Lítill hópur þröngsýns fólks vill leggja flugvöllinn niður

Flugvöllurinn er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál.

Það er ekki valkostur að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni.

Yfir 69 þús íslendingar hafa skrifað undir kröfuna um að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinnni og því kom ákvörðun innanríkisráðherra&varaformanns Sjálfstæðisflokksins gríðarlega á óvart þegar hún skrifaði undir 6 ára stöðnun á flugvallarsvæðinu.

Látum ekki lítinn þröngsýnan hóps fólks komast upp með að loka flugvellinum - höfum i huga að allir sem búa nálægt flugvellinum vissu það þegar þeir keyptu sín húsnæði að flugvöllurinn var þarna.


mbl.is Segja flugið almenningssamgöngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Flugvöllurinn með sínum 3 flugbrautum er ekki spurning, bara hvenær ömurlega undirmálsfólkið sem hefur ráðið til skamms tíma mun deyja út, og hinn almenni borgari að lokum,fólk, sem ennþá trúir á eigið brjóstvit, mun henda út trúðunum og taka málið í sínar eigin hendur, öllum landsmönnum til hagsbóta.

Það þarf snarlega að lengja við fyrsta tækifæri 2 aðalbrautirnar.

Suðurgatan ásamt göngustíg færi undir lengdan flugbrautarenda og hin brautin yrði sömuleiðis lengd út í fossvoginn. Að sjálfsögðu þarf í leiðinni að gera akbraut og göngu/hjólastíg undir Fossvogsendan.

Kolbeinn Pálsson, 8.11.2013 kl. 21:24

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Leftistarnir eru bara móðgaðir vegna þess að bretar settu völlinn þarna, en ekki einhver sovéskur kommissar. Það er málið. Þeir hafa verið á móti þessum velli síðan hann var byggður þess vegna. Þessi andúð er ekki ný.

Ásgrímur Hartmannsson, 9.11.2013 kl. 03:15

3 identicon

Sæll Óðinn, Góð umræða, En það er eitt atriði sem mér finnst vera algerlega afskipt, það er búið að hola niður meira en helming þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu steinsnar frá einu eldvirkasta svæði á íslandi, það er engin áætlun um rýmingu svæðisins ef til eldgoss kæmi á Reykjaness  skaganum, vegakerfið til norðurs frá höfuðborgarsvæðinu er mjög léglegt, úrelt og rétt svo flytur daglega umferð í dag, hvað þá ef til rýmingar þyrfti að koma. ég held að það væri fyrsta skrefið að byggja upp samgöngukerfið áður en farið er að rífa niður einhverja hluta þess eins og td. Flugvöllinn. Ráðamenn og þetta fámenna 101 lið minna mann svolítið á Íbúa Sódómu forðum bara lifa í glysi og glaumi gjörsamlega slitin úr samhengi við umhverfi sitt. Flutningur flugvallarins til Keflavíkur er ákaflega hæpin aðgerð að ekki sé meira sagt, að hafa aðalflugvöllinn á barmi landreks sprungu. það er eins og Ráðamenn og 101 liðið haldi að síðasta eldgos á Íslandi hafi þegar gosið, gleymum ekki Vestmannaeyja gosinu það kom óvænt að mig minnir eftir 5000 ára hlé.     

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 9.11.2013 kl. 07:58

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Óðinn

Ég er þér algjörlega sammála, auk þess sem athugasemdir Kolbeins, Ásgríms og Kristjáns eru góðar. Það er auðvitað óskiljanlegt af þeim forvígismönnum Sjálfstæðisflokksins að fórna helsta kosningavopni komandi borgarstjórnarkosninga fyrir einskis nýta sex ára framlengingu á dauðastríði vallarins.

Þau Hanna Birna og Bjarni eru sannarlega ekki öll þar sem þau eru séð, auk þess sem borgarstjórnarflokkurinn er því miður bæði fölur og fár.

Jónatan Karlsson, 9.11.2013 kl. 11:48

5 Smámynd: rhansen

Algjörlega sammála öllum her ,ekki sist Kristjáni ,sem kemur þarna inna hluti sem litið eru ræddir og fáir sennilega hugsa um ?..Rýmingu stór Reykjavikur svæðisins og þess sem snyr að öllum þeim viðsjálfverðu hlutum sem okkar eldfjallaland er ?

rhansen, 9.11.2013 kl. 13:38

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir allar ath.semdinar sem allar eru málefnlaegar:
Borgarstjórnarkosninganar vorið 2014 hefði átt að snúast annarsvegar um framtíð flugvallarins, ekki stöðun þar og hinsvegar samkomulag meiri hlutans í rv.k við fyrrv. ríkisstjórn um 10 ára framkvæmdastopp í r.v.k svo ekki sé minnst á uppgjörið við skattastefnu núverandi meirihluta.

Flottur punktur hjá þér Kristján varðandi rýmingu af r.v.k.svæðinu en það er að hluta til að núverandi meirihlutinn er fyst og síðast fyrir 101 og skilur ekki hlutverk r.v.k sem höfuðborg.

Þessi stöðnun skrifast að öllu leyti á HBK - sem ég held að sé ekki enn alveg að fatta að hún er núna ráðherra en ekki borgarfulltrúi.

Óðinn Þórisson, 10.11.2013 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband