KúVending í stefnu frá vinstri- stjórninni

"Þetta er bara einhver loforðalisti"
Það er mjög sérstak það sem Jóhönnustjórnin gerði að lofa hinu og þessu eftir að kjörtímabilinu væri lokið og byggðist á því að skatta sjálvarútveginn í drasl.

Vinstra - liðið verður að gera sér grein fyrir því að borgarlegu flokkarnir munu ekki halda áfram stefnu vinstri - óstjórnarinninar - það er alveg ljóst.

Það þarf að nálgast hlutina á nýjan hátt t.d eins og hvort það sé rétt að leggja niður Rúv.


mbl.is Fjárfestingaáætlun skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á að leggja RÚV niður í núverandi mynd. Fáránlegt að skylda fólk til að borga fyrir eitthvað sem það horfir kanski aldrei á .

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.7.2013 kl. 20:50

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Rafn - frjálsir fjölmiðlar eins og 365 sitja ekki við sama borð og rúv.
Það má taka strax út rás 2 og íþróttadeild rúv. - myndi spara mikið.

Óðinn Þórisson, 24.7.2013 kl. 21:37

3 Smámynd: rhansen

Sammála Óðinn og fl. jafnvel ..

rhansen, 24.7.2013 kl. 21:59

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er fáránleg fullyrðing að seinasta ríkisstjórn hafi verið að skattleggja sjávarútveginn "í drasl". Það veiðileyfagjald sem seinasta ríkisstjórn setti á var mjög hóflegt gjald fyrir afnot af sjávarauðlindinni og hefði ekki valdið neinum vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum vanda.

En núverandi ríkisstjórn hefur tekið þá ákvörðun að taka hagsmuni kvótagreifa og ríkustu Íslendingana fram yfir hagsmini almennings. Þetta átti að vera öllum ljóst að væri afleiðingin af því að kjósa Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk til valda. En sjálseyðingarhvöt íslenskra kjósenda er með eindæmum eins og fylgistölur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gefa skýrt til kynna.

Sigurður M Grétarsson, 24.7.2013 kl. 22:21

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

rhansen - takk fyrir innlitið

Óðinn Þórisson, 25.7.2013 kl. 11:27

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M. - " you aint seen nothing yet " var skattastefnuna - þau földu aldrei áhuga sinn að að auka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki.
Ef ríkisstjórnin hefði ekki breytt veiðigjaldinu á sumarþingi hefði ekki verið hægt að innheimta það næsta árið - og hafðu í huga þetta er breyting til aðeins 1 árs.
ÓRG tók hárrétta ákvörðun að skirfa undir lögin enda var ekki um grundvallarbreytingu að ræða.

Óðinn Þórisson, 25.7.2013 kl. 11:30

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Það er hauga helvítis lygi að ekki hefði verið hægt að innheimta veiðigjald í ár ef veiðigjaldafrumvarpinu hefði ekki verið breytt. Það þrufti bara að skerpa á ákveðnum heimildum veiðigjaldanefndar til að fá upplýsingar. Það var smámál og stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu fram frumvarp um slíkt.

Það er einni ásökun út í hött að fyrri ríkisstjórn hafi haft sérstakan áhuga á að auka skatta og álögur á fólk og fyrirtæki. Hún stóð hins vegar frammi fyrir 216 milljarða eða um 14% halla á ríkissjóði eftir skipbrot stjórnarstefnu núverandi ríkisstjórnarflokka og hafði því engan annan valkost. Það er alveg sama hver hefði tekið við hjá þessu var ekki komist. Það er ekki endalaust hægt að reka ríkissjóð með 14% halla.

Fyrri ríkisstjórn fór þó þá leið að hlífa þeim tekjulægstu við þessum hækkunum eins og kostur var. Miðað við fyrri og núverandi áherslur núverandi stjórnaflokka þá hefði ríkisstjórn þeirra ekki gert slíkt með hræðilegum afleiðingum fyrir tekjulægsta fólkið í landinu.

Talandi um "uou aint seen nothing yet" þá á almenningur eftir að komast að því næstu fjögur árin hvað við kusum yfir okkur í seinutu koningum. Þá munu þeir sem kusu núverandi ríkisstjórnaflokka velta fyrir sér hvaða sjálfsyðingarhvöt fékk þá til að kjósa þá aftur til vadla.

Sigurður M Grétarsson, 25.7.2013 kl. 13:24

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - við skulum spara stóru orðin en það sem kom fram hjá ráðherra var að þettta var sú staða sem blasti við og þurfti að bjarga.

Fyrrv. ríkisstjórn var spurð að því aftur og aftur hvort hún hyggðist einhvertíma hugsanlega ætla að lækka skatta - það kom aldrei JÁ.

Ég var ekki sáttur frekar en margir hvernig fyrrv. ríkisstjórn fór með LSH og hverskonar jafnarstefna er það að hækka laun eins mann um 500 þús á mán - ef það voru til þessir aukapeningar hversvegna voru þeir ekki frekar notaðir til að endurnýja tæki á spítalinum ?

Það er stefna ríkisstjórnarinnar að fólk verði farið að finna áþreyfanlegan jákvæðan mun einu ári eftir að hún tók við.

Fyrrv. stjórnarfllokkar töpuðu 28 % samnlagt 27 apríl - varla var það merki um ánægju fólksins í landinu með vinstri - stjórnina - fólk vill fá aftur tækiffæri til að bjarga sér sjált.

Óðinn Þórisson, 25.7.2013 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 184
  • Sl. sólarhring: 190
  • Sl. viku: 268
  • Frá upphafi: 870221

Annað

  • Innlit í dag: 132
  • Innlit sl. viku: 199
  • Gestir í dag: 127
  • IP-tölur í dag: 126

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband