7.6.2013 | 08:34
Eygló Glæsilegur Stjórnmálamaður
Það er mikil fengur fyrír íslensk stjórnmál að Eygló hafi valið það að vinna fyrir hagsmuni íslensku þjóðarinnar og það hefur HÚN svo sannarlega gert.
Hennar verkefni er að halda áfram að berjast fyrir hagsmunum heimilanna og að þessi ríkisstjórn sitji út kjörtímabilið til að halda vg og sf frá völdum eins og þjóðin krafist 27.apríl.
EKKI VILL FÓLK FÁ ÞENNAN MANN AFTUR Í RÁÐHERRASTÓL SEM MYNDIN ER AF - HELD EKKI - HANN HEFUR GERT NÓG AF SÉR.
Selur húsið í Vestmannaeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:36 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 888612
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já orð að sönnu .Eygló er ört vaxandi stjórnmála maður sem maður væntir mikils af ...og sannarlega óskar henni og Rikistjórninni velferðar .....
rhansen, 7.6.2013 kl. 09:54
rhansen - Steingrímur J. og Eygló eru t.d mjög ólíkir stjórnmálamenn - Eygló er hugsjónastjórnmálamaður en Steingrímur valdaStjórnmálamaður - sem er tilbúinn að samþykkja ýmislegt til að vera áfram í ríkisstórn eins og hefur komið í ljós.
Fólk er almennt ánægt með Eygló meðan Steingrímur er væntanlega umdeildasti stjórnmálamður lýðveldissögunnar og afrekaði það á 4 árum að rústa sínum eigin flokk fyrir völd.
Óðinn Þórisson, 7.6.2013 kl. 10:54
Eygló er lögulegasti kúkurinn í klósetti nýrrar ríkisstjórnar- sú eina í þessari stjórn sem ég hef einhvern snefil af áliti á.
Þið sjallar ætlið hinsvegar seint að hætta að ráðast á Steingrím sem er furðulegt í ljósi þess að hann skilaði af sér mjög góðu búi sem þið fáið svo að ráðgast með. - Það var nú eitthvað annað þegar hann tók við fjármálum landsins í rúst af ykkur. Ykkur væri nær að þakka honum fyrir heldur en að ráðast sífellt á hann, en það virðist ekki í eðli sjálfstæðismanna að þakka fyrir það sem er vel gert.
Óskar, 7.6.2013 kl. 12:28
Vá Óskar.. er ekki hægt fá eitthvað við þessu sem hrjárir þig.
Með allri þessari tækni hlýtur að vera hægt að gera eitthvað fyrir þig.
Gangi þér vel.
Birgir Örn Guðjónsson, 7.6.2013 kl. 12:46
Nú er spurningin Óskar Haraldsson, hvort þú ert Óskar Haraldsson og þá hvaða Óskar Haraldsson?
Hvaða ástæður eða hvatir eru að baki því að koma ekki fram undir fullu nafni? Og hvaða tilgangi þjónar svona sóðalegt orðbragð? Ætlastu til þess að vera tekinn alvarlega og til fyrirmyndar?
Herbert Guðmundsson, 7.6.2013 kl. 12:54
Óskar - held að þú ættir t.d að kynna þér sp / kef - málið - nefni tvennt - annarsvegar að sp-kef og byr voru í rekstri undir verndarvæng Steingríms á þess að uppfylla lög um fjármálafyrirtæki - og hinsvegar bankasýslan fór ekki með eignahlutinn í sp-kef og byr eins og stofnuni átti að gera lögum samkvæmt.
Steingrímur sagði að hann myndi axla pólitíska ábyrð á Svavarsamnignum - hann gerði það aldrei.
Veit ekki alveg fyrir hvað það á að þakka honum fyrir - hann ætti kannski sjálfur að þakka fyrir að vera ekki í fangelsi.
Óðinn Þórisson, 7.6.2013 kl. 13:04
Birgir - óskar hefur stekar skoðanir og dansar aðeins á línunni - en hann ber sjálfur ábyrð á því sem hann setur hér inn og verður dæmdur af því af þeim sem lesa ath.semdir hans - sumir eflaust hjartanlega sammála honum - flestir vonandi hjartanlega ósammála honum.
Óðinn Þórisson, 7.6.2013 kl. 13:06
Herbert - ég trúi ekki öðru en hann svari þessum spurningu þínum
Óðinn Þórisson, 7.6.2013 kl. 13:07
Herbert gengur þú ekki á öllum eða hvað ? Ég heiti Óskar Haraldsson og hef aldrei verið að fela það. Kem ég ekki fram undir fullu nafni ?? Ef þú vilt að ég heiti eitthvað annað en Óskar Haraldsson þá verður þú að eiga það vandamál við sjálfan þig.
Já Óðinn þú getur klínt einhverjum smotterísskít á Steingrím eins og einhverju Sparisjóðsmáli sem skiptir bara ekki nokkru máli í stóra samhenginu. Eigum við að nefna spillingarmál sem tengjast sjöllum ? Nei, ef ég ætti að nefna svona 10% af þeim þá tæki það mig alla helgina en hér eru svosem nokkur-Sjóvá Milestone, Icesave (sjallar áttu jú bankann sem skellti þessum óþverra á þjóðina), fasteignir á Keflavíkurflugvelli, Hraðbraut, kúlulán Þorgerðar, kúlulán Tryggva Þórs ---svona er ég bara rétt að byrja, þessi flokkur veður í spillingu og viðbjóði sem hefur kostað þjóðina morðfjár. Verst að þú sérð það ekki frekar en margt annað ágætisfólk, jafnvel vel gefið sem er furðulegt!
Óskar, 7.6.2013 kl. 14:13
Óskar - ég er ekki að klína einu eða neinu á Steingrím er einfaldlega að benda á staðreyndir.
Bankarnir voru á ábyrð stjórnenda og eigenda þeirra - icesave - var heimatilbúið hjá Landsbankanum - en það sem menn gagnrýna er vinnubrögð fyrrv. ríkisstjórnar Svavarsamngurinn.
3.júní 2009 sagði Steingrímur J. á alþingi að aeðins könnunarviðræður væru í gang svo var skrifað unir Svavarsamnginn 5.júní - við vitum báðir hvað þetta kallast.
Svo ég noti þín orð verst að þú sjáir ekki hvað fyrrv. ríkisstjórn skemmdi hér mikið á þessum 4 árum og bjóð hér til kreppu byggða á skatta og atvinnustoppstefnu.
Óðinn Þórisson, 7.6.2013 kl. 14:34
Afhverju þykir Eyglós svona vænt um fyrirtækið Lýsingu? Er það bara gömul framskóknarmennska sem þar ræður för?
Guðmundur Pétursson, 7.6.2013 kl. 21:02
Maður verður ekki að vera sjálfstæðismaður til að ráðast á Steingrím mikla, Óskar, fyrir öll níðingsverk hans og Jóhönnu í þeirra ömurlega samspili ægivalds. Fólk sem kaus hann ræðst á hann og yfirgaf hann.
Hinsvegar styð ég þig í þessu með nafnið. Skil ekki þessa eilífðarkröfu sumra um að skrifa í bloggi undir fullu nafni. Sem þú þó gerir en ég læt ekki skipa mér að gera af einum eða neinum.
Elle_, 7.6.2013 kl. 23:26
Og mér finnst það ómálefnalegt að vera að lemja á fólki fyrir svokallað nafnleysi.
Elle_, 7.6.2013 kl. 23:51
Ég skrifa undir nafni, en að vísu kolröngu nafni...
Guðmundur Pétursson, 8.6.2013 kl. 00:18
Nákvæmlega. En fyrir suma skiptir það víst mestu. FULLT NAFN skal það vera, logið eða ekki.
Jón Jónsson.
Elle_, 8.6.2013 kl. 00:26
Elle - SJS stóð sig enfaldlega illa sem ráðherra - það er mín skoðun og hef rökstutt það EN ef Óskar telur hann svona frábæran þá er það hans mál.
Það verður hver og einn að ákveða hvort hann skrifi undir réttu nafni eða er með mynd af sér.
Hér hafa allir skráðir notendur á mbl.blogg leyfi til að skrifa ath.semdir.
Óðinn Þórisson, 8.6.2013 kl. 12:51
Óðinn, þú varst ekki að fara fram á að fólk skrifaði undir fullu nafni. Og ég beindi gagnrýni minni að öðrum um þetta leiðindafyrirbæri að fara fram á að fólk skrifi í blogg undir fullu nafni þegar hluti af nafni ætti að vera alveg nóg. Þeir bloggarar sem fara fram á það geta bara átt sig.
Elle_, 8.6.2013 kl. 14:19
Elle - það sem á endanum skiptir öllu máli er hvað fólk hefur fram að færa - að vera málefnlegur.
Óðinn Þórisson, 8.6.2013 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.