Hvað er í boði ?

Stutta svarið er ESB.

Ísland hefur sótt um að verða aðili að ESB - í því fellst ákveðið fullveldisafsl - enginn hafnar því.

Meirihluti alþings samþykkti að sækja um - annar stjórnarflokkurinn VG er í tætlun út af þessari umsókn.

Hvernig myndi það líta út / trúverðuleiki íslands að hætta núna - og hvernig ætla menn að fara af því fara af stað aftur - það hlítur að vera eðlilegt að klára það sem maður byrjar á.

Hversvegna hafa allar kannanir sýnt mikinn meirihluta landsmanna hafna aðild að ESB - það er eitthvað sem allir þeir sem styðja að ísland verði aðili að ESB verða að hugleiða og hvernig ætla menn að reyna að breyta því - það gerist ekki með einhverju töfrabragði.

Það er algjör veruleikafyrring að halda þvi fram að það sé hægt að kíkja í einhvern pakka - aðeins aðild að ESB er í boði.


mbl.is Meirihluti á móti í meira en þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir

Held að VG hafi fengið mikla kosningu seinast vegna einnar kosningastefnu þeirra, að Ísland færi ekki í ESB. Svo breytist það til að mynda meirihluta með S, og þar með meirhluti Alþingis samþykkur aðildarviðræðum við ESB? Ekki held ég að það hafi verið vilji þjóðarinnar.

Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir, 16.10.2012 kl. 00:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Önnur eins svik hafa aldrei áður þekkst að mínu mati eins og hjá Vinstri grænum, og nú berast þau tíðindi að Steingrímur þori ekki fram í eigin kjördæmi heldur ætli sér fram í Reykjavík.  Þessi jólapakki er innihaldslaus og þar er ekkert aðeins er hann uppfullur af blekkingum og svikum.  Megi hann sigla sinn sjó beint til Brussel, með Jóhönnu, Össur og Steingrím innanborðs.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2012 kl. 01:36

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðlaug Soffía - það hefur komið skýrt fram hjá ÁED, AG o.fl að það myndi aldrei gerast að vg myndi sækja um aðild að ESB - en stetna vg varðandi ESB var sett til hilðar fyrir völd.
NEI þjóðin var aldrei spurð að þessu.

Óðinn Þórisson, 16.10.2012 kl. 06:39

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - VG er að undirbúa sig undir afhroð í næstu kosningum og til að bjarga BVG um þingsæti  þá á ætlar SJS að færa sig til R.v.k sem mun kosta a.m.k ÁI þingsætið.

Blekkingarar hjá Össuri hafa verið yfirgengilegar auk þess svarar hann engum spurningum - það er búið að semja sem um 18 - 19 kafla - hver var niðurstaðan - hún hefur enn ekki verið kynnt þjíðinni.

Aðalaatrið er þetta það er enginn PAKKI.

Óðinn Þórisson, 16.10.2012 kl. 06:46

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega það hefur aldrei verið neinn pakki til, og þar með er allt ferlið byggt á LYGI.

Eða eins og stendur í einni mikið lesinni bók. byggðu ekki hús þitt á sandi.  Þetta hús þ.e. ESB er svo sannarlega reist á sandi og þar að auki á háum kambi sem á eftir að hrynja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2012 kl. 11:50

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ásthildur - í upphafi skal endinn skoða - það vita allir hvernig þessi umsókn fór í gegn um alþngi - umsókn íslands að esb hefur í raun aðeins verið í höndum eins manns ÖS sem hefur allt frá byrjun reynt að afvegleiða þjóðna frá því að þetta er aðlögunarferli.

Það er ekki traust undirstaða undir þessu ESB - ferli - góð samlíking

Óðinn Þórisson, 16.10.2012 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband