Að leggja málin hreint&heiðarlega fram

Að gera heint fyrir sínum dyrum og koma hreint fram er/hefur verið og verður alltaf aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins.

Eins og gerist hjá öllum í lífinu þá gera menn mistök og Þorbjörg Helga á heiður skilið fyrir að koma núna fram og er þetta viðtal á sömu heiðarlegu og hreinskilnu nótum og rúv viðtalið við Bjarna Benediktsson fyrir kosningar þar sem hann lagði spilin hreint og heiðarlega á borðið.

Ekki ætla ég að afsaka þeta en það er víst svo að við erum alltaf að læra og þegar fólk viðurkennir sín möstök er það merki um góðan einstakling.


mbl.is Viðtalið við Þorbjörgu dapurlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

En ertu ekki farinn að fatta það, minn ágæti Óðinn, að nú vakna upp spurningar um "hreinleika" og heiðarleika Sjálfstæðismanna? Hvaða Sjálfstæðismaður er boðberi sannleikans að þessu sinni?

Jón Kristján Þorvarðarson, 18.7.2013 kl. 20:39

2 Smámynd: Óskar

Óðinn varst þú sömu skoðunar á sínum tíma ?  Eða varðir þú ekki þá ákvörðun sjálfstæðisflokksins að tjalda nákvæmlega öllu til að halda völdum ? þmt. að dubba uppá geðsjúkling í borgarstjórastólinn ?  Ég minnist ekki eins einasta sjalla á þeim tíma sem viðurkenndi að þetta væru mistök, fyrr en eftir á auðvitað!

Óskar, 18.7.2013 kl. 20:47

3 identicon

Sæll Óðinn; sem jafnan - og aðrir gestir, þínir !

Ég hlýt; að taka undir, með þeim Jóni Kristjáni og nafna mínum Haraldssyni; alfarið, að þessu sinni.

Þessi flokks ómynd þín, minnir á, að hrein og klár afturganga Rauðu Khmeranna austur í Kambódíu hefði átt sér stað; huglægt, Óðinn minn. En; Kambódíumenn eru kænni en svo, að þeir létu það stórslys henda, þar eystra.

Enginn; hvorki þú né nokkur annarra, getur réttlætt tilveru þessa andstyggilega safnaðar, sem kennir sig við sjálfstæði, ágæti drengur.

Og; taka vil ég fram, að ekki er ég að réttlæta tilvist : A - B - S og V listanna heldur svo sem, á nokkurn máta, síðuhafi góður.

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 21:14

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - Þobjörg Helga og Viljámur Þ. Vilhjálmsson eru ekki sami einsaklingurinn og hafa eflaust upplifað þessi meirihlutaskipiti á ólkan hátt - ekkert óeðlilegt við það.
ÞHG kemur hreint fram í þessu viðtali - um það er ekki deilt og á hún hrós skilið fyrir það.

Óðinn Þórisson, 18.7.2013 kl. 22:29

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - á þeim tímapunkti sem þessi meirhlutaskipti áttu sér stað þá var ég mjög fylgjandi þeim enda ekki stuðningar samsuðu vinstri - flokkana með Margréti Sverrisdóttur.

Ólafur F. hafði verið starfandi læknir, var oddviti Frjálslynda flokksins og hans ákvörðun að koma aftur inn og taka sit sæti í borgarstjórn og mynda nýjan meriihluta enda hann ekki áhugamaður um samstarf við vinstri - flokkana.

Það er útilokað að gera allt rétt - þetta fólk er bara mannlegt og gerði mistök

"þmt. að dubba uppá geðsjúkling í borgarstjórastólinn ?"
Held að þú ættir að spara stóru orðin.

Óðinn Þórisson, 18.7.2013 kl. 22:34

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar Helgi - " andstyggilega safnaðar "
Þetta er þín skoðun á Sjálfstæðisflokknum og er þér frjálst að hafa hana en ég er henni fullkomlega ósammála.
Í gegnum tíðina er búið að stofna allskonar flokka, felstir þessir flokkar heyra sögunni til og hafa skipt litlu eða engu máli - smáflokkaBullið náði hámarki núna fyrir alþingskosnigar þar sem fullt af smákónum var að troða sér fram - flestir eflaust bara fyrir sjálfan sig en þó ekki allir.

En þetta viðtal við ÞHV mun klárlega breyta miklu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni.

Það þarf að taka á vinstri - sinnuðu stjórnleysingjum í Besta flokknum EN enginn x-d er ekki enn búinn að finna leið til þess og ef þeir gera það ekki verða þeir í minninluta áfram á næsta kjörtímabili.

Með bestu, Kveðju.

Óðinn Þórisson, 18.7.2013 kl. 22:46

7 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Óðinn !

Eftir stendur; okkar þriggja málafylgja, þrátt fyrir tilraun þína til andófsins, ágæti drengur.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.7.2013 kl. 23:24

8 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Óðinn – Já, það er illt í efni þegar toppskarfar flokksins (fyrrverandi og núverandi) eru komnir í hár saman og sá fyrrverandi sakar þann núverandi (Þorbjörg stefnir jú á oddvitasætið) um að fara með staðlausa stafi. Það skyldi þó ekki vera að þú þyrftir að þurrka af gleraugunum og athuga hvort ekki hafi fallið blettur eða hrukka á “hreinleikavottorð” Sjálfstæðisflokksins, sem að þinni sögn er aðalsmerki flokksins.

 

Vilhjálmur talaði ekki um neinar “upplifanir” á atburðum heldar helberar rangfærslur hjá Þorbjörgu, vel að merkja í fleirtölu. Skeytin sem fljúga eru eitruð. En segðu mér Óðinn, hvort þeirra er borgunarmaður fyrir sínum ummælum?

Jón Kristján Þorvarðarson, 18.7.2013 kl. 23:39

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar Helgi - eftir stendur mannleg mistök.

Þetta er ekki fallegt en nauðsynlegt að ÞHV standi upp EN hversvegna núna ?

Óðinn Þórisson, 19.7.2013 kl. 07:35

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - það er alveg klárt mál að þetta viðtal mun hafa einhvern eftirmála - hvern veit ég ekki og vissulega stendur borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins eftir veikari en mun styrkjast þegar fram í sækir - er þetta hluti af uppgjöri milli GMB og ÞHV ?

Hún telur að hann hafi farið í fílu út í sig eftir að hún ákvað að stefna á 2 sætið fyrir prófkjöð síðast.

Þannig að það komi fram þarf ég ekki að þurrka nein gleraugu - þetta er eins og það er.

Annaðhvort styrkir þetta mjög stöðu ÞHV eða hún mun hætta.

Óðinn Þórisson, 19.7.2013 kl. 07:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband