Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra

Sigmundur DavíðÞað má gera ráð fyrir því að Sigmundur taki við lyklunum að forsætisráðuneytinu í byrjun næstu viku.


mbl.is Viðræður áfram í Biskupstungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér stendur á sama hver verður forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar sem byggist á bröttustu kosningarloforðum sem sett hafa verið fram. Auðveldara hefði verið að lofa góðu veðri næstu árin!

Hvort þessi ríkisstjórn verði kennd við sumarhúsin tvö eða lýðskrumið mikla stendur mér akkúrat á sama.

Guðjón Sigþór Jensson, 9.5.2013 kl. 20:31

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðjón - nei það skiptir ekki máli hvort það verði SDG eða BB - báðir hæfileikaríkir einstaklingar.
Þessi ríkisstjórn verður byggð á málefnum en ekki bara hagsmunagæsla um völd eins og Jóhönnustjórnin var.

Er ekki gott nafn Hagvaxtar og Framfararíkisstjórnin.

Óðinn Þórisson, 9.5.2013 kl. 20:42

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Datt inn í samtal á Útv. Sögu,þar sem lögfræðingur (kona),var að lýsa því sem hún kallaði óleysanlegt loforð Sigmundar D.,hann hefði aldrei átt að lofa að sækja peninga til kröfuhafa bankanna. Minnt á Skjaldborgina>" hún var bara birtingamynd og engum beinhörðum peningum lofað eins og Framsókn ætlar að gera” ,,,Ó grát ástkæra fósturjörð,,.

Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2013 kl. 20:56

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Helga - höfum trú á þessum flokkum í þeirra eftiðu verkefnum sem eru framundan.

Munum að skjaldborgin sem Jóhönnustjórni lofaði kom aldrei en varð skjaldborg um völd - þessvegna töpuðu stjórnarflokkarnir 28 % fylgi.

Óðinn Þórisson, 9.5.2013 kl. 21:13

5 Smámynd: rhansen

það er aðdáunarvert hvað þeir Sigmundur og Bjarni eru afslappaðir og glaðir og allt sem frá þeim kemur jákvætt. Eg ætlas til þess að fullorðið fólk þessa lands sjái sóma sinn i að leyfa þeim að koma saman Stjórn og hefja verk sin ,án þess að reyna formæla öllu sem þessu ungu menn og tilvonandi foringjar okkar  eru að fást við !......ER ÞAÐ I ÞEIRRA ÞÁGU ...EÐA OKKAR ???????????

rhansen, 9.5.2013 kl. 23:24

6 identicon

Komið þið sæl; Óðinn - og aðrir gestir, þínir !

Óðinn !

Ég hugði þig; hafa meiri sjálfsvirðingu til að bera, en raun virðist til vera, ágæti drengur.

Bjarni; kámugum Makaó Vafningum hlaðinn, annarrs vegar.

Sigmundur Davíð; yfirverndari Samvinnutrygginga þjófa bælanna.

Geturðu ekki; bent á eitthvað skaplegra - eins og duglega Utanþingsstjórn Glussa- og Gírolíu lyktandi fólks, beint úr framleiðzlu- og þjónustugreinunum, í stað þessarra Bandítta, Óðinn minn ?

Þó; Guðanna þakkar vert sé náttúrulega,að losna við hrææturnar Jóhönnu og Steingrím J., vitaskuld.

Með beztu kveðjum; sem oftar - úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.5.2013 kl. 23:33

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - þeir hafa komið vel fram - yfirvegaðir og raunsæir - engar óábyrgar yfirlýsingar.
Þeir gera sér greyn fyrir að það þarf að gera þetta vel.
Fólk á að sýna þeim biðlund - það tekur tíma að búa til málefnalega ríkisstjórn.

Óðinn Þórisson, 10.5.2013 kl. 07:21

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar Helgi - tel mig hafa mikla sjálfsvirðingu.
80 % landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins kusu hann sem formann og hann fékk góða kosningu í 1.sæti hér í sv.kjördæmi. - hef verið á fundi þar sem hann hefur farið yfir Vafnsismálið - jú hann þuftti að mæta 1 sinni í 5 mín sem vitni.

Sigmundur hefur lift grettistaki hjá Framsókn og er kominn með 10 nýja þingmenn.

Óðinn Þórisson, 10.5.2013 kl. 07:24

9 identicon

Komið þið sæl; sem áður !

Óðinn !

Aumleg er; og klaufsk mjög, þessi málamynda tilraun þín, til réttlætingar á vnnubrögðum - sem algjöru siðferðisleysi, þessarra manna, Óðinn minn.

Það sem sagt dugir; að hafa ''réttu'' flokks Sauða litina, til þess að allt falli slétt og fellt, í tilteknar skorður.

Með því snautlegasta; sem frá þér hefir komið, til réttlætingar ranglætinu augljósa, síðuhafi góður.

Með kveðjum meðaumkvunar nokkurrar, til Óðins - og annarra ''rétttrúaðra'' /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2013 kl. 11:52

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar Helgi - þetta sem ég nefni eru staðreyndir sem liggja fyrir - ekkert rangt.
Ef þú telur að þetta sé eitthvað aumleg / klaufsk ath.semd þá er það þin skoðun - ég er einfaldlega þér ósammála.

Með góðri kveðju.

Óðinn Þórisson, 10.5.2013 kl. 16:36

11 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eigi hefi eg hitt neinn sem telur minnsta möguleika á að Sigmundir Davíð geti efnt kosningaloforð sín fremur en að lofa frábæru veðri upp á hvern dag alla næstu öld.

Sigmundur var ansi brattur á kosningaloforðin sem því miður allt of margir virðast hafa talið að séu raunhæf. Sennilega slær hann jafnvel sjálfum Silvío Berlóskóni í lýðskrumi. Alla vega hefur enginn varkár raunsær stjórnmálamaður látið frá sér fara annað eins, alla vega ekki norðan Alpafjalla.

Guðjón Sigþór Jensson, 10.5.2013 kl. 18:28

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðjón - þetta er ekki stefna SDG heldur Framsóknarflokksins. Allir frambjóðendur flokksins hafa talað fyrir sömu stefnu og fólk settið x - við b vegna þess að það hefur trú á stefnu flokksins í skuldamálum heimilanna.

Við skulum vona að ríkisstjórn borgarlegu flokkana gangi betur að leysa skuldavanda heimilanna en stjórn vinstri - flokkana.

Óðinn Þórisson, 10.5.2013 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 157
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 241
  • Frá upphafi: 870194

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 180
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 111

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband