði umboð frá þjóðinni. Það er því ekkert að því að fá fram vilja þjóðarinnar til tillagna þeirra áður en unnið er með þær frekar.

Hvað varðar Icesave samningana þá tek ég undir það sem þú segir enda talaði ég fyrir því innan Safmylkingarinnar á þeim tíma að þessir samningar færu í þjóðaratkvæðagreiðslu og studdi þá ákvörðun forsetgans að vísa þeim þangað þó ég hafi reyndar stutt seinni samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sumum fanst það reyndar skrítin afstaða að vilja að forsetinn vísaði samningum til þjóðaratkvæðagreiðslu þó ég teldi rétt að samþykkja hann en það snýst einfaldlega um þá skoðun mína að stórar óafturkræfar ákvarðandi reigi að fara fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta breytir þó ekki því að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur alla tíð verð mest á móti auknu lýðræði af öllum flokkum landsins enda er þetta flokkur til varnar sérhagsmunum ákveðinna auðvaldsafla sem hefur alltaf tekið þá hagsmuni fram yfir hagsmuni þjóðarinar og hefur sem slíkur alltaf barist gegn auknu lýðræði. Hann er því af sönnu mesti andlýðræðisflokkur landsins og mun alltaf vera í þeirri stöðu. Hann er ekki að fara að breytast og því eru það mikilvægustu hagsmunir almennings hér á landi að hann sé sem lengst utan ríkisstjórnar.

Sigurður M Grétarsson, 1.5.2012 kl. 21:51

22 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Uuuu... hún gæti líka orðið forseti... það er líka planið með þessu gæskur, ekki stuðningur við ÓRG.

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.5.2012 kl. 00:58

23 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - ekki ætla ég að rökræða við þig hvað ég skirfa og hverng þú túlkar það.

JÁ - sinnar eru að reyna selja það að það sé hægt að kíkja í pakkann - þið sem eruð hvað ákafastir að ísland verði aðili að þessu miðstýrða stórríi eigið að segja við viljum að ísland verði aðili að esb - og taki það jákvæða og það neikvæða sem þar er og gangist að þeim lögum og reglum sem þar eru.
" lýðræðisást " SF var svo mikil að flokkurinn vildi ekki að þjóðin fengi að segja til um hvort farið væri af stað.

Svavarsamingurinn - hann varð að fella og sagði ég íkt og 98 % NEI þeim samingi en ég sagði JÁ í síðari.
Mundu að SF - barðist gegn því að þjóðin fengið að kjósa um Svavarsamginni.

SDG hélt þvi fram um daginn að flokksmenn fengju sendan fjölpóst frá forytunni um hvað skoðun þeir ættu að hafa - ætli hann hafi ekki bara rétt fyrir sér.

Þú þekkri greynlega ekkert flokksstarf Sjálfstæðisfllokksins.

Óðinn Þórisson, 2.5.2012 kl. 17:59

24 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rúnar Þór - hún á möguleika eins og aðrir frambjjóðendur.

Óðinn Þórisson, 2.5.2012 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband