16.6.2012 | 16:47
Oddvitar stjórnarflokkna bera alla ábyrgð
Það er svo sem ekki stórfrétt að ekki sé hægt að treysta oddvitum stjórnarflokkana eins og Sigmundur Davíð sagði í gær og ekki komi til greyna að semja við þá öðru vísi en það sé skriflegt.
Auðvitað er ábyrgðin á þessu upplausnarásandi sem er á alþingi stjórnarflokknum að kenna, það er á þeirra ábyrð að koma með mál inn í þingið vel undirbúin og að góður tími sé til að ræða málin.
Líklega munu 9 menningar stíga fram og hamla frekari umærðu um veiðigjaldið - ef það gerist er ekkert annað í stöðunni en að þingmenn Framsóknarflokkins og Sjálfstæðisflokksins gangi úr sal og með þvi geri þingið óstafhæft og þá kemur í ljós hvort foseti noti þingrofsréttinn.
Enn ekkert samkomulag á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óðinn. Það er mér hulin ráðgáta, hvers vegna alþingismenn eru ekki allir búnir að segja af sér. Þetta stöðnunarástand er farið að stofna heilsu og lífi fólks í hættu, sem búa í samfélaginu á Íslandi. Þetta svokallaða alþingi minnir meir á eineltis-þrælabúðir heldur en alþingi.
Foringjar ALLRA flokka bera ábyrgð, á meðan þeir samþykkja svona vinnubrögð, með því að koma ekki með vantrauststillögu og ganga út í eitt skipti fyrir öll. Eða vilja þeir láta börnin sín lifa og hrærast í eineltis-umhverfi eftir fyrirmynd frá alþingi?
Svona þjóðarskömm og einelti í beinni útsendingu frá alþingi getur ekki kennt börnum þessa lands annað en það, að gróft einelti sé löglegt og leyfilegt. Jafnvel látið líta út sem það sé töff og virðingarvert.
Það ættu allir sem vinna innan veggja alþigishússisns að líta í eigin barm, og spyrja sig hvort þetta sé starf við hæfi. Í það minnsta ætti forseti þingsins að hafa siðferðis-þroska og vit til að loka á helberan óhróður, lygi og einelti í beinni útsendingu, á jafn grófan og niðurlægjandi hátt, eins og raun ber vitni.
Það á ekki að borga stjórnendum þessa lands fyrir grófar eineltisárásir og hreinar lygar, sama hver á í hlut. Ég hef algjöran viðbjóð á hegðun sumra sem opna munninn á alþingi. Vita þeir ekki að börnin þeirra og annarra sjá kannski hvernig þeir haga sér og tala þarna? Svo fara börnin í skóla/leikskóla/unglingavinnu og koma skilaboðunum áfram með hörmulegum afleiðingum.
Nú er nóg komið!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2012 kl. 18:29
Anna Sigríður - eftir Icesave - útreiðina hefði ríkisstjórnin átt að segja af sér og það hefði verið réttast að boða þá starx til alþingskosninga.
Ábygðin er mikil hjá oddvitum stjórnarflokka á hverjum tíma og vinnubrögð þeirra á þessu kjörtímabili hafa verið slík að ekki hefur verið hægt að ná neinni sátt.
En vissulega hefur þetta áhrif á umræðuna í samfélginu og þá líka hjá börnum stjórnmálamanna sem eru koma villandi skilaboðum á framfæri við félaga sína.
Óðinn Þórisson, 17.6.2012 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.