15.1.2014 | 15:53
Gunnar verður að Víkja
Sú mjög svo sérstaka staða er komin upp að Gunnar Birgisson sem unnið hefur svo frábært starf fyrir Kópavog og Sjálfstæðisflokkinn er kominn í þá stöðu að hann verður í raun og veru að víkja.
Ef ekki eru meiri líkur en minni að þessi meirihluti verði því miður fallinn fyrir helgi og þar með verður síðasta verk Gunnars að leiða Guðríði Arnardóttur til bæjarstjóra sem yrði eins ömurleg arleið og nokkur Sjálfstæðismaður getur haft.
Ef meirihlutinn fellur getur Aðalsteinn Jónson ekki búist því eða á skilið að fá umboð til að starfa áfram fyrir flokkinn.
Ekkert annað en pólitísk refskák | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skjótt skipast veður í lofti í málflutningi þínum! Fyrir örstuttu síðan hafðir þú Gunnar Birgisson til skýjanna og ekki var betur að heyra en að leitun væri að öðru eins stórmenni. Svo stór var karlinn að þinni sögn að það var ekki einu sinni svaravert þótt hann hefði dóm á bakinu fyrir embættisfærslur sínar!
Hvað Guðríða Arnardóttur áhrærir þá hygg ég að hún stefni ekki að meiri frama innan Kópavogsbæjar enda í framboði til formanns félags framhaldsskólakennara. Sjálf hefur hún lýst því yfir að það samræmist ekki stöðu formanns félags framhaldsskólakennara að vera á kafi í pólitík.
Jón Kristján Þorvarðarson, 15.1.2014 kl. 16:38
Jón Kristján - lestu aftur fyrstu setninguna í færslunni hjá mér.
Ármann tók slaginn við Gunnar 2010 um oddvitasætið og Gunnar tapaði - hann í raun sætti sig aldrei við það - eftirá hefði verið betra fyrir hann þá strax að stíga til hlðar.
Komist Guðríður í þá stöðu að fella meirilutann og verða sjálf bæjarstjóri þá mun hún gera allt til að svona verði - það er klárt mál
Óðinn Þórisson, 15.1.2014 kl. 16:46
Þótt ég hafi ekki verið hrifinn af sumu sem Gunnar Birgis hefur gert þá virði ég hann fyrir það að þora að hafa eigin skoðanir og koma þeim á framfæri þótt það sé í andstöðu við stefnu hans flokks. Það sama gildir um suma borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, þeir hafa getað horft út fyrir rammann og samþykkt skynsamlegar tillögur.
Gunnar Sigfússon, 15.1.2014 kl. 19:06
Gunnar - það var búið að samþykkja fjárlög bæjarins þannig að þetta var ólöglegt.
Ég geri ráð fyrir því að þú sért að tala um Hidli og Áslaugu sem samþykktu aðaskipulag vinstri - manna og líkt og Gunnar gerði ekkert annað en að veikja Sjálfstæðisflokkinn.
Gunnar hlítur að tilkynna á morgun að hann sé hættur sem bæjarfulltrúi.
Óðinn Þórisson, 15.1.2014 kl. 19:40
Gunnar hefur allavega lýst því yfir að hann ætli að sitja út kjörtímabilið. Nú og Ármann Kr. sagði í útvarpsviðtali í morgun að hann treysti Gunnari Birgis fullkomlega!
Og það hlýtur einnig að teljast til tíðinda að varabæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna í Kópavogi stígur nú fram á sviðið og ásakar formann fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi - sem jafnframt er formaður kjörnefndar (Bragi Michaelsson) - fyrir að ráðast gegn frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu sem framundan er.
Er ekki staðreyndin bara sú að það er allt í kaldakoli hjá Sjálfstæðismönnum í Kópavogi? Sundrungin algjör?
Jón Kristján Þorvarðarson, 16.1.2014 kl. 09:47
Jón Kristján -
forseti bæjarstjórnar treystir ekki Gunnari.
Hvorki fulltrúi Y-lista né B-lista treysta Gunnari.
Aðalsteinn hefur alltaf verið heitur stuðningsmaður Gunnars. Hann m.a stöðvaði að Ármann gæti talað við Guðríði.
Gunnlaugur treystir ekki Braga.
Einhverjir eru ekki ánægðir með Ármann og hefur hann fengið mótframboð í oddvitasætið.
Þetta er raunstaðan.
Óðinn Þórisson, 16.1.2014 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.