Hr. Ólafur Ragnar hefur rétt á sinni lýðræðislegu skoðun

íslandHef velt því fyrir mér hversvegna um 30 % íslendinga vilja afsala fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar til miðsýrðs ríkjasambands.

Það gengur ekki að mikill minnihlutahópur þjóðarinnar æti að frekjast áfram í esb - málinu - það væri beinínins óeðlilegt að forsteti íslensku þjóðarinnar talaði ekki máli hagsmuna íslensku þjóðarinnar eins og hann gerði í icesave - málinu gegn Jóhönnustjórninni.

Ólafur Ragnar réttur maður á réttum stað Smile


mbl.is „Forsetanum er frjálst að tjá sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Það er óeðlilegt að forseti tjái sig með þessum hætti eins og hann gerði í dag og hvað þá við setningu Alþingis. Maðurinn er greinilega orðinn eitthvað illa veikur á geði. Það þarf að koma honum úr þessu embætti strax.

Óskar, 6.6.2013 kl. 22:19

2 Smámynd: Elle_

Æ-i, Óskar, þú sem styður geðbilaðan stjórnmálaflokk. 

Óðinn, tókstu eftir mistúlkun Össurar?:
Össur Skarphéðinsson, fráfarandi utanríkisráðherra, kallaði eftir því í frétt á RÚV að forseti Íslands myndi tilgreina hvaða ríki ESB vilji ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. 
Forsetinn sagði ekki slíkt.  Hann sagði að ekki væri mikill vilji innan sambandsins til að ljúka viðræðum.   Sambandið óttaðist að Ísland myndi fella samninginn.

Elle_, 6.6.2013 kl. 22:31

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Flott !

Ólafur Forseti heldur áfram að svekkja ESB pakkið.

Góður Ólafur !

Birgir Örn Guðjónsson, 6.6.2013 kl. 22:45

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - ÓRG fékk trausta kosningu og hafðu ekki áhyggjur hann mun sitja út kjörtímabilið.
Það er bara jákvætt að forseti tjái sig með eins afgerandi hætti við setningu alþings og hann gerði í dag.

Óðinn Þórisson, 6.6.2013 kl. 22:46

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elle - Össur snýr öllu á hvolf - ekkert nýtt við það.
Rétt ESB - hefur engan áhuga að hér fari fram þjóðaratkvæðagreislu um aðild íslands að esb meðan það eru engar líkur fyrir öðru en að þjóðin muni segja NEI.

Óðinn Þórisson, 6.6.2013 kl. 22:48

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir - sami minnihlutahópurinn vill inn í esb og vildi samþykkja Svarvarsamnginn.

Já gaman af ÓRG - hann kann á þetta lið.

Óðinn Þórisson, 6.6.2013 kl. 22:50

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ef Ólafur Ragnar Grímsson var að segja sannleikann, þá ber að fagna því. Hver veit raunverulega sannleikann?

Það hefur skort heiðarleika í stjórnsýslunni á Ísland. Það er ekki til nokkurs gagns fyrir heildarhag, að nota tækifærin sem gefast, til að fara í skotgrafir gamla blekkingar-forritsins bankastýrða.

Því miður hafa allir flokkar upp í gegnum tíðina gerst meðvirkir í óheiðarleika og baktjaldamakki, sem matreitt hefur verið af opinberu fjölmiðlaflórunni ríkisreknu.

Hvert er stærsta vandamálið, við það sem Ólafur Ragnar og fleiri segja, eða segja ekki?

Til hvers höfum við ríkisfjölmiðil, ef bull og blekkingar fá að flæða hindrunarlaust í stjórnlausu streymi, og heiðarleikinn er þaggaður niður?

Þetta eru bara smá hugleiðingar, sem eru kannski bara heimskulegar. En þær eru þarna samt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2013 kl. 23:02

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - það er enginn einn maður boðberi alls sannleika - ekki ólafur frekar en aðrir.
Heiðarleiki hefur verið því miður að skornum skammti hér undanfarin ár - það hefur verið staðið eins illa að esb - ferlinu og hægt er og á engan veg lýðræðislegt - nema þá lýðræði mikils minnihluta.
Rétt allir stjórnmálaflokkar eiga ákveðna sök á því á hve lágu plani umræðan er oft - t.d dv.is.
Ríkisfjölmiðill er ekkert sérstaklega betri en einkarekinn - t.d er Fox News eflaust einn besti fréttamilill heimisins.
Þetta eru góðar hugleiðingar og eiga fullan rétt á sér.

Óðinn Þórisson, 6.6.2013 kl. 23:26

9 Smámynd: rhansen

Bara algjörlega sammála þer Óðinn og jafn ánægð i dag sem áður með forsetann ...  Og enga ástæðu hef eg til að rengja orð hans en reyndar kom mer ekki á óvart að Össur skyldi  þurfa tja sig ,sem hann hefði auðvitað átt að sleppa að minu mati !

rhansen, 6.6.2013 kl. 23:35

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - ÓRG hefur staðið með fólkinu í landinu - þessvegna fékk hann rúmlega helming greiddra atkvæða þegar hann var að bjóða sig fram í sinn.
Andstaðan við Icesave - Jóhönnustjórnarinnar tryggið honum endurkjör á stíðasta ári.

Össur mun fara mikinn í fjölmiðlum á næstunni - þvi get ég lofað þér.

Óðinn Þórisson, 6.6.2013 kl. 23:54

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óskar: Maðurinn er greinilega orðinn eitthvað illa veikur á geði.

Og þessi ummæli segja hvað um þig?

Guðmundur Ásgeirsson, 7.6.2013 kl. 00:18

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ég tek ekki út nein comment hér og leyfi því þessu hjá Óskari að standa - segir meira um hann en þann sem hann er að tala um.

Óðinn Þórisson, 7.6.2013 kl. 01:18

13 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Skemmtilegar umræður hjá ykkur. Það er mikilvægt að forseti hafi rödd, hvort sem við erum sammála orðum hans eða ekki.

Þeir sem hafa fylgst með ESB af einhverri alvöru vit aða það stendur ævinlega gegn þjóðaratkvæðagreiðslum varðandi sjálft sig. 

Að endingu minni ég á endurreist þjóðveldið, sem vill raun-lýðræði aftur.

Guðjón E. Hreinberg, 7.6.2013 kl. 02:26

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðjón - það er gamli timinn þegar forsetinn sagði ekki stakt orð um þjóðmálaumræðuna og tók ekki skýra afstöðu eins og ÓRG hefur gert eðlilega gegn bæði iceave og esb.
Hann var einhfaldlega núna endurkjörin í 4 sinn vegna þess að fólki vildi virkan forseta en ekki puntudúkku.
Rétt ESB - mun aldrei heimila þjóðaratkvkæðagreislu hér sem þeir vita að þeir tapi.
Tap sf&vg skrifast að miklu leyti á ólýðræðieleg vinnubrögð.

Óðinn Þórisson, 7.6.2013 kl. 07:39

15 Smámynd: Mofi

Ég veit hver Ólafur er og stór hluti þjóðarinnar hefur kosið hann aftur og aftur; ég veit voðalega lítið um hver þessi Gunnar Bragi Sveinsson er. Ég er ekki frá því að Bandaríska fyrirkomulagið sé betra, við erum greinilega í smá vandræðum með forseta embættið, talar hann fyrir hönd þjóðarinnar eða ríkisstjórnarinnar. Eins og staðan hefur verið undanfarið þá er hann nærri því andstæðingur stjórnarinnar og þá virkar þetta mjög undarlegt. Oft heyrir maður af einhverjum þingmönnum sem enginn veit hverjir eru vera að reyna að skipta forsetanum fyrir; eitthvað mjög brenglað við það.  Sammála Óðinni, þjóðin greinilega vill ekki puntdúkku enda algjör tíma og peningasóun fyrir þjóðina að kjósa sér puntdúkku.

Mofi, 7.6.2013 kl. 09:18

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Moli - held að flestir kosningabærir íslendingar frá ´96 hafi á einhverjum tímapuntki kosið hann - enda ólkur sá hópur sem kaus hann fyrst og í 4 sinn.
ÓRG var í raun eftir að hann vísaði svavarsamgnum gegn vilja Jóhönnustjórnarinnar til þjóðarinnar og 98 % höfnuðu honum var hann einn öflugasti andstæðingur fyrrv. ríkisstjórnar.
Það er gott samkomulag milli SDG og ÓRG enda var það skýr vilji ÓRG að SDG yrði forstætisráðherra.
Gunnar Bragi er búin að vara á alþingi í 4 ár, hann talaði alltaf gegn esb, icesave og með hagsmunum heimilanna - hann á eftir verða flottur sem utanríkisráðherra.
Gott að heyra að fleiri en ég vill ekki puntudúkku á Bessastaði.

Óðinn Þórisson, 7.6.2013 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 417
  • Frá upphafi: 870436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband