Hr. Ólafur Ragnar tekur ekki galna ákvörðun

Nú veit ég ekki með ip - tölvur og fjölda undirskirfta.

Það væri algjörlega galin ákvörðun hjá Hr. Ólafi Ragnari að synja að skrifa undir þessi lög, skýr meirihluti er fyrir þessu og ekki um neina grundvallarbreytingu að ræða.

Stanslausum árásum fyrrv. ríkistjórnar á sjávarútveginnn verður ekki haldið áfram - það er ekki ætlun núverandi stjórnar að slátra atvinnugreininni.

Ólafur  verður líka aðeins að skoða hverjir stóðu með honum og endurnýjuðu hans umboð.


mbl.is Svartsýnn á synjun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Á ÓRG að skoða hverjir stóðu með honum og endurnýjuðu hans umboð?? Vonandi eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem aðhyllast þennan málflutning...

Jón Kristján Þorvarðarson, 5.7.2013 kl. 14:47

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - eins og fyrrv. ríkisstjórn var búin að ganga frá málinu hefði ekki verið hægt að innheimta veiðigjald - þeirra klúður sem núverandi ríkisstjórn er að reyna að bjarga

Óðinn Þórisson, 5.7.2013 kl. 15:05

3 Smámynd: Einar Ben

Nú.... .....var ekki skoðanakönnun nýlega þar sem yfir 70% ÞJÓÐARINNAR studdi óbreytt veiðigjald.... þ.e. eins og fyrri ríkisstjórn setti það upp.....

....eða það hentar kannski ekki núna að tala um skoðanakannanir....

http://visir.is/70-prosent-vilja-obreytt-veidigjold/article/2013706289923

Einar Ben, 5.7.2013 kl. 15:21

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nú veit ég ekki með ip - tölvur og fjölda undirskirfta.

Það veit ég hinsvegar talsvert um.

Tölfræðirannsóknir á rafrænum undirskriftasöfnunum hafa sýnt að 1,5 til 1,8 undirskriftir pr. IP-tölu er frekar venjulegt þegar fjöldi undirskrifta hefur náð marktæku þýði. Jafnframt hafa samkeyrslur við þjóðskrá og stikkprufur með úthringingum sem gerðar hafa verið á fyrri undirskriftasöfnunum sýnt fram á að hlutfall falskra undirskrifta er jafnan vel innan tölfræðilegra skekkjumarka, og 99% þeirra falla út þegar samkeyrt er við þjóðskrá til að finna nöfn sem stemma ekki við kennitölur. Þannig er útkoman tölfræðilega marktæk.

Ef reynt væri að gera tölvuárás á slíka síðu til að skekkja upplýsingasöfnunina myndu koma fram augljós frávik, ef um væri að ræða tölfræðilega marktæka breytingu af völdum  árásarinnar. Ástæða þess að fáir vilja gera slíkar árásir er að þær eru brot á fjarskiptalögum og við þeim liggja strangar refsingar, jafnvel fangelsivist ef út í það er farið. Jafnframt er auðkennisfölsun líka afbrot, sem menn fremja gefi þeir upp falskt nafn og/eða kennitölu. Vitað er um afar fá tilvik þar sem raunverulega hefur um slíkt að ræða af illvilja, og þegar þau hafa komið upp hefur upplýsingum um það jafnan verið komið á framfæri við lögreglu af aðstandendum viðkomandi undirskriftasafnana, eins og vera ber.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2013 kl. 15:37

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tek það fram að ég tengist ekki undirskriftasöfnun um veiðigjald, en hef verið viðriðinn aðrar undirskriftasafnanir.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.7.2013 kl. 15:38

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Einar Ben - það fór fram uppgjör 27 apríl - þessi ríkisstjórn er að vinna samkv. því.

Óðinn Þórisson, 5.7.2013 kl. 16:28

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - takk fyrir þetta.

Þessi umræða um ip - tölvur á fjölda undirskrifta kemur alltaf upp og mikilvægt að gegnsæi sé mikið - hef ekki skoað hvort mitt nafn hafi verið skráð þarna inn - hef enga ástæðu til að halda að svo hafi verið gert.

Vilja menn hafa veiðigjald næsta árið ? ég segi JÁ og því á ÓRG að skrifa undir.

Óðinn Þórisson, 5.7.2013 kl. 16:34

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Ég er ekki sammála þér um að Ólafur Ragnar Grímsson eigi að muna, að borga einhverjum stuðningsmönnum, í svona ákvörðunum. Honum ber skylda til að skrifa undir eða hafna, sem þjóðkjörinn forseti allrar þjóðarinnar, óháð einhverjum pólitískum stuðnings-þrýstingi.

Þannig virkar raunverulegt og ábyrgt lýðræði.

Lýðræði er vandmeðfarið vald. Þess vegna er mikilvægt að misnota það ekki. Þetta fiskveiði-rugl er það flókið, að ég treysti best reyndum, og um fram allt hreinskilnum og heiðarlegum sjómönnum, til að meta þetta mál, og útfæra spurningu til almennings.

Vönduð og heiðarleg vinnubrögð, eru grunnur að trausti og trúverðugleika. Traust og trúverðugleiki verður ekki sett í Stjórnarskrá, heldur kemur það með vönduðum vinnubrögðum hvers og eins.

Ég heyrði eina vandaða og skynsama þingkonu segja, að hún skildi hreinlega ekki allt þetta flókna kerfi. Það var Elín Hirst, sem var svo heiðarleg að viðurkenna þetta.

Þess vegna finnst mér afar hæpið, að allir þeir sem skrifuðu undir þessa áskorun, viti nákvæmlega hvernig er í pottinn búið. Það er alvarlegt, ef svo er.

Öllum ber að greiða réttlátt og viðráðanlegt gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum, eins og fiskurinn í sjónum er. Um það eru víst allir sammála. 

Gangrýni og aðhald verður að byggjast á staðreyndum, og með réttlátum raunhæfum rökum. Heildarmyndin verður að vera grunnur  að umræðunni.

Ég er hvorki með eða á móti þessari áskorun, því nákvæma og heiðarlega útfærða heildarmyndina vantar, svo hægt sé að taka afstöðu.

Frjálsar strandveiðar og aukin aflaheimild upp að einhverju eðlilegu marki, er að mínu mati nauðsynleg. Mótrökin gegn því hafa aldrei verið eðlileg né réttlætanleg.

Og eignarkvóti einstaklinga á sjálf-ala afurð úr sjónum á ekki rétt á sér, að mínu mati. Það þarf alla vega að útskýra það mjög vel, ef á að sannfæra mig um, að slíkt fyrirkomulag sé réttlætanlegt.

Þetta eru bara mínar skoðanir um þetta umdeilda mál. Kannski breytast þær skoðanir með aukinni fræðslu.

RÚV hefur því miður engan veginn staðið sig í ó-háðri skyldu-fræðslu! Það er lögbrot, sem látið er viðgangast! Hvers vegna?

Má brjóta lög? Til hvers eru lög og réttur?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.7.2013 kl. 17:08

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - held að menn séu að gera of mikið úr síðustu setningunni í færslunni hjá mér - það er í raun fullkomið aukaatriði.

Það sem skiptir máli er þetta, fyrri ríkisstórn gekk þannig frá veiðgjaldinu að það hefði ekki verið hægt að innheimta það og einng að gjaldið var brjálæðislega hátt og hvar var tilgangurin - var hann að gagna frá sjávarútveginum og þá hversvegna ?

Rúv hefur engan þátt gerum um þessi mál, veiðigjaldið eða breytingu á stjórn fiskveiða til að upplýsa þjóðina um þetta - hversvegna er það ?

Það verður ekki hægt að saka rúv um að gagnrýna fyrrv. ríkistjórn mikið en nú þegar ný ríkisstjórn sem virðist ekki vera á þeirra línu er keyrt á hans taktíst.

Nei það má ekki brjóta lög á íslandi en bæði Svandís og Jóhanna komust upp með það sem ráðherrar í fyrrv. ríkisstjórn - JÁ ömurlegt.

Óðinn Þórisson, 5.7.2013 kl. 17:39

10 Smámynd: Sólbjörg

Það er nánast útilokað að Ólafur gangi erinda þessara undirskriftasöfnununar gegn lækkun veiðigjalds.

Hér er ekki um að ræða málefni sem varðar óréttmæta kröfur og árásir erlends ríkis á Ísland eins og

tilraun breta og hollendinga var. Það var valdakúgun á smáríki sem gat leitt til þjóðargjaldþrots.

Við höfum Alþingi til að leiða til lykta veiðigjaldsmálið sem og önnur málefni, ef undirskriftasafnanir eiga að taka við og verða ofar ákvörðunum þingsins þá getum við lagt Alþingi niður í núverandi mynd.

Því mun Ólafur aldrei beita neitunarvaldi sínu í veiðigjaldsmálinu- minnugur fjölmiðlalaganna.

Sólbjörg, 5.7.2013 kl. 17:44

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sólbjörg - hárrétt greyning hjá þér. Við búum í fulltrúalýðræði - þjóðin kýs sér fulltrúa til að sitja á þingi á 4 ára fresti.

Það yrði mikið óheillaspor ef ÓRG myndi synja undirskrift að lækka veiðigjald - það myndi vissulega verða þá að spyrja tilhvers erum við með þjóðþing ?

Ég treysti ÓRG til að taka rétta ákvörðun í þessu máli - þetta er ekki árás á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar eins og Svavarsmagurinn var.

Óðinn Þórisson, 5.7.2013 kl. 19:49

12 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þjóðin veitti Sigmundi Davíð og Bjarna umboð til að stýra þjóðarskútunni í lýðræðislegum kosningum. Afstaða þeirra kumpána til aukins veiðigjalds á útgerðina var aldrei neitt launungarmál. Okkur andstæðingum þessara sjónarmiða ber því einfaldlega að virða ákvarðanir nýkjörinnar stjórnar og sætta okkur við niðurstöðuna.

Konungurinn er dauður - Lengi lifi konungurinn.

Jónatan Karlsson, 6.7.2013 kl. 16:51

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Í fyrsta lagi er ekki hægt að túlka úrsliot þingkosninga sem stuðning við tiltekin mál. Þar er kosið um pakka. Það gefur því stjórnvöldum ekki siðferðilegan rétt til að fara jafn gróflega gegn almannahagsmunum og í þessu máli gegn vilja 70% þjóðarinnar þó flokkar sem sögðust vilja gera það hafi saman náð meirihluta í þingkosningum.

Í öðru lagi þá er lítið mál að setja lög um þær heimildir sem þarf til að framfylgja núverandi lögum um veiðigjald. Það þarf því ekki ný lög til að gera það.

Í þriðja lagi þá er lagngur vegur frá því að það gjald sem er í núgildandi lögum sé of mikið fyrir útgerðina. Þetta er hóflegt gjald og útgerðin getur borið mun hærra gjald án þess að það gangi af sjávarútvegnum dauðum. Það er því engin þörf á að breyta núgildandi lögum til að forðast eitthvað slíkt.

Í fjórða lagi þá á Ólafur að starfa fyrir alla þjóðina en ekki bara þá sem studdu hann. Hann á að taka almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni kvótakónga.

Núna hefur Ólafur tækifæri til að sýna hvort hann er alvöru forseti eða strengjabrúða auðmanna.

Sigurður M Grétarsson, 6.7.2013 kl. 17:12

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónatan - þjóðin gaf Rauðu Ríkisstjórninni og þeirra hugmyndafræði Rauða Spjaldið.
Ef þetta mál fer í þjóðaratkvæði þá verður að spyja sig hver er tilgangurinn að vera með þjóðþing.
Það var skýr afstaða beggja fyrrv. stjórnaranstöðuflokka x-d og x-b að þetta væri brjálæðislega hátt gjald sem vinstri - stjórnin var að leggja á sjávarútveginn.

Óðinn Þórisson, 6.7.2013 kl. 19:41

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - 27.apríl snérist um hugmyndafræði - að skattapína fólk og fyrirtæki áfram eða gefa fólki og fyrirtækjum möguleika á að bjarga sér sjálft.
Forræðis&miðsýringarstefnu vinstri - stjórnarinnar var hafnað.
Ef ÓRG ákveður að synja þessum lögum verður hann annarsvegar að gera sér greyn fyrir því að ef þjóðin kýs rang þá verða engin veiðigjöld næsta árið og hinsvegar mætti líta á þetta sem stríðsyfirlýsingu forsetans við þingræðið.

Óðinn Þórisson, 6.7.2013 kl. 19:45

16 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Það er þvæla að það verði engin veiðigjöld á næsta ári ef þessar gjöf til kvótagreifanna verður hafnað. Það þarf aðeins aðg era smávægliega breytingu á heimildum veiðigjaldanefndar til að fá upplýsingar til að innheimta samkvæmt núverandi veiðigjaldafrumvarpi og það er hægt að gera bæði með því að kalla þing saman aftur í nokkra daga eða með bráðabyrðalögum.

Í þingkosningum eru flokkar kosnir en það er ekki kosið um einstök málefni. Í seinustu þingkosningum fluttust ákveðin atkvæði til flokks sem lofaði fólki stórum upphæðum frá vondum hrægammasjóðum en þetta tiltekna málefni fékk varla nema nokkur hundru kjósendur til að kjósa núverandi stjórnarflokka.

Gjald fyrir veiðiheimildir getur ekki á nokkurn hátt talist skattur frekar en gjald fyrir veiðiheimildir í ám eða vötnum. Það að ríkið selji veiðiheimildirnar gerir þær ekki að skatti. Gjaldið sem seinasta rikisstjórn setti á sjávarútvegin er hóflegt gjald og með því að lækka það er í raun verið að taka ákvörðun um að útgerðin eigi ekki að greiða veiðigjald nema eitthvað málamyndagjald til að sýnast.

Hlutverk þjóðþings í lýðræðisríki er að stýra landinu samkvæmt vilja þjóðarinnar. Það getur ekki talist lýðræðisríki þar sem stjórnvöld geta komist upp með að ganga gegn vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Það er eitt af hlutverkum forsetans að koma í veg fyrir slíkt. Það væri því mjög andlýðræðisleg aðgerð hjá forsetanum að staðfesta þessi lög.

Hvað meinta skattpínungu seinustu ríkisstjórnar varðar þá tók hún við ríkissjóði með 14% halla eftir hrun sem núverandi stjórnarflfokkar bera sök á. Það var því aldrei valkostur að hækka ekki skatta og spara ekki í ríkisútgjöldum. Þeir skattar sem seinasta ríkisstjórn setti á voru ekki meir en nauðsynlegt var til að taka til í ríkisbúskapnum eftir óráðsíu núverandi stjórnarflokka. Þeir skatta voru fyrst og fremst lagðir á þá sem beru betur stæðir en tekjulægstu heimilunum var hlíft. Þetta getur því ekki á nokkurn hátt talist skattpíning. Það þarf einfaldlega að leggja á skatta til að standa undir útgjöldum ríkissjóðs. Heildarskattlagningin ræðst því af útgjaldahlið ríkisfjármála en skattapólitík snýst einungis um það hvernig þeim byrðum er dreift milli þjóðarinnar. Fráfarandi ríkisstjórn gerði það með mun sanngjarnari hætti en virðist stefna í að núverandi ríkisstjórn ætli að gera enda stefnir allt í það að hún ætli að létta skattbyrði á tekjuhæstu skattgreiðendurna sem leiðir af sér að það þarf að hækka skatta á þá tekjulægri ef ekki er sparað í ríkisrekstri á móti.

Sigurður M Grétarsson, 7.7.2013 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 888608

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband