ESB - NEI flokkar í Ríkisstjórn

Það kemur hvergi fram í stjórnarsáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að kosið verði um framhald aðidarviðræðna íslands við ESB á þessu kjörtímabili.

Það er aðeins aðild að ESB - í boði og það er skýr stefna beggja stjórnarfllokka að hagsmumum íslands sé best komið utan ESB.

Samfylkingin ESB - flokkur íslands fékk 12.9 % atkvæða og tapaði 11 af 20 þingsætum.

Það er fullveldisstjórn í landinu og það er ekki stefna hennar að framfylgja innlimunarstefnu Samfylkingarinnar sem er með allt niður um sig eftir að hafa klúðrað ESB - málinu allsvakalega á síðasta kjörtímabili.


mbl.is „Þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Er ekki skynsamlegasta lausnin að þjóðin fái að ráða því, hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram eður ei, eða á bara að láta örfáa hvítflibbamenn ráðskast með það.

Hjörtur Herbertsson, 16.1.2014 kl. 15:54

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Hjörtur.

Af hverju fékk þjóðin ekki að kjósa um að taka upp aðildarviðræður ?

Af hverju var umboð SF/VG nóg þá en ekki umboð FS/SF núna ?

Birgir Örn Guðjónsson, 16.1.2014 kl. 16:04

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - ef þjóðin hefði viljað esb - þá hefði hún kosið x-s eða x-a en niðurstaðan var að þeir fengu 9 og 6 þingsæti. og fullveldisflokkarnrir hvor um sig 19 þingsæti. 

Óðinn Þórisson, 16.1.2014 kl. 16:10

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir - sf/vg fengu aldrei umboð frá þjóðinni til að hefja þessar viðræður - og því þurfa núverandi stórnarflokkar ekki að fá umboð þjóðarinnar til að slíta þeim.

Sf var 3 sinnum á NEI takkanum á síðasta kjörtímabili að þjóðin kæmi að málinu - það var öll lýrðis"ÁST" flokksins.

Óðinn Þórisson, 16.1.2014 kl. 16:12

5 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

"Birgir - sf/vg fengu aldrei umboð frá þjóðinni til að hefja þessar viðræður - og því þurfa núverandi stórnarflokkar ekki að fá umboð þjóðarinnar til að slíta þeim."

Sammála Óðinn ! Og allir vita þetta. Bara erfitt fyrir ESB sinna að viðurkenna

Birgir Örn Guðjónsson, 16.1.2014 kl. 16:48

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir - það er svo margt sem esb - sinnar eiga erfitt með að viðurkenna.

Óðinn Þórisson, 16.1.2014 kl. 17:40

7 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Það kemur heldur ekki fram í stjórnarsáttmálanum að ekki verði kosið um áframhaldandi viðræður á kjörtímabilinu. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er afar skýr hvað þetta atriði varðar, nefnilega að kosið verði um áframhaldandi viðræður á þessu kjörtímabili. Ef Sjálfstæðisflokkurinn berst ekki fyrir sinni stefnuskrá, þá hefur hann platað býsna marga kjósendur.

Jón Kristján Þorvarðarson, 17.1.2014 kl. 00:38

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - rétt landsfundarályktun x-d er mjög skýr hvað varðar þj.atkvæðagreislu um framhald esb viðræðna.
Hlutlaust ef þú hefur hlustað á umræðuna síðustu daga síðast i gær m.a Vilhjálm þá vill hann slíta þessu og hefur hann verið yfirlýstur esb - já maður en hann gerir sér grein fyrri hvað stendur í stjórnarsáttmálanum.

Auk þess miðað við hvað Gunnar Bragi hefur sagt þá yrði hann að segja af sér ef þjóðin myndi segja JÁ við framhald esb - viðræðna.

Óðinn Þórisson, 17.1.2014 kl. 07:12

9 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Er það ekki í góðu lagi að Gunnar Bregi segi af sér ef þjóðin segir JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvers slags málflutningur er þetta? Það stendur enginn einn maður ofar þjóðinni, sama hver á hlut!

Jón Kristján Þorvarðarson, 17.1.2014 kl. 10:47

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján - þjóðin gekk að kjörboðinu 27 apríl, þar voru tveir ESB - já flokkar - annar fékk 6 þingsæti og hinn 9 þingsæti.

Alþingskosningar eru bindandi og má segja að þjóðin hafi kosið nýja stefnu í utanríkismálum.

Gunnar er ekki ofar þjóðinni - hann er framfylgja vilja hennar í esb - málinu.



Óðinn Þórisson, 17.1.2014 kl. 18:11

11 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Vilji þjóðarinnar er að fá að kjósa um áframhaldandi viðræður! Og það er meira að segja í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins.

Jón Kristján Þorvarðarson, 17.1.2014 kl. 23:15

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Kristján -

"Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram "

Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekk hafa náð inn í stjórnarsáttmálan við framsókn síðari hlutanum - minni á að þetta er samsteypustjórn og flokkar fá aldrei allt sem þeir vilja - munum að sf notaði auðlyndir til að kúga vg í esb - málinu. 

Óðinn Þórisson, 18.1.2014 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 21
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 823
  • Frá upphafi: 871185

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 582
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband