16.1.2014 | 17:47
Nýr Sósíalistaflokkur í undirbúningi ?
Þar sem það má segja að Samfylkingin hafi í raun sagt sig frá jafnaðarstefnunni og nýr jafnaðarmannaflokkur tekinn við Björt Framtíð þá veltir maður fyrir sér hvort sé í undirbúningi nýr sósíalistaflokkur - sameinnig Samfylkingar og VG.
Sóley vill leiða lista VG í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er það ekki svipað eins og Katólska kirkjan & Methódistar sameinuðust?
Ásgrímur Hartmannsson, 16.1.2014 kl. 17:57
VG og Samfó eru hægriflokkar svo ekki verður vinstriflokkur úr því að sameina þá. Björt framtíð, flokkur tómhyggju og tilgangsleysis, er sömuleiðis vel til hægri og mjög fjarri því að vera jafnaðarmannflokkur.
Jóhannes Ragnarsson, 16.1.2014 kl. 18:29
Ásgrímur - stjórnmálaflokkar eru ekki trúarsöfnuðir.
Óðinn Þórisson, 16.1.2014 kl. 18:44
Jóhannes - vg og sf eru báðir félagshyggjuflokkar - Árni Páll og Katrín Jak. fengu bæði sitt pólitíska uppeldi í gamla alþýðubandalaginu.
Ekki það að ég ætli að verja Bjarta Framtíð þá hafa þeir sýnt það að þeir eru tilbúinir að ræða máln.
Tæra vinstri - stjórnin skitféll og þar með stefna og hugmyndafærði þessara vinstri - flokka.
Óðinn Þórisson, 16.1.2014 kl. 18:48
Hafi Árni Páll og Katrín fengið pólitískt uppeldi þá hefur það ekki verið hjá alvöru sósíalistum, eða uppeldið hefur tekið örlítið aðra stefnu en áætlað var af uppalendunum hafi þeir verið sósíalistar.
Jú mig rámar í Árna Pál í Alþýðubandalaginu, en Katrín sást það aldrei.
Jóhannes Ragnarsson, 16.1.2014 kl. 19:33
Jóhannes -
Katrín Júliusdóttir:
" Í stjórn Verðandi, ungliðahreyfingar Alþýðubandalagsins, og ritari Alþýðubandalagsins í Kópavogi 1994-1998. Í miðstjórn Alþýðubandalagsins 1996-2000. Fulltrúi Röskvu í stúdentaráði og háskólaráði Háskóla Íslands 1997-1999"
Árni Páll hefur alltaf sagt að hann vilji vinna fyst til vinstri.
Hann virðist ekki vera mjög áhugasamur að vinna með miðju og hægriflokkurm.
Óðinn Þórisson, 16.1.2014 kl. 20:35
Ég átti við Katrínu Jak.
Katrínu Júl man ég ekki eftir í AB en vissi þó að hún var þar.
Þessar tvær eru til hægri í pólitík þó þær séu í öðrum flokkum en Sjálfstæðisflokknum. Árni Páll er af sama kalíberi.
Jóhannes Ragnarsson, 16.1.2014 kl. 21:20
Jóhannes - vg er róttækur vinstri - flokkur með fémínisk gildi sem endurspeglast á framboðlistum flokksins sem hygglir konun - sem dæmi r.v.k þar voru konur í 1.sæti í báðum kjördæmum.
Katrín Jak. var aldrei í alþýðubandalaginu en má segja að SJS sé hennar pólitíski uppeldisfaðir.
Þeir sem fylgst hafa með þáttum á INN sem þær Katrínar eru með er lítill eða enginn munur á þeirra skoðunum t.d til skattamála og atvinnumála.
Óðinn Þórisson, 16.1.2014 kl. 22:39
Trúlega er enginn munur á skoðunum, eða öllu heldur skoðannaleysi Katrínar og Katrínar því þær eru ansi skoðannadaufar.
Það sem mér finnst athyglisverðast við forystusveitir Samfó og VG er hve lítið er að marka þetta fólk. Og auðvitað á að sameina tætlurnar sem eftir eru af þessum flokkum í einn lítinn hægrisinnaðan ESB-flokk með kjánafémínísku ívafi, en fyrir þessháttar pólitík sendur þetta fólk einna helst.
Jóhannes Ragnarsson, 17.1.2014 kl. 10:32
Jóhannes - þær aðhyllast báðar forræðishyggu og miðstýringu og sátu í síðustu ríkisstjórn sem nánast gekk frá LSH og reyndi að kúga þjóðina til að borga icesave.
ÁPÁ er reyna að vera einhver hægri - krati en vinstri - öfgasefnan skýn í gegn.
Óðinn Þórisson, 17.1.2014 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.