9.10.2013 | 17:35
Erfið staða fyrir Ríkisstjórnina
Það er ekki annað hægt að segja en verkefnið sé gríðarlega stórt, verkefnið er að endurreisa ísland eftir rúmlega 4 ára vinstri - stjórn.
Bæði forsætisráðherra og fjármálafráðherra segja stöðuna í ríkisfjármálum erfiðari en fyrrv. ríkistjórn hafði sagt þanni að verkefnið er þeim mun erfiðara.
Það vita það allir að þessi ríkistjórn mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að endurreisa heilbrigðiskerfið eftir niðurskurð síðustu ára og þjóðin veit að staða ríkisstjórnarinnar er erfið en hún faldi þessum flokkum þetta erfiða verkefni.
Rætt um 3 milljarða til spítalans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 46
- Frá upphafi: 888615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert nú alveg kostulegur á köflum. "verkefnið er að endurreisa ísland eftir rúmlega 4 ára vinstri - stjórn."
Bíddu við, hverju tók vinstri stjórnin við? Hvar eigum við að byrja? Hér hafði orðið eitt mesta efnahagshrun sem vestrænt ríki hefur orðið fyrir. Hér blasti við 200 milljarða halli á ríkissjóði. Hér var atvinnuleysi í methæðum. Lífskjör þjóðarinnar hrundu. Hver er staðan í dag? Svo góð að Bjarni Ben sagði nýlega að það þyrfti að kæla hagkerfið!!
Ríkisstjornin hefur fornað tugum milljarða af auðsóttum tekjum, veiðileyfagjaldinu, auðleggðarskattinum og gistináttarvaskinum af aðilum sem svo sannarlega máttu alveg við því að borga meira í samneysluna. En nei, það þurfti frekar að svelta spitalann, aldraða og öryrkja! Þannig starfa hægri stjórnir og hafa alltaf gert.
Óskar, 9.10.2013 kl. 18:02
Vinstri stjónrin tók við slæmu búi og gerði illt verra
Sleggjan og Hvellurinn, 9.10.2013 kl. 20:17
Sleggja komdu með rök fyrir þessu- hér eru staðreyndar fyrir þig:
Vinstri stjórnin tók við fjárlagahalla uppá 200 milljarða - skilaði af sér halla uppá um 30 milljarða max
Vinstri stjórnin tók við verðbólgu uppá 18% - skilaði af sér verðbólgu uppá um 4%
Vinstri stjórnin tók við atvinnuleysi uppá 10% - skilaði af sér atvinnuleysi uppá 4%
Þegar vinstri stjórnin tók við logaði landið í óeyrðum og enginn í stjórninni gat leyft sér frídag í marga mánuði. Stjórnin sem nú tók við var í fríi í allt sumar að skottast um heiminn í einkaerindum, engar óeyrðir og allir kátir!
Hvernig getur nokkur maður haldið því fram í alvöru að stjórnin hafi skilað af sér verra búi?
Óskar, 9.10.2013 kl. 20:39
Ísland komst útur ógöngunum þratt fyrir vinstri stjórnina.... ekki vegna hennar
Sleggjan og Hvellurinn, 9.10.2013 kl. 21:12
Það má nú margt segja um fortíðina en nútíðin segir að atvinnuleysi sé á bilinu 10 - 12% en ekki 4%. Það sem stendur upp úr flumbrugangi síðustu ára er gjöf ríkisstjórnarinnar á kröfum föllnu bankanna og sú staðreynd að fyrri ríkisstjórn atti saman fólkinu í landinu, sér til handargagns og hagsbóta.
Allt annað sem hún gerði hefði hver sem er getað leikið eftir.
Sindri Karl Sigurðsson, 9.10.2013 kl. 21:16
Óskar - það þurfti að breyta veiðigjaldinu, var gert til 1.árs þannig að það væri hægt að innheimta það.
Vinstri - stjórnin sem elskaði meira en allt að finna nýja skattstofna og hækka sktatt gerði þessa hækkun þegar ferðamannafyrirtæki voru búin að gefa út gjaldskrár fyrir næsta ár - hrós til Bjartrar Framtíðar sem sagði NEI - það má svo deila um hvort hann eigi að vera 7 % eða 14 %.
Ein mestu mistökin sem gerð voru þegar SF fór á taugum og sleit stjórnarsamstarfinu við x-d og það gerðist sem við höfum verið vöruð við - pólítísk óvissa - sem í raun var svo allt kjörtímabilið þar sem vinstri - stjórnin réð ekki við að endurreisa ísland eftir alþjóðlega fjármálahrunið skall á íslandi.
Óðinn Þórisson, 9.10.2013 kl. 21:32
Sleggan & Hvellurinn - að mörgu leiti var það mikilvægt þó líftími hennar hafi verið of langur að þjóðin fengi að kynnast hreinni vinstri - stjórn - þjóðin gerir þau mistök ekki aftur.
Óðinn Þórisson, 9.10.2013 kl. 21:35
Sindri Karl - vinstri - stjórnin sló skjaldborg um erlenda kröfuhafa en ekki fólkið í landinu.
Það var afrek hjá þjóðinni að lifa af vinstri - stjórnina - sýnir hvað íslenska þjóðn er hörð af sér og lætur ekki brjóta sig niður.
Óðinn Þórisson, 9.10.2013 kl. 21:37
Sannarlega var það þjóðin sem bjargaði þvi sem bjargað varð ! ..og eg er hissa að vinstri menn kjósi ekki að hafa lágt og fara hægt ,nu um stundir ,meðan upp eru að koma alvarlegar "SYNDIR " siðustu ára og afreka þeirrar hörmulegu stjórnar ! En vona innilega að nýrri Rikisstjórn takist erfið verk ,sem engin smaverk geta talist !
rhansen, 10.10.2013 kl. 08:27
Það er merkilegt að heyra fólk tala um "syndir" og takmarka syndina við 4 ár. Menn sjá ekki bjálkann...
Væntanlega þarf síðasti ræðumaður að athuga merkingu orðsins "afrek". Afrek (frægðarverk, glæsilegur árangur) getur ekki komið athugasemdalaust í staðin fyrir flaustursverk eða hliðstæð orð.
Jón Kristján Þorvarðarson, 10.10.2013 kl. 11:10
rhansen - vinstri - stjórnin gerði allt til að gera þetta erfiðara fyrir þjóðina en þurfti með endalausum skattahækkunum á fólk og fyrirtæki og ganga erinda erlendra kröfuhafa og algjör undanlæguhátt gagnvart esb.
Vinstri - stjórnin er klárlega sú lélagasta í lýðveldissögunni.
Óðinn Þórisson, 10.10.2013 kl. 18:04
Jón Kristján - fyrrv. stórnarflokkar töpuðu 18 þingsætum samanlagt 27 apríl - það hlítur að kallast " afrek " og fá SA og ASÍ á móti sér.
Óðinn Þórisson, 10.10.2013 kl. 18:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.