Sjálfstæðisflokkurinn kom einn flokka hreinn út úr Landsdómsmálinu.

SjálfstæðisflokkurinnÞað er mín skoðun að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið eini stjórnmálaflokkurinn sem hafi komið hreint út úr Landsdómsmálinu.

Sjálfstæðisflokkurinn myndi aldrei standa fyrir landsdómi yfir SJS eða JS - þannig stjórnmálflokkur er flokkurinn einfaldlega ekki.

Það eru forréttindi að geta sagt það að ég hafi alltaf stutt þennan flokk allra stétta.


mbl.is „Kemur mér ekkert á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Hvernig í ósköpunum færðu það út Óðinn að sjálfstæðisflokkurinn hafi einn flokka komið hreint útúr málinu þegar eini maðurinn sem dæmdur var, var einmitt sjálfstæðismaður?

Geir var ekki sá eini sem átti að fara fyrir þennan dóm, ábyrgð dýralæknisins sem var algjörlega vanhæfur fjármálaráðherra flokksins er ekki minni.  Sennilega hefur aldrei jafn vanhæfur einstaklingur gegnt ráðherraembætti á Íslandi.  Svo hefði Björgvin samfylkingarmaður líka alveg mátt vera þarna, hann steinsvaf á vaktinni.

Óskar, 30.6.2013 kl. 19:46

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - allir þingmenn x-d sögðu NEI við að ákæra alla ráðherra - duttu ekki í þann hrikalega pitt að svara fyrir Geir með víð að senda ISG með honum.

Eflaust eitthvað sem SF átti alls ekki von á.

Ég skildi mjög vel sósíalistana í vg og búsáhaldafólkið að vilja pólitísk réttarhöld.

Munurinn á ISG og BGS er að ISG sýndi það í verki og stóð allan tíman með Geir hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerði fyrir hana og þakkaði fyrir sig það gerði BGS aldrei.

Óðinn Þórisson, 30.6.2013 kl. 20:48

3 Smámynd: Guðleifur R Kristinsson

það er ekkert að landsdómi og það var ekki landsdómur sem ákvað að sækja Geir Haarde einan til saka .......það voru alþingismenn og konur sem kusu fyrst hvern skyldi senda í landsdóm og dæma þar.

landsdómur sem dómsvald réð því ekki hver skyldi settur fyrir dóminn.

og nú eru alþingismenn hræddir við landsdóm af því að þegar búið er að senda einhvern fyrir landsdóm geta þeir sjálfir ekkert stjórnað landsdómi sjálfir ....eða svo lýtur þetta út fyrir mér..

mikið réttlæti

Guðleifur R Kristinsson, 1.7.2013 kl. 03:15

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðleifur - held að fyrsta fólkið til að segja JÁ núna við að Landsdómur verði lagður niður eru Jóhanna og Steingrímur.
Rétt það voru 33 alþingsmenn sem efndu til þessara pólitísku réttarhalda yfir pólitískum andstæingi.

Réttlæti vinstri - mann gegnur ekki að þeirra mati yfir þá sjáfla - ömurlegt.

Óðinn Þórisson, 1.7.2013 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 888619

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband