136 ár

B.Manning gæti átt yfir höfði sér 136 ára fangelsi - hvort það sé sanngjart skal ég ekkert segja til um en vonandi verður dómurinn yfir honum  sanngjarn miðað við brotin.


mbl.is Sakfelldur fyrir 20 af 22 ákærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað væri sanngjarnt fyrir brot af þessu tagi Óðinn?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 17:41

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Bjarni - þetta er spurnig  um að setja alvöru fordæmi.

Óðinn Þórisson, 30.7.2013 kl. 18:24

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hann er og verur hétja.

Sigurður Haraldsson, 30.7.2013 kl. 18:50

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - lögreglu&slökkviliðsmenn í NYC 11.09.2001 verða alltaf í huga fólks hetjur.

B.Manning fellur ekki undir þann hóp.

Óðinn Þórisson, 30.7.2013 kl. 19:16

5 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Hvaða refsingu væri sanngjarnt að beita hinum raunverulegu óvinum Bandaríkjamanna - þ.e. bandarískum stjórnvöldum?

Austmann,félagasamtök, 30.7.2013 kl. 19:37

6 identicon

"All that is necessary for the triumph of evil is that good men do nothing." - Edmund Burke

Held þú ættir að prófa renna yfir það í huganum Óðinn hvurslags menn það eru í gegnum mannkynssöguna sem taldar eru hetjur í dag, menn eins og Manning eða menn eins og þeir sem bera ábyrgð á verkum eins og þeim sem hann kom heiminum í vitneskju um

Hvaða fordæmi er það sem þú vilt setja?

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 30.7.2013 kl. 19:54

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Austmann félagasamntök - hef aldrei og verð aldrei stuðningsmaður B.Obama.

Óðinn Þórisson, 30.7.2013 kl. 20:09

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Bjarni - ég skilgreyndi í ath.semd nr.4 hvaða fólk ég teldi að væru hetjur - það fólk mun aldrei gleymast.
GWB bar Bandarísku þjóðina á herðum sér eftir 9.11.2001 - hann varð eitthvað sem hann ætlaði ekki að verða stríðsforseti - hann mundi eflaust ekki telja sjálfan sig hetju.

Hann brást einfaldlega trúnaði - fordæmi fyrir að slíkt verður ekki liðið.

 

Óðinn Þórisson, 30.7.2013 kl. 20:16

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða brot framdi hann?

Beinar tilvísanir á lagagreinar og tenglar með væru fullkomin leið til að jarða spurninguna.

Hvaða brot framdi hann?

Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2013 kl. 22:07

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Guðmundur, þjófnaður og njósnir eru glæpir alveg sama í hvaða "búning" menn klæða þetta hvorttveggja.........

Jóhann Elíasson, 30.7.2013 kl. 23:11

11 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Já, já, Bobby Fischer var líka ákærður fyrir fjölda afbrota. Hann hvílir í friði á Íslandi.

Jón Kristján Þorvarðarson, 31.7.2013 kl. 00:16

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Óðinn,hvernig nennirðu að tyggja þessa endalausu öfgahægri rullu þína hér blæbrigða og hvíldarlaust hér á blogginu.

Tekurðu þér ladrei bók í hönd eða ferð út að labba og horfir á lífið eins og það er ?

hilmar jónsson, 31.7.2013 kl. 00:37

13 identicon

Menn eins og Martin Luther, Rosa Parks, Gandhi, Schindler og fleiri eru þá ekki hetjur í þínum augum?

Afskaplega sem þú hlýtur að vera góð manneskja

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 08:23

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur hann verður seint sakaður um að halda trúnaðarupplýsingum leyndum.

Óðinn Þórisson, 31.7.2013 kl. 11:40

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - nákvæmega - góð ath.semd.

Óðinn Þórisson, 31.7.2013 kl. 11:41

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - hann snéri aldrei aftur til síns föðurlands og hann var vissulega jarðsettur hér á landi.

Óðinn Þórisson, 31.7.2013 kl. 11:42

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hilmar - er það að vera ekki stuðningsmaður vg, sf,  Wikileaks, B.Mannig og Snowden merki um hægri öfgaskoðanir ? en ef þú telur að ég hafi einhverjar hægri - öfgaskoðanir er þér frjálst að halda því fram.
Ef það er hægt að saka mum eitthvað þá er það að vera ekki nógu duglegur að tala fyrir þeim skoðunum sem ég styð og gegn þeim sem ég styð ekki.

Fer oft út að labba, hef farið nokkrum sinnum upp á Lágafell undanfarið, varst þú búinn að lesa icesave - samingarinr - aflekuraldarinnar - mynd að JS og SJS - mæli með henni góð lesning.


Óðinn Þórisson, 31.7.2013 kl. 11:50

18 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Bjarni - " Martin Luther, Rosa Parks, Gandhi, Schindler  "
hvar kemur fram að ég telji þetta fólk ekki hetjur - hvergi.

Ekki ætlar þú að fara að setja B.Manning uppljóstrara við hlið Schndler ?

Telur þú ekki fólkið sem vann kraftaverk og gaf líf sitt 09.11.2001 hetjur ?

Óðinn Þórisson, 31.7.2013 kl. 11:53

19 identicon

Þetta fólk braut allt saman lög lands síns til þess að berjast fyrir málstað sem það trúði á.. Manning braut lög lands síns í nákvæmlega sama tilgangi .. Manning er að gefa líf sitt fyrir málsstað sem hann trúir á, hann mun eyða ævi sinni í fangelsi.. Svo langar mig að bjóða þér í smá sögukennslu

Árið 1947 fór hópur bandarískra dómara og saksóknara til borgarinnar Nuremberg í Þýskalandi. Verkefni þeirra var að sækja til saka þýska dómara og lögmenn sem þóttu hafa unnið sér það til sakar að hafa starfað eftir ósanngjörnum þýskum lögum. 10 af þeim 16 sem sóttir voru til saka voru sakfelldir. Var það niðurstaða dómsins að þeir hefðu ekki átt að fylgja lögum ríkis síns heldur hefðu þeir átt að taka afstöðu gegn lögum landsins, settum af stjórnvöldum Þýskalands á þeim tíma, það hefði jú verið það "rétta" í stöðunni. Fengu þeir dóma frá 5 árum til ævilangrar vistar í fangelsi.

Meðal hinna dæmdu voru sumir af virtustu lagaspekingum þýskalands, menn sem unnu eftir þeirri reglu að það væri þeirra verk að framfylgja settum lögum en ekki að semja lögin sjálfir. Eftir því sem á leið varð þeim þó ljóst hvað var að gerast, frekar en að segja upp starfi sínu ákvaðu þeir flestir (mismikið þó), að reyna eftir fremsta megni að takmarka þann skaða sem lög landsins voru að valda saklausu fólki.

Eins og ég sagði ofar þá voru þeir flestir dæmdir sekir um brot gegn mannkyni..

Mér finnst þetta áhugavert í ljósi þeirra mála sem hafa komið upp nýlega, mál Mannings og síðan Edward Snowden - þar eru menn brutu lög og upplýstu heiminn um brot gegn mannkyni - fyrir það hafa þeir verið stimplaðir glæpamenn, þeir brutu jú lög landsins síns með uppljóstrunum sínum og fyrir það eiga þeir að fá að dúsa í fangelsi - helst þar til þeir geispa golunni..

Þú skalt svo hafa það í huga að ÖLL helstu mannréttindasamtök veraldar eru á bandi Manning...

Þú mátt endilega útskýra fyrir mér í fljóti máli hvernig BNA menn geta rökrétt sína afstöðu með hliðjón af því hvernig þeir sjálfir komu fram í t.d. Nuremberg málinu..

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 31.7.2013 kl. 15:58

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jjón Bjjarni - við skulum ekki gera þessu fólki það að likja því við B.Manning.

"Afskaplega sem þú hlýtur að vera góð manneskja"

"Svo langar mig að bjóða þér í smá sögukennslu "

Ég geri mér fulla grein fyrir á hvað ferðalagi þú ert.

Óðinn Þórisson, 31.7.2013 kl. 21:40

21 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Menn eins og B.Mannning og E.Snowden, og margir fleiri andófsmenn, hafa sett mark sitt á alheiminn, sem er annað en flest okkar geta státað af. Brutu þeir bandarísk lög? Líklega. Var það rétt af þeim? Klárlega! Bandarísk stjórnvöld brjóta sín eigin lög og alþjóðasáttmála á hverjum einasta degi í svonefndu "stríði gegn hryðjuverkum", þar sem engin lög gilda og allt virðist leyfilegt. Sem betur fer eru til menn eins og Manning og Snowden sem hafa kjark til að benda á það, færa sönnur á en fá bágt fyrir frá hluta fólks.

A.Sakharov andæfði sovéskum stjórnvöldum, fékk friðarverðlaun Nóbels og Nóbelsverðlaunanefndin kallaði hann "talsmann samvisku mannkyns" fyrir baráttu sína. Hann var sendur í útlegð til Gorki.

Solzhenitsyn ætlaði að birta skrif sín um Gúlagið og var fyrir vikið rekinn frá Sovétrikjunum árið 1974 og sviptur ríkisborgararétti. Hann birti samt skrif sín um Gúlagið og vistina þar. Hann fékk bókmenntaverðlaun Nóbels.

Allir ofangreindir, og aðrir ónefndir, eru dæmi um menn sem standa með sannfæringu sinni, bogna ekki við mótlæti og yfirgang sinna stjórnvalda, og marka spor í söguna sem verða ekki svo auðveldlega afmáð.

Tíminn mun verða besti dómarinn um gjörðir Manning og Snowden. Dómur hans verður klárlega betri en "réttlæti" Bandaríkjastjórnar!

Erlingur Alfreð Jónsson, 31.7.2013 kl. 23:18

22 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Vel mælt, Erlingur.

Austmann,félagasamtök, 31.7.2013 kl. 23:49

23 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Til að fyrirbyggja misskilning er rétt að nefna að Solzhenitsyn fékk Nóbelsverðlaunin áður en hann birti skrif sín um Gúlagið.

Erlingur Alfreð Jónsson, 1.8.2013 kl. 00:54

24 identicon

Á hvaða ferðalagi er ég Óðinn? Má ekki benda á tvískinnung Bandaríkjamanna í þessu máli?

Þeir ætlast til þess að þegnar annarra ríkja brjóti eigin lög ef það er í þágu þeirra utanríkisstefnu hverju sinni, en þegar þeirra eigin þegnar upplýsa um brot þeirra sjálfra á alþjóðlegum lögum, að ég tali nú ekki um morð þeirra á saklausum borgurum þá skal þeim stungið í fangelsi til æviloka.

Eins og Erlingur bendir hér á í mjög góðu innleggi þá verður það sagan sem mun dæma menn eins og Manning og Snowden - og sá dómur verður mun betri en sá dómur sem núverandi stjórnvöld bandaríkjanna munu fá, sem og þeir sem fylgja þeim að máli.

Declared at Nuremberg in 1945:

"Individuals have international duties which transcend the national obligations of obedience. Therefore individual citizens have the duty to violate domestic laws to prevent crimes against peace and humanity from occurring."

Held þú ættir að setjast niður eitt augnablik Óðinn og íhuga það aðeins hvaða afstöðu þú hefur tekið í þessu máli, með hverjum og gegn hverjum

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 1.8.2013 kl. 09:11

25 Smámynd: Óðinn Þórisson

Erlingur - B.Manning og E.Snowden hafa vissulega sett svip sinn á heiminn, hvort það hafi verði jákværtt eða ekki verður hver og einn að dæma um.

" svonefndu "stríði gegn hryðjuverkum",  "

Hryðjuverkin í Bandaríkjunum 09.11.2001 áttu sér aldei stað - öfgatrúarmenn flugu ekki flugvélum á byggingar - það leiðréttist hér með.

Hvaða verðlaun telur þú að B.Manning eigi að fá - Nóbelsverðlaun fyrir að leka trúnaðarupplýsingum. ?

Þú er greynilega einn af þeim sem " elskar " Bandaríkin og verlsar allt í Kosti.

Óðinn Þórisson, 1.8.2013 kl. 16:52

26 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Bjarni - ég reyni ekki að láta fréttastöfu rúv hafa áhrif eða móta mínar skoðanir.

Ert þú að halda því fram að ég geri mér ekki greyn fyrir hverjum ég er að taka afstöðu gegn ?

Óðinn Þórisson, 1.8.2013 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 41
  • Sl. sólarhring: 200
  • Sl. viku: 400
  • Frá upphafi: 872147

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 309
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 32

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband