14.10.2013 | 22:38
Sjálfstæðisflokkurinn er..........
Kristilegur stjórnmálaflokkur - allir geta gert mistök - þeir sem viðurkenna þau eiga skilið að vera fyrirgefið.
Því miður á ég engar málsbætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Óðinn, sem oftar !
Kerlingin; hefir ekki beðið NEINNAR afsökunar, rétt er það, fremur en : Davíð Oddsson / Jón Baldvin Hannibalsson / Halldór Ásgrímsson / Geir H. Haarde / Ingibjörg S. Gísladóttir, hvað þá, Steingrímur J. Sigfússon, ágæti síðuhafi.
ALLT; sama liðið, hafir þú ekki, eftir tekið - enn þann dag, í dag, Óðinn minn !!!
Vona; að Glámskyggni þín, til ÓNÝTRA íslenzkra stjórnmálamanna, taki stakkaskiptum, sem fyrst.
Og; því fyrr, sem Ísland kemst undir Kanadísk og Rússnesk yfirráð, því betra - fyrir land og mið og fólk og fénað.
Með kveðjum; af utanverðu Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 22:58
Óskar Helgi - þar sem ég sá ekki tilganginn að fjalla um JS og öll hennar hörmulegu mistök breytti ég færslunni enda ber ég engan kala til hennar - hún verður að lifa með sinn stjórnmálaferli og fær núna tíma til að fara yfir hann.
Óðinn Þórisson, 14.10.2013 kl. 23:05
Sæll; á ný !
Hafðu þína hentisemi; Óðinn minn.
Vona; að þér takist að melda þessar ábendingar mínar, hér efra.
Munum; Reykjavík á að gegna hlutverki verstöðvar og verðmæta sköpunar - Ottawa og Moskva; ættu að vera SJÁLFSAGÐIR höfuð staðir okkar í framtíðinni, á meðan landið er í byggð, á annað borð.
Ekki lakari kveðjur; þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.10.2013 kl. 23:13
Sjálfstæðiflokkurinn er... ...sjálfum sér verstur.
Því miður virðist almennum flokksmönnum ómögulegt að fatta þessi einföldu sannindi.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.10.2013 kl. 23:17
Óskar Helgi - varðandi JS þá mun hún aldrei biðja þjóðina afsökunar á mistökum sínum og því tómt mál að eltast við það.
Ég hef verið mjög hlynntur auknum samskipum&viðskiptum við Kanada, Rússar með Pútín er ekki spennandi en þegar hann verður farinn og mannréttindi aftur komin fyrir fólkin í landinu þá er rétt að skoða hvað þeir hafa fram að færa sem er efalust heilmikið.
Óðinn Þórisson, 15.10.2013 kl. 07:18
Guðmundur - borgarstjórnarflokkur flokksins hefur átt miður góða daga þetta kjörtímabil og verið sundurtættur að mínu mati - en hefði áhuga að heyra hversvegna þú telur að hann sé sjálffum sér verstur.
Óðinn Þórisson, 15.10.2013 kl. 07:22
Bara svona af forvitni.
Hvað finnst ykkur um verk Davíðs? Og þá á ég við þá staðreynd að hann fór með stórar upphæðir og fjárfesti stuttu fyrir hrun í fasteignum í Fraklandi?
Matthildur Jóhannsdóttir, 15.10.2013 kl. 09:34
Skil ekki afhverju þið tengið Sjálfstæðisflokkinn við misgjörðir mannsins. Þetta er einstaklingur, ekki flokkur sem um ræðir. Eða hugsið þið öðruvísi hvað þetta varðar, þarna í vinstrinu?
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.10.2013 kl. 09:45
Að fyrirgefa er víst stærsta prófraun okkar gallaðra í mannheimum. Við sjáum ekki okkar eigin galla í réttu ljósi, en teljum okkur sjá galla annarra í réttu ljósi.
Ef ég hefði verið Davíð Oddson og varað við hruninu áður en allt fór opinberlega á hausinn, án þess að fá áheyrn, þá hefði ég líka komið mínum eigum út úr glæpabönkum og til annarra landa.
En það sýnist sem betur fer sitt hverjum, hvað er rétt/skiljanlegt og hvað ekki.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2013 kl. 13:13
Matthildur - það er ekki mitt hlutverk að svara fyri Davíð Oddsson.
Óðinn Þórisson, 15.10.2013 kl. 16:41
Gunnar - vinstra - liðið keyrir alltaf í einstaklinginn vegna málefnafátæktar.
Óðinn Þórisson, 15.10.2013 kl. 16:42
Anna Sigríður - ef t.d fyrrv. ríkisstjórn hefði komið hreint fram og viðurkennt fúslega haustið 2012 að hún gæti þetta ekki og óskaði eftir pólitískri hjálp þá hefði fólk horft öðruvísi til þeirra.
Hvað er margir sem sögðu JÁ við pólitískum réttarhöldum yfir Geir beðið hann afsökunar á framkomu sinni og þá hann fengið tækifæri til að fyrigefa þeim.
Óðinn Þórisson, 15.10.2013 kl. 16:48
Það er í himnalagi að biðjast afsökunar, þó að það nú væri. En iðrun og yfirbót þarf að sigla í kjölfarið. Annars er afsökunarbeiðnin hjóm eitt.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.