21.10.2012 | 13:22
Hver er stóra niðurstaðan ?
30 % sögðu JÁ
70 % sögðu NEI eða sátu heima.
Þetta ætti að gefa alþingi gott svigrúm til að endurskoða tillögur umboðslaus stjórnlagaráðs.
Er afskaplega stolt af þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið sjálfstæðismenn eruð i besta falli hlægilegir í dag. Heldur þú að allt fólkið sem sat heima hafi ætlað að segja nei? Þjóðaratkvæðagreiðslur fá yfirleitt ekki mikið meiri þátttöku en þetta, enda á svipuðu róli og icesave þjóðaratkvæðagreiðslan.
Með sama hætti mætti túlka þetta á hinn veginn 80% sögðu já eða sátu heima!
Þjóðin sýndi Bjarna Ben og íhaldsruslinu hverjir eru hinir raunverulegu fúskarar!
Óskar, 21.10.2012 kl. 13:47
Óskar - ákveðin skýrng á hversvegna að 50 % sátu heima var hugsanlega vegna spurninganna enda komið fram að þær eru óskýrar.
34 % af þeim sem mættu a kjörstað sögðu NEI við 1 spurningunni og ekki myndi ég vera ósáttur við að það kæmi upp úr kjörkössunum i aprí. - þannig að þessi síðasta setning stenst enga skoðun.
Óðinn Þórisson, 21.10.2012 kl. 14:04
En er það ekki áhygguefni fyrir stjórnarflokkana vg&sf að mælast með minna fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn ? sem mælist með 37 % meðan þeir aðeins samanlagt með 31 %
Óðinn Þórisson, 21.10.2012 kl. 14:12
þu átt við að allir stuðningsmenn stjórnarinnar hafi mætt á kjörstað? Ég meina er þér alvara? Hvernig er hægt að vera í svona svakalegri afneitun? Þessi niðurstaða er mikið áfall fyrir sjálfstæðisflokkinn hvernig sem á það er litið. Það að þjóðin velji "fúsk" framyfir leiðsögn Bjarna Ben segir nú ansi mikið um hann og flokkinn- Allavega er ljóst í augum 67% þjóðarinnar hverjir eru fúskararnir!
Óskar, 21.10.2012 kl. 14:20
Óskar er fólk rusl ef það er ekki sammála þér?
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 21.10.2012 kl. 14:38
Óskar - línunar í þessari ráðgefandi þjóðaratkvæðagreislu voru mjög skýrar - fjölmiðlar sem hafa verið taldir hallir undir stjórnna hafa verið i grímulausum áróðri að margra mati og ríkisstjórnin ekki falið sina skoðun á málinu.
Var það ekki hluti af vandanum að ekki var spurning um hvort þjóðin vildi áfram núverandi stjórnarskrá ?
Eina sem Bjarni gerði var annarsvegar að hvetja þjóðina til að mæta á kjörstað og hinsvegar að upplýsa hana um hans skoðun og hvernig hann hyggðist kjósa - ekkert rangt við það.
Þesssi niðurstaða er á engan hátt áfall fyrir BB eða Sjálfstæðisflokkinn sem mun vinna að heildum að gera þær breytignar á þessi plaggi sem nauðsynlegar eru - er ekki rétt að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar bíði fram yfir næstu kosngar og menn taki höndum saman og klári það sem hægt er að ná saman um en ekki vera í þessu endalausu átökum sem ríkisstjórnin hefur verið í frá 1.feb 2009 - þarf hún ekki eitthvað að skoða sín vinnubörgð ?
Óðinn Þórisson, 21.10.2012 kl. 15:02
Óðinn Bjarni kallaði þessi stjórnarskrárdrög "FÚSK" , þetta er nú frekar skýrt og svar þjóðarinnar við ákalli Bjarna Ben um að hafa "fúskinu" gat nú heldur ekki verið mikið skýrara. Ég sé enga ástæðu til að bíða framyfir næstu kosningar þegar þjóðin hefur veitt umboð sitt með mjög skýrum hætti til að ráðast strax í verkefnið. Við vitum líka hvað gerist ef sjálfstæðisflokkurinn situr í næstu ríkisstjórn, þá mun þetta mál daga uppi enda hefur BB og félagar engan áhuga á að stjórnarskrárbinda auðlindarákvæði svo dæmi sé tekið. Ég tel því nauðsynlegt að klára þetta mál fyrir næstu kosningar svo sjálfstæðisflokkurinn nái ekki að kæfa það enda því miður allt útlit fyrir að sjálfstæðisflokkurinn sitji í næstu ríkisstjórn þrátt fyrir að uppistaða þingflokksins séu annaðhvort glæpamenn eða vafasamir braskarar.
Óskar, 21.10.2012 kl. 15:19
Óskar - það verður að skoða þetta mál í því ljósi að stjórnlagaþingskosningarnar voru dæmdar ógildar og þessi nefnd ekki þvi með umboð frá þjóðinni.
Það sem ég hef aðalelega áhyggur af er að fólk t.d eins og Álfheiður, Svandís, Steingrímur og Björn Valur styðja þetta - þetta fólk verður seint talið vera miklir lýðræðissinar enda er það segja vinstri sósíalistar vald til fólksins meðan þeir raunvörulega meina vald yfir fólki.
Við skulum við að x-d hafi forystu fyrir næstu ríkisstjórn og atvinnuálin verða sett aftur á dagskrá.
"glæpamenn eða vafasamir braskarar."
er þetta ekki full gróft ?
Óðinn Þórisson, 21.10.2012 kl. 15:44
Ómar nei þetta er ekki of gróft, tökum dæmi: Formaðurinn hefur átt í vægast sagt vafasömum viðskiptum eða verið í það minnsta tengdur þeim. Tryggvi Þór með kúlulánið, Askar kapital og nú bara í síðustu viku skellti hann á borðið nokkur hundruð milljóna gjaldþroti, Þorgerður Katrín kúlulán 1700 milljónir takk fyrir. Ásbjórn Óttarsson skattsvikari, Illugi sjóður níundi, Gulli styrkþegi og svo að sjálfsögðu Árni Johnsen dæmdur þjófur. -- Við erum að tala um fólk í ÞINGFLOKKI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS og flest af því hyggst halda áfram á þingi!!
Ég skil nú ekki hvernig þú getur fengið það út að fólkið sem þú nefnir í VG séu ekki lýðræðissinnar. - Hvaða nefnd hefur ekki umboð frá þjóðinni ? Ef þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem skýr meirihluti styður þessar tillögur, er það ekki nægt umboð til að klára málin ? Sjálfstæðisfmönnum færi best að viðurkenna að þeir höfðu einfaldlega rangt fyrir sér og vilji þjóðarinnar er algjörlega á skjön við hagsmunagæslupólitík sjálfstæisflokksins. Kannski er þetta vísbending um að næstu kosningar til þings verði önnur rasskelling fyrir FLokkinn, það vona ég allavega.
Óskar, 21.10.2012 kl. 20:38
Óskar: Ef þetta er vísbending um að næstu kosningar verði rasskelling fyrir Sjálfstæðisflokkinn þarft þú engu að kvíða. Þú færð þína stjórnarskrá með réttindum náttúrunnar, mannréttindum fyrir geitunga og marglyttur, stjórnarskrábundnum rétti manna til heilsu og öllu hinu.
Hitt er þó líklegra að þessi 70 þ. sem studdu tillögurnar séu u.þ.b sama fólkið og hyggst kjósa stjórnarflokkana og það er ekki nóg í þingmeirihluta.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 22:48
Staða málsins er einfaldlega þetta; við sjálfstæðismenn höfum fengið skýr skilaboð að breytinga er þörf. Við þurfum nú að setjast niður og hrinda af stað skynlegri orðræðu við aðra og komast að vitrænni niðurstöðu sem vel flestir geta sætt sig við.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 10:51
Óskar - hef setið fundi þar sem Bjarni hefur farið yfir sína aðkomu að þessu og ekki ástæða til að draga hans orð í efa - ef þetta væri einhvervegin öðruvísi er hæpið að hann væri formaður í stærta stjórnmálaafli á íslandi og með skýrt umboð til að vera þar í forystuhluverki.
Flokksmenn Sjálfstæðisflokksins ákveða í prófkjöri hver verður í hvaða sæti þannig að umboð þeirra sem eru í þingflokknum er skýr vilji flokksmanna.
Kommúnista hafa alltaf verið til hér á landi og hafa ekki barist fyrir lýðræðinu heldur reynt að draga úr því - þetta fólk sem ég nefni hef ég haldið fram að séu lýðæðissinar - dæmin sanna það en eru það á tillidögum en ekkert á bak við það.
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki alfarið treyst á getuleysi ríkisstjórnarinnar að ná góður árangri þó það vissulega hjálpar en stefna flokksins er skýr um ferli einstaklingsins með ábyrð.
Óðinn Þórisson, 22.10.2012 kl. 17:59
Hans - stjórnarflokkarnir eru að mælst með minna fylgi í en Sjálfstæðisflokkurinn í öllum könnunum.
Það bendir allt til þess að stjórnarflokkarnir þurfa ekki að hafa áhyggur af miklu fylgi í næstu alþingiskosnngum.
Óðinn Þórisson, 22.10.2012 kl. 18:00
H.T Bjarnason - það er mikilvægt að breið sátt náist þegar breyta á stjórnarskráinni - sjálfstæðisflokkurinn verður vissulega að efla umræðuna og setja hana á hærra plan.
Óðinn Þórisson, 22.10.2012 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.