Fyrir Þjóðina

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir þjóðina að Sjálfstæðisflokkurinn fari í þetta erfiða verkefni sem er framundan með Framsóknarflokknum.
mbl.is Segir Framsókn tæpast stjórntæka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Miðað við stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins og reynsluna af stjórn hanns þá held ég þvert á móti að fátt sé mikilvægara fyrir þjóðina en að Sjálfstæðisflokknum sé haldið utan ríkisstjórnar eins lengi og kostur er. Það á nefnilega líka við um Sjálfstæðisflokkinn að framkvæmd kosningaloforða hans mun valda hér kollsteypu. Allar þær skattalækkanir sem han boðar munu leiða til mikils halla á rekstri ríkissjóðs með tilheyrandi vaxtahækkunum og minna lánsfé fyrir fyrirtæki. Það er einfaldlega galin hugmynd við núverandi aðstæður að fara aftur út í bullandi hallarekstur ríkissjóðs.

Sigurður M Grétarsson, 4.5.2013 kl. 16:30

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - því miður fyrir ykkur vinstri - menn þá tókst ríkisstjórninni afar illa til á þessu kjörtímabili.
Það má segja að vinstri - stjórnin sýndi að sundurlyndi er aðalsmerki vinstri - manna og niðurstaða kosninganna fyrir ykkur vinstri - menn meiriháttar pólitísk áfall.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til að vinna fyrir þjóðina þá verða skattar á álögur sem vinstri - stjórnin hefur lagt á þjóðina lækkaðar, fólk mun hafa meiri ráðstöfunartekjur og mun ná sátt fyrir atvinnulífð.

Samfylkingin á að skylja það að flokkurinn er í tætlum og því ekki stjórntækur eftir stærsta afhroð stjórnmálaflokks í lýðveldissögunni.

Óðinn Þórisson, 4.5.2013 kl. 16:48

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Þegar vinstri stjórnin tók við var efnahagur landsins í rúst eftur hægri stjórnina. Síðan þá hefur atvinnuleysi lækkað um helming, 15% fjárlagahalli farið niður fryrir 1%, verðbólga farið úr 18,6% niður fyrir 4%, stýrivextir farið úr 18% í 6%, sá hluti þjóðarinnar sem lifir undir fátæktarmörkum minnkað og svo framvegis. Þetta hljómar ekki alveg þannig að illa hafi til tekist.

Skattalækkanir í anda Sjálfstæðisflokksins munu ekki auka ráðstöfunartekjur því þær munu leiða til mikils hallareksturs ríkissjóðs sem munu leiða til þess að ríkissjóður þarf að taka mikið af lánum sem munu minnka þau lán sem atvinnulífinu býðst til að fjölga störfum og þannig valda meira atvinnuleysi en annars væri auk þess sem aukin eftirspurn ríkisins eftir lánsfé mun hækka vexti sem mun minnka ráðstöfunartekjur skuldugra heimila og fyrirtækja. Það leiðir til þess að ráðstöfunartekjur skuldugra heimila munu minnka.

Þetta er í stuttu máli sagt galin hugmynd sem mun ekki gera neitt nema rífa niður þann góða árangur sem náðst hefur seinust fjögur árin.

Það er ekkert mikilvægara fyrir íslenskt þjóðfélag en að halda Sjáflstæðisflokknum eins lengi og hægt er utan ríisstjórnar. Við höfum einfaldlega ekki efni á sjórnarþátttöku Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður M Grétarsson, 5.5.2013 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 319
  • Sl. sólarhring: 323
  • Sl. viku: 882
  • Frá upphafi: 870907

Annað

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 614
  • Gestir í dag: 206
  • IP-tölur í dag: 206

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband