23.5.2014 | 20:58
Samfylkinign og Múslimar
Ef Samfylkingin fær eins sterkt umboð og skoðanakannair benda til þá er alveg ljóst að það verður ekki kosið um lóð undir mosku, ekki flugvöllinn áfram í vatnsmýrinni eða önnur stór mál.
Samfylkinign barðist alltaf gegn því að þjóðin kæmi að icesave.
Samfylkingin vill mosku fyrir múslima á þessum stað í Reykjavík, Samfylkingin vill láta loka flugvellinum í vatnsmýrinni en borgarbúar hafa það í sínum höndum 31 mai hvort þeir vilji allmennt kjósa um stór mál á næsta kjörtímabili og ef þeir vilja það þá getur Samfylkingin ekki verið valkostur.
Kosið verði um lóð undir mosku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu að lysa því yfir að þú ætlir að kjósa Framsókn til að koma kosningunni um moskuna í kring?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2014 kl. 21:14
Axel - færslan snýst um að borgarbúar fái sjálfir að ákveða um stór mál.
Það kemur skýrt fram á síðunni hvaða flokk ég styð
Óðinn Þórisson, 23.5.2014 kl. 21:49
Óðinn,
skil ég rétt að þú viljir að þú og allir aðrir borgarbúar fái að ákveða hvort ÉG og mitt trúfélag fái að byggja hús yfir starfsemi félagsins?
Einar Karl, 23.5.2014 kl. 22:32
Kjósum endilega um það hvort leggja eiga eina af bestu lóðum borgarinnar undir áberandi byggingu sem yrði alltaf einkennandi fyrir þann hluta borgarmyndarinnar. Það hefur ekkert með trúarbrögð að gera, þau eru frjáls.
Það er hinsvegar alveg stórkostlega undarlegt hvað fólk virðist vera misjafnlega viðkvæmt fyrir svona löguðu eftir því hvort það er þessi bygging eða hin. Þegar ég segi til dæmis að aðkoman inn í Hafnarfjörð úr vestri sé afleit út af þeirri sjónmengun sem stafar frá álverinu í Straumsvík þá ræðst engin á mig fyrir að vera fordómafullur og enn síður er reynt að bendla mig við útlendingahatur, jafnvel þó að fyrirtækið sem rekur álverið sé erlent og tilbiðji guðinn mammon.
Lausnin hlýtur að vera einföld: Flugvallarvinir stofna trúfélag sem aðhyllist og tilbiður hugmyndina um eilífan flugvöll í Vatnsmýri. Frá og með þeim degi verður sjálfkrafa bannað samkvæmt fjölmörgum dómafordæmum götunnar að tala gegn þeim tilteknu trúarbrögðum. Með sömu rökum og færð eru fyrir tilvistarrétti mosku á túninu milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar verður jafnframt bannað að hrófla við flugvellinum sem mun standa að eilífu og spádómurinn rætist.
Sagði ekki einhver að stjórnmál væru list hins mögulega ? :)
Guðmundur Ásgeirsson, 23.5.2014 kl. 23:11
ja hérna - er kominn pirringur í xD og xB menn - bulla núna eins og enginn sé morgundagurinn
Rafn Guðmundsson, 23.5.2014 kl. 23:56
Er þetta allt í einu orðin einhver súperlóð? Þríhyrningslaga tún þétt upp við mestu umferðagötu borgarinnar.
Ef Framsóknarmenn vilja ekki úthluta þessari lóð undir þessa starfsemi ættu þeir að benda á aðra lóð. Múslimar hafa beðið eftir lóð til að byggja á í meira en áratug.
Samkomuhús trúfélags er ekki sambærilegt við álver.
Hér má sjá turna helstu kirkju Söder-hverfisins við hlið bænaturns moskunnar í sama hverfi. Hvoru tveggja fallegt og fer prýðilega saman.
http://commons.wikimedia.org/wiki/File:Katarina_kyrka_%26_Stockholms_mosk%C3%A9_cropped.jpg
Einar Karl, 24.5.2014 kl. 00:04
Einar Karl - við njóum þeirra forréttinga að búa í landii þar sem trúfresli, ritferlsi og skoðanafersli. er leyfilegt.
Ef meirihlutinn vill kjósa um stór mál þá ætla ég ekki að berjast gegn því.
Óðinn Þórisson, 24.5.2014 kl. 00:52
Guðmundur - hefur farið fram eiinhver kynning á þessu svæði þar sem moska muslína á að rísa ?
Hfn sjálfir höfuðu það í sínum höndum hvort Stramsvík yrði stækkuð - lítill meirihluti sagaði NEI en það þó lýðrðsleg niðurstaða.
Það er a.m.k meira en möguleiki íað kjósa um framhald aðildarviðræðnanna við esb. og það á að gera það - felstir vilja sjjá saming og kjósa um hann JÁ/NEI svo unum við bara þeirri niðurstöðu.
Óðinn Þórisson, 24.5.2014 kl. 01:04
Rafn - sjálfstæðismenn eru mjög jákvæðir fyrir kosningar og það er bara gleið í mönnum :)
Óðinn Þórisson, 24.5.2014 kl. 01:07
Einar Karl - ég held að það geti allir tekið undir það að þessi lóð sem múslimum hefur verið úthlutað undir mosku er á mjög góðum stað - það er ekki mitt að koma fram með aðra staðsetnngu ef niðustaðan verður að hún verðiur ekki þarna - það er þá bara úrlausnarmál.
Óðinn Þórisson, 24.5.2014 kl. 01:11
Hvað með nýja spítalann hans Björns Zoega, og háskóla/vísinda/Kárakófið? Veður ekki að taka umræðu um þyrlupallinn á þaki nýja spítala-"eitthvað"? Sáu landsmenn ekki legókubbana sem BjörnZoega var látinn stilla sér upp með, fyrir einhvern fréttavefinn, af "stóra planinu" siðlausa?
Og Hannes Smárason var látinn draga sig í hlé tímabundið frá Bandaríkja-erfðargreiningar-viðbótarsjoppunni, vegna einhvers alvarlegs "dóms"? En bara til að slá ryki í augu almennings! Og Björn Zoega var látinn hlaupa í skarðið af baktjalda-erfðargreiningar-mafíunni, á meðan Hannes Smárason "afplánar" dóminn rykuga, í frjálsri upprisu í spillingunni dómaraviðurkenndu?
Já, ég spyr aftur: Samfylking og múslímar? Hvaða áróður er það, í þöggunar-heildarmyndinni?
Hvað með:
Kristnir og múslímar! Hvaða áróður er það?
Er hægt að skapa enn eitt siðlausa trúarbragðastríðið um trúarbragðarugl? Væri það kannski spennandi fyrir þá sem ekki finna sig í kærleika og friði, vegna svika trúarbragða-baktjalda-stjórnendanna?
Getur fólk ekki skilið að stjórnmál og trúarbrögð eiga enga samleið með sannleikanum, réttlætinu og náungakærleikanum?
Er virkilega einhver sem enn trúir á brögð, lygar og blekkingar páfastýrða helvítisins á þessari jörðu, eftir alla falskristnina/falsmúslimistana, og því um líkt kjaftæði?
Trúarbrögð eru einkamál hver og eins einstaklings. Almættið algóða er aldrei nær manni, heldur en þegar pólitískir falskristnir eru víðsfjarri huganum.
Siðferði samfélaga getur einungis verið farsælt að byggja á RAUNVERULEGRI VIRÐINGU, náungakærleika og friði. Enginn getur byggt frið á TRÚARBRAGÐA-STRÍÐSGRUNNI togstreytunnar.
Hvar erum við Íslands-kjósendur staddir á þessum vegi sannleikans, réttlætisins og friðarins?
Það er ekki að ástæðulausu sem ég spyr mig og aðra að þessu. Fyrir stuttu síðan átti að fangelsa án heildarmyndar-sannleika og réttláts dóms! Hefðu múslimar dæmt svona tilviljanakennt, án rannsóknar óháðra og hæfra einsaklinga, og án sannleiks/réttlætis-heildarmyndar?
Jón Ásgeir Jóhannesson sagði um föður sinn í minningarskrifum, að faðir hans hefði kennt sér þá gullnu reglu, að ef báðir viðskiptavinir séu sáttir þá séu skiptin góð (og að sjálfsögðu ef þau eru lögleg). Það er svo sannarlega rétt.
Spilltum öflum tókst að ganga svo nærri Jóhannesi, að hann endaði of snemma í öðrum heimi. Þeim spilltu dómsstólaöflum tókst að drepa Jóhannes, en þeim tókst ekki að drepa sál hans né sannleikann eilífa. Sannleikurinn er lífseigari en dauðinn. Allir geta villst af leið, og þá er mikilvægt að kunna að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum, ef vegvísirinn var ekki réttur.
Um sannleikann og réttlætið snúast málin, en ekki stríðsskapandi trúarbrögð illra afla. Eins gott að átta sig að hvað er siðferðislega rétt og rangt í samfélögum. Lög eru því miður oft samin og misnotuð af óréttlátum dómsstólum öfgatrúarbragða-valdaklíkum.
Bankar og kauphallir eru gullhúðaðar græðgisglæpamanna-kirkjur. Ekkert raunverulegt trúarstarf almættisins algóða er/verður virkt, meðan gylltar peningakauphallir hins illa og gráðuga ráða/stjórna heiminum.
Fals-trúarbrögð eru augljóslega rót alls ills. Hver ætlar að viðhalda kaupmennsku-trúarbrögðum, sem allir sjá í gegnum?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2014 kl. 19:13
Eigum við ekki bara að kjósa um það í almennri kosningu í Reykjavík hvort Framsóknarflokkurinn megi vera með húsnæði í borginni undir starfsemi sína? Og ef meirhluti kjósenda segir nei við því þá er það bara eðlilegur gangur lýðrðisins og Framsóknarflokkurinn verður þá bara að lúta því.
Nei svona í alvöru talað þá setja siðaðar þjóðir það ekki í almenna atkvæðagreiðslu hvort virða eigi mannréttindi eða ekki. Mismunun er mannréttindabrot og því setjum við það ekki í almenna atkvæðagreiðslu hvort Múslimar eigi að hafa sama rétt og aðrir trúarhópar.
Sigurður M Grétarsson, 24.5.2014 kl. 19:40
Anna Sigrríður - hvort það hafi farið fram einhver umræða um þyrlupalla á þaki LSH hringbraut skal ég ekkert siegja til um en ég efa það.
Ef Samfylkingin kemst upp það það að loka flugvellinum þá mun það einflaldega skaða öryggi landsbyggðarfólks sem þarf á sérfræðiaðstoð að halda hjá LSH - hvernig verður sjúkraflugi háttað þegar verður búið að loka flugvellinum í vatnsmýrinni - hvað þarf að kaupa margar þyrlur og hvað kostar slík úterð ?
Varðandi trúmál og stjórnmál þá eru trúmál stór hluti af stjórnmálum í stórum hluta heimisins.
Er ekki Samfylkingin að setja trúmál á dagskrá stjónmálanna ?
Óðinn Þórisson, 24.5.2014 kl. 23:02
Sigurður M. - gott að þú áttar þig á því sjáfur hvað þitt dæmi er vitlaust.
Það er mjög mikilvægt að við ræðum þetta mál eins og öll önnur stór mál mjög vel.
Óðinn Þórisson, 24.5.2014 kl. 23:06
Er eithvað eðlilegra að kjósa um það hvort við eigum að heimila tilteknum trúarhópum að byggja hús undir sarfsemi sína heldur en um það hvort tilteknum stjórnmálaflokkum eigi að heimila það sama? Er það stór mál ef kirkju er úthlutuð lóð? Eigum við þá að setja það í almenna atkvæðagreiðslu meðal kjósenda í borginni?
Sigurður M Grétarsson, 24.5.2014 kl. 23:22
Mikið tek ég undir allt sem Anna Sigríður segir. Hins vegar verðum við að gæta að því, að mismunun getur aldrei verið bara á annarri hendi. Það þarf tvær hendur til. Islam býður bara uppá eina hönd. Hún er sú, mannréttindabrot, kvennfyrirlitning og fyrirlitningu á öllu sem vestrænt er. Tala nú ekki um samkynhneigða. Þar er bara eitt..!! Réttdræpir. Kvenfólk er núll og nix og ungastrákum er kennt það af ferðum sínum að stjórna mæðrum sínir 12 ára gamlir. Alla sína lífsævi, þurfa kvenmenn undir Islam að búa við ótta. Endilega tökum þetta og fögnum sem nýjum innblástri í okkar þjóðfélag og munu að þessir siðir eiga að efla okkar menningu.Efast ekki um að íslenskar konur bíða í röðum um að geta fagnað þessum ófögnuði.
Ps. Hefur einhver heyrt um feminista nýverið.?
Sigurður Kristján Hjaltested, 25.5.2014 kl. 00:21
Sigurður M. - það sem mér finnst aðeins að gerast núna undanfarið er að vinstri - menn virðast vera að taka afstöðu me músimum og ef svo er þá er rétt að þeir komi hreint fram og segi að þeir styðji íslam.
En samt er rétt að halda því til haga að ÁPÁ hefur sagst vera kristinnar trúar os sagði trúnna skipta miklu máli og fékk ekki mjög jákvæð viðbrögð t.d frá ungum jafnarmönnum fyrir þá skoðun sína.
Er þá ekki útséð að sf - mun leita sér að nýjum formanni ?
Óðinn Þórisson, 25.5.2014 kl. 11:25
Sigurður Kristján - mjög málefnalegt og gott innlegg og rétt að t.d að íslenskar konur skoði réttindi og stöðu kvenna í múaðmeðstrúarlöndum.
Mér dettur í huga barátta Soffíu Hansen fyrir dætrum sínum.
Óðinn Þórisson, 25.5.2014 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.