Árni Páll Árnason

Það er alveg ljóst að formaður Samfylkingarinnar Árni Páll Árnason er að þétta vel raðir stjórnarliða og líma ríkisstjórina enn betur saman.

Það má mikið vera eftir tíðindi dagsins að nokkur stjórnarliði hafi nokkurn áhuga að vinna með Árna Páli og hans flokki.

Munurinn á vinstri - og miðju/hægri er að vinstri menn vilja alltaf hækka álögur og skatta á fólk og fyrirtæki en miðju/hægri vilja gefa fólki tækifæri til að bjarga sér sjálft


mbl.is Taki virkan þátt í að draga úr hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er löggjafa-alþingi Íslands, sem hefur þeim skilyrðislausu skyldum að gegna, að fara eftir, og setja lög, sem tryggja kaupmátt og frelsi heiðarlegs launafólks og fyrirtækja, í samræmi við gildandi "Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands".

Það er ekki eitthvert tækifæris-samkomulag, hvernig lögleg stjórnsýsla á Íslandi á að ganga fyrir sig, frá einum mánuði til annars.

Það er alveg stórmerkilegt að fylgjast með hvers konar hel-siðblind og guðlaus blekkingarhönnun er í gangi á Íslandi núna, eins og reyndar öll hin árin og áratugina.

Það er engu líkara en að réttindi launafólks og fyrirtækja, sem virða lög og reglur eftir bestu getu og heiðarleika á Íslandi, séu gjörsamlega jafn lítils virði, eins og taptölur í lottóspili heimsveldis-glæpabanka/lífeyrissjóða!

Er virkilega einhver sem trúir á munnlegt samkomulag, við opinberlega gerða samningagerð, sem á að standa við?

Eigum við þá ekki bara að kaupa eitthvað á afborgunum, samkvæmt munnlegum samningum? Bara byggja samningana á týndu "verðskulduðu" trausti? Eða þannig!

Hvers konar gamaldags og marklaust bull er eiginlega í gangi hjá valdamesta ráðherra Íslands, sem hefur aðalvaldið til að ákveða, hvernig þjóðar-skattpeningum skuli deilt? Ræður valdamikli fjármálaráðherra fjármálum Íslands? Lög, reglur, og gildandi Stjórnarskrá eru óþarfa leiðbeiningar-rit? Eða hvað?

Til hvers nýja Stjórnarskrá, þegar sú gamla er notuð eins og WC-papír? Til hvers nýjan gjaldmiðil, þegar sá gamli gengur kaupum og sölum í undirheima-viðskiptum ólöglega heimsveldisins? Til hvers lög? Til hvers dómstóla?

Ég bið almættið algóða og alvalda, að hjálpa fólki að skilja hversu fáránlegt þetta blekkingar-leikrit er í raun núna, eins og það var öll hin árin og áratugina. Og almættið algóða hjálpi líka til við að leiðrétta siðspillinguna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2014 kl. 21:01

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna - það sem hefur verið aðalvandamál okkar síðustu árin og verst meðan vinstri - stjórnin var við völd löggjafarvald er ekki stimpilpúði fyrir framkvæmdavaldið.

Það fóru 3 þingmenn úr vg vegna þess að þeir voru ekki tilbúnir að vera bara til að ýta  á JÁ takkan þegar SJS vildi - kallast sósíalismi.

Breytingum á stjórnarskránni var klúðrað af fyrrv. ríkisstjórn - þar átti að keyra í gegn stjórnarskrá vinstri - manna án þess að taka tillit til annarra hugsjóna en hreinna sósalista.

Eitt af því sem þarf að gera á þessu kjötímabili er að hefja grunnvinnu við að breyta stjórnarskránni þannig að hún verð stjórnarskrá allra íslendinga.

Óðinn Þórisson, 20.1.2014 kl. 22:08

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Óðinn. Þróun nýjunga og tæknimála er orðin svo hröð, að það er ekki mögulegt að vinna jafn lengi og áður, við að gera breytingar. Tækniþróunin gengur alltaf hraðar og hraðar og vindur hratt uppá sig, og siðspillt stjórnsýsla gengur líka hraðar og hraðar og vindur hratt uppá sig.

Fólk almennt nær ekki að hugsa heila hugsun, áður en tæknihraðinn er búinn að breyta öllu heila kerfinu.

Það eina sem ekki nær að þróast jafn hratt, og vinda uppá sig, í takt við allt heildarkerfið, er siðferðið og hugarfarið í samfélaginu.

Þetta misræmi kann ekki góðri lukku að stýra, sama hverjir eru í framvarðarsveit Íslands. Eða er það ekki nokkuð augljóst?

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.1.2014 kl. 22:35

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Anna - hröð þróun nýjunga og tækibreytinar eiga að virka jákvætt inn í samfélagið. Við viljum betri lækningatæki, betri tölvukerfi o.s.frv . - svo er það mannlegi þátturinn sem við verðum alltf sjálf að vera að vinna í og reyna að fá betra og hæfileikaríkara fólk til að starfa sem okkar kjörnu fulltrúar.

Færslan fjallar einmitt um stjórnmálamann sem virðist ekki kunna sig.

Óðinn Þórisson, 21.1.2014 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband