16.1.2014 | 15:08
ESB - NEI flokkar í Ríkisstjórn
Það kemur hvergi fram í stjórnarsáttmála Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að kosið verði um framhald aðidarviðræðna íslands við ESB á þessu kjörtímabili.
Það er aðeins aðild að ESB - í boði og það er skýr stefna beggja stjórnarfllokka að hagsmumum íslands sé best komið utan ESB.
Samfylkingin ESB - flokkur íslands fékk 12.9 % atkvæða og tapaði 11 af 20 þingsætum.
Það er fullveldisstjórn í landinu og það er ekki stefna hennar að framfylgja innlimunarstefnu Samfylkingarinnar sem er með allt niður um sig eftir að hafa klúðrað ESB - málinu allsvakalega á síðasta kjörtímabili.
Þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki skynsamlegasta lausnin að þjóðin fái að ráða því, hvort aðildarviðræðum verði haldið áfram eður ei, eða á bara að láta örfáa hvítflibbamenn ráðskast með það.
Hjörtur Herbertsson, 16.1.2014 kl. 15:54
Hjörtur.
Af hverju fékk þjóðin ekki að kjósa um að taka upp aðildarviðræður ?
Af hverju var umboð SF/VG nóg þá en ekki umboð FS/SF núna ?
Birgir Örn Guðjónsson, 16.1.2014 kl. 16:04
Hjörtur - ef þjóðin hefði viljað esb - þá hefði hún kosið x-s eða x-a en niðurstaðan var að þeir fengu 9 og 6 þingsæti. og fullveldisflokkarnrir hvor um sig 19 þingsæti.
Óðinn Þórisson, 16.1.2014 kl. 16:10
Birgir - sf/vg fengu aldrei umboð frá þjóðinni til að hefja þessar viðræður - og því þurfa núverandi stórnarflokkar ekki að fá umboð þjóðarinnar til að slíta þeim.
Sf var 3 sinnum á NEI takkanum á síðasta kjörtímabili að þjóðin kæmi að málinu - það var öll lýrðis"ÁST" flokksins.
Óðinn Þórisson, 16.1.2014 kl. 16:12
"Birgir - sf/vg fengu aldrei umboð frá þjóðinni til að hefja þessar viðræður - og því þurfa núverandi stórnarflokkar ekki að fá umboð þjóðarinnar til að slíta þeim."
Sammála Óðinn ! Og allir vita þetta. Bara erfitt fyrir ESB sinna að viðurkenna
Birgir Örn Guðjónsson, 16.1.2014 kl. 16:48
Birgir - það er svo margt sem esb - sinnar eiga erfitt með að viðurkenna.
Óðinn Þórisson, 16.1.2014 kl. 17:40
Það kemur heldur ekki fram í stjórnarsáttmálanum að ekki verði kosið um áframhaldandi viðræður á kjörtímabilinu. Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins er afar skýr hvað þetta atriði varðar, nefnilega að kosið verði um áframhaldandi viðræður á þessu kjörtímabili. Ef Sjálfstæðisflokkurinn berst ekki fyrir sinni stefnuskrá, þá hefur hann platað býsna marga kjósendur.
Jón Kristján Þorvarðarson, 17.1.2014 kl. 00:38
Jón Kristján - rétt landsfundarályktun x-d er mjög skýr hvað varðar þj.atkvæðagreislu um framhald esb viðræðna.
Hlutlaust ef þú hefur hlustað á umræðuna síðustu daga síðast i gær m.a Vilhjálm þá vill hann slíta þessu og hefur hann verið yfirlýstur esb - já maður en hann gerir sér grein fyrri hvað stendur í stjórnarsáttmálanum.
Auk þess miðað við hvað Gunnar Bragi hefur sagt þá yrði hann að segja af sér ef þjóðin myndi segja JÁ við framhald esb - viðræðna.
Óðinn Þórisson, 17.1.2014 kl. 07:12
Er það ekki í góðu lagi að Gunnar Bregi segi af sér ef þjóðin segir JÁ í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvers slags málflutningur er þetta? Það stendur enginn einn maður ofar þjóðinni, sama hver á hlut!
Jón Kristján Þorvarðarson, 17.1.2014 kl. 10:47
Jón Kristján - þjóðin gekk að kjörboðinu 27 apríl, þar voru tveir ESB - já flokkar - annar fékk 6 þingsæti og hinn 9 þingsæti.
Alþingskosningar eru bindandi og má segja að þjóðin hafi kosið nýja stefnu í utanríkismálum.
Gunnar er ekki ofar þjóðinni - hann er framfylgja vilja hennar í esb - málinu.
Óðinn Þórisson, 17.1.2014 kl. 18:11
Vilji þjóðarinnar er að fá að kjósa um áframhaldandi viðræður! Og það er meira að segja í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins.
Jón Kristján Þorvarðarson, 17.1.2014 kl. 23:15
Jón Kristján -
"Sjálfstæðisflokkurinn telur hagsmunum Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Kjósendur ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu hvort aðildarviðræðum skuli haldið áfram "
Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekk hafa náð inn í stjórnarsáttmálan við framsókn síðari hlutanum - minni á að þetta er samsteypustjórn og flokkar fá aldrei allt sem þeir vilja - munum að sf notaði auðlyndir til að kúga vg í esb - málinu.
Óðinn Þórisson, 18.1.2014 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.