Leggja niður Rúv ?

" veltir því fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að halda úti sérstökum ríkisfjölmiðli"
Brynjar Níelsson


Það er miklvægt að sú alvöru umræða fari fram hvort eigi að leggja Rúv niður enda má spyrja sig hvort Rúv gegni einhverju öryggishlutverki lengur - svari hver fyrir sig.

Það verður ekki hægt að saka mig um að vera stuðnngsmanns sérstaks ríkisfjölmiðils.
mbl.is Vill umræðu um rekstur RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Framlög til RÚV eru að mig minnir 3,25 ma.... þó að nefskatturinn (útvarpsgjald) skili um milljarði til viðbótar, en það er "náttúrulega" bara fyrir hýtina (ríkiskassann).

Síðan kemur hvergi fram á fjárlögum hversu miklar tekjur RÚV hefur (auglýsingar, fjármögnun útsendinga osfrv) til frádráttar eins og er gert með aðrar ríkisstofnanir.

Það er ekki endilega þörf á að leggja RÚV niður en annað að rekstri í núverandi mynd verði hætt og fréttastofur útvarps og sjónvarps (Rás1, Rás2, Fréttastofa Sjónvarps og Kastljós) sameinaðar í eina.

Óskar Guðmundsson, 19.7.2013 kl. 11:36

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar G - var ekki verið að sameina alla fréttamiðla innan 365 - sýnist það hafa gengið vel.
Það er fáránlegt að skilda fólk til að borga fyrir rúv þegar aðrir þurfa að vinna fyrir því að fólk borgi fyrir áskrift sem um leið eykur kröfunar um gæði dagsrkár.
Þarna einhfaldega sitja menn ekki við sama borð - það er ekki boðlegt 2013.

Ef það treystir sér einhver til að reka rúv án skylduáskriftar þá er það gott mál annars loka sjoppunni.

Óðinn Þórisson, 19.7.2013 kl. 12:05

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Væri ekki fínt að fá Ingva Hrafn til að reka heila klabbið ?

Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2013 kl. 13:05

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Ríkasta kvótagreifynjan heldur uppi áróðurspésanum og sægreifamálganinu, Morgunblaðinu sem missti 1/2 áskrifenda eftir að hrunmeistarinn tók við. Áróðurspésa sem sumir líkbláustu Sjálfstæðismenn leyfa sér jafnvel að kalla fjölmiðil kinnroðalaust. Enda blóðið í þeim flestum hætt að renna til höfuðsins.

Og þið kallið RUV spillt.

hilmar jónsson, 19.7.2013 kl. 13:25

5 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Ég hygg að það sé farsæalst að láta þjóðina kjósa. Sjálfstæðismenn halda um stjórntaumana og menntamálaráðherra er sjálfstæðismaður svo að það eru fá ljón í veginum að þjóðaratkvæðagreiðslu. Hefur sjálfstæðisflokkurinn nokkurs að óttast í þeim efnum?

Jón Kristján Þorvarðarson, 19.7.2013 kl. 14:21

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Ingi - IHJ hefur staðið sig vel með INN - margir góður fræsðuþættir&stjórnmálaþættir sem of langt mál væri að telja hér upp en skal þó gera eina undantekningu - Á Móti umsóknarmenn Katrín Júl. og Katírn Jak.

Óðinn Þórisson, 19.7.2013 kl. 14:26

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hilmar - ef það er einhver hrunkóngur&dróttning eru það SJS og JS eftir " hamfarinr " eins og Össur líkti fylgihruni Samfylkngarinnar við - fyrrv. stjórnarflokkar töpuðu um 28 % og 18 þingsætum - takk JS og SJS.
Ég geri ráði fyrir því að þú kaupir Moggann eins og ég og lesir staksteina á hverjum degi og leiðarann um helgar - þá eigum við eitthvað sameiginglegt

Óðinn Þórisson, 19.7.2013 kl. 14:37

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - spurning hvort Rúv sé hentugt í þjóðaratkvæðagreislu ?

Nú er komin ný stjórn í Rúv - Piratar reyndu að koma láru hönnu að sem er starfandi hjá 365 - mjög svo vafasamt - hvort það sé rétt að hún sanni hæfni sína skal ég ekkert segja um.
Hún hefur verið mikil áróðurbloggari fyrir skoðanir sem ég er ekki hlynntur.

Óðinn Þórisson, 19.7.2013 kl. 14:43

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Eins og ÁED sagði þá er allt undir.

Óðinn Þórisson, 19.7.2013 kl. 17:08

10 identicon

Mér þætti tilveran frekar döpur ef ég hefði ekki Rás 1.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.7.2013 kl. 17:44

11 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Óðinn - Ég hygg að fá mál falli betur undir þóðfund en einmitt tilveruréttur RUV. RUV er svo rótgróin stofnun í íslensku samfélagi og svo samofin íslenskri menningu að þjóðin mun aldrei sætta sig gerræðisákvarðanir nokkurra misvitra pólitíkusa sem snúast fyrst og fremst um að skrúfa fyrir RUV. Þjóðin á vitaskuld að hafa síðasta orðið. Ég trúi ekki að Sjálfstæðismenn óttist dóm þjóðarinnar, eða hvað?

Jón Kristján Þorvarðarson, 19.7.2013 kl. 18:36

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

H.T Bjarnason - örugglega eflaust ekki alslæm dagskrá

Óðinn Þórisson, 19.7.2013 kl. 20:12

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - " gerræðisákvarðanir nokkurra misvitra pólitíkusa "
Ef það er kalt mat nýrrar stjórnar rúv að gera róttækar breytingar á rekstarformi rúv þá hefur það ekkert með mennigu&listaKjaftæði að gera og fullkomlega óðliegt að breytt rekstarform fari í þjóðaratkvæðagrelsu.

Óðinn Þórisson, 19.7.2013 kl. 20:19

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Svo má benda vinstra - liðinu á að það er til heimur fyrir utan rás 1 sem heitir frjáls fjölmiðlun.

Óðinn Þórisson, 19.7.2013 kl. 20:20

15 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Óðinn - Að ræða breytingar á rekstrarformi RUV er fullkomlega eðlileg umræða. En þú ert ekki málsvari þess, því þú vilt einfaldlega vísa RUV út í ystu myrkur og "loka sjoppunni". Fyrirsögnin þín sem og önnur ummæli staðfesta þá afstöðu kirfilega. Svo að þú ert ekki málsvari neinna annarra breytinga en að leggja RUV niður. Enda hræðist þú mjög að menn geti tjáð skoðanir sínar á RUV "sem þú ert ekki hlyntur".

Menntamálaráðherra þinn sem og samflokksmaður deilir allavega ekki þessari sýn með þér enda víðsýnn maður sem gefur ekki mikið fyrir umræðu sem einkennist af upphrópunum. Hann lýsti því yfir nú nýverið að "RUV sé ein af mikilvægustu stofnunum þjóðarinnar" (7. júlí: Sprengisandur).

Leitt til þess að vita að þú skulir ekki vera sammála þeim ráðherra sem sjálfstæðismenn treystu fyrir RUV.

Jón Kristján Þorvarðarson, 20.7.2013 kl. 00:42

16 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það væri góð byrjun að hætta rúv-skattlagningu á ófjárráða og launalausa unglinga, sem vilja tæplega vita hvað rúv er.

Svo er alveg ólíðandi að láta bolta-leiki fjárglæfra-veðmangaranna vaða yfir ríkisfjölmiðil. Þeir geta keypt sér áskrift, sem eru með ólæknandi boltadellu. Ekki mikil menning né fræðsla í slíku sparki.

Fréttaveita rúv er skyldug til að upplýsa almenning, á sama hátt og aðrar þjóðir, í það minnsta, og án pólitísks áróðurs. Rúv má ekki mismuna framboðum fyrir kosningar, og matreiða bæði spurningar og svör eftir pólitískum hönnunar-pöntunum, eins og gerðist fyrir síðustu kosningar. Ingvi Hrafn sinnti þeirri þjónustu með stakri prýði, hvað sem fólki finnst annars um hann og hans stöð. 

Rás eitt í útvarpinu er oft með fróðlegt og áhugavert efni.

Þetta eru mínar skoðanir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.7.2013 kl. 01:19

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - " Enda hræðist þú mjög að menn geti tjáð skoðanir sínar á RUV "sem þú ert ekki hlyntur".
Ef ég væri hræddur/vildi ég ekki að ákveðnar skoðanir kæmu hér fram myndi ég einfaldlega loka á þá sem hefðu skoðanir sem mér væru mér ekki þóknanlegar eins og einn t.d Samfylkingar - mbl. bloggari hefur gert.
Ég loka ekki á neinn, hér fá allir sem eru skráðir notendur á mbl.blogg að tjá sig - engar ath.semdir eru teknar út.
Þannig þessi staðhæfing þín stenddst enga skoðun.
Ég styð frjálsa fjömiðla, eins og t.d 365 og INN.
Ég er ekki alltaf sammála sjálfstæðisflokknum í öllum málum en  í þessu máli er ég einfaldlega ósammála IG.
EN þó mjög ánægður að breytti því hvernig valið er í stjórn Rúv.
Það er bara gott&hollt að fólk í sama flokki hafi óliklar skoðanir - þetta er ekki sértrúaröfnuður eins Samfylkingin virðist vera.

Óðinn Þórisson, 20.7.2013 kl. 11:47

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna Sigríður - ég er einfalldega á móti því að fólki sé skilt að borga þetta ÁskrittarGjald til Rúv -ég  er mikið baráttumál að því verði hætt sem allra fyrst.
Þeir sem vilja horfa á íslenska&enska fótboltann borga áskrift af því sem er fullkomlega eðilegt ( má deila um verð ) . Til þess að 365 fái áskrifsendur þurfa þeir setja metnað í dagskrá sem fólk hefur áhuga á að horfa á en ekki lista&menningaþætti sem enginn hefur áhuga á EN fólk er krafið um að borga fyrir af ríkinu - fulkomlega fáránlegt.

Ef fólk vill hluta á rás 1 getur það borgað fyrir það en ekki skykda mig til að borga af gömulu  gufunni.

Óðinn Þórisson, 20.7.2013 kl. 11:58

19 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Óðinn - Ég hygg að það liggi nokkuð bert fyrir að þér er í nöp við að fólk geti tjáð sig um skoðanir sem þú ert ekki hlyntur á RUV. Við erum ekki að fjalla um frjáls skoðanaskipti á þessari síðu, allavega ekki ég!

Ef þú ert sæmilega upplýstur um málefni RUV þá ættir þú að vita að það hafa engar breytingar verið gerðar á vali í stjórn RUV! Sem fyrr er stjórnin kosin af Alþingi. Núverandi stjórn RUV var valin með nákvæmlega sama hætti og sú gamla. Semsé engar breytingar hafa verið gerðar á valinu í stjórn RUV.

Það er merkilegt að þú skulir halda því blákalt fram að enginn hafi áhuga á menningu og listum. Hefur þú t.d. ekki haft einhverja ánægju af því að fylgjast með listamönnunum á Húna sem hafa unnið stórmerkilegt starf um land allt með fjársöfnun? RUV hefur gert þessu framtaki mjög góð skil og á heiður skilið. Menning snýst um talsvert miklu meira en áskriftarstöðvar að fótboltaleikjum...sem betur fer. Áfram RUV og áfram Illugi Gunnarsson!

Jón Kristján Þorvarðarson, 20.7.2013 kl. 16:11

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - " þér er í nöp við að fólk geti tjáð sig um skoðanir sem þú ert ekki hlyntur á RUV "

Ekki ætla ég að reyna að breyta þessarii skoðun sem þú hefur en er henni fullkokmlega ósammála.

Það er ekki hægt að fjalla um Rúv án þess að ræða um frjáls skoðanaskipti og það var nú bara síðast í vikulokum á Rúv þar sem var verið að ræða um Spegilinn þar sem HH fékk 8 áróðursmínútur gegn ríkisstjórninni - ég er algerlega á móti því að styða slíka dagsrkárgerð.

Kolbrún H. Allaballakona er ekki í stjórn Rúv vegna þessara breytingar.

Það er flott ef menn vilja gera svona þætti - þá eiga þeir að vera gerir á frjálsum markaði og standa undir sér - ég hef ekki áhuga að borga þá.

Óðinn Þórisson, 20.7.2013 kl. 18:24

21 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Byggir RUV tilverurétt sinn á því hvort þú styðjir að HH eða HH (Hannes Hólmsteinn til margra ára og Hallgrímur Helgason) fái að tjá sig á RUV?

Ég ætla rétt að vona að sem allra fæstir séu sammála þeirri röksemdafærslu að dagskrárliðir fjölmiðla þurfi nauðsynlega að standa undir sér. Hvar á vegi erum við þá stödd? Er það virkilega svo að þetta helstu rökin fyrir "frjálsri" fjölmiðlun?

Og hvaða breytingar á stjórn RUV ertu að tala um elsku karlinn? Ertu ekki enn farinn að átta þig á því það hefur ekki orðið nein breyting á vali í stjórn RUV? Mér sýnist þú orðinn rökþrota enda stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi þínum. Skák og mát

Jón Kristján Þorvarðarson, 20.7.2013 kl. 22:09

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - þú virðist ekki alveg að vera ná þessu, en allt í lagi skal gera enn eina tilraunina.
Skjár1 og Stöð2 byggja sinn rekstur á áskriftum, til þess að þeir fái fólk til að borga áskriftir þá þarf að vera á dagskrá efni sem fólk hefur áhuga að horfa á.
Fólk sem kaupir áskrift af Morgunblaðinu hefur áhuga að því sem þar er skrifað - gæði blaðamennskunnar.
Skioðum Silgur Egils - það þekkja allir þann halla sem er þar á viðmælendum - hversvegna á að skilda mig til að borga Agli Helgasyni laun ? fáránlegt.
Það sem skiptir máli er að þessir fjölmiðlar sitja ekki við sama borð og Rúv og ef þú skilur það ekki get ég ekki hjálpað þér.
Þú hefur reynt að snúa málinu á hvolf en mistekist hrapalega.
Punkturinn er þessi ég hef ekki áhuga að borga skilduáskrif af Rúv - ég vil velja hvað ég borga fyrir og hvað ekki.
Skák og Mát - þú greynilega þekkir ekki reglunar í Skák

Óðinn Þórisson, 21.7.2013 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 70
  • Sl. sólarhring: 107
  • Sl. viku: 401
  • Frá upphafi: 871908

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 282
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband