Ríkisstjórnin ætlar í vegaframkvæmdir meðan Reykjavíkurborg gerir ekkert

2009 - 2013 voru ár framkvæmdastopp á íslandi í boði vinstri - stjórnarinnar. Rauði meirihlutinn í Reykjavík hefur boðað vegaframkvæmdastopp allt þetta kjörtímabil og á því bera kjósendur í Reykjavík alla ábyrð að hafa kosið afturhaldið yfir sig.
Það reyndar verða framkvæmdir í Reykjavík í formi þess að slátra Reykjavíkurflugvelli.
Ríkisstjórnin þarf vissulega að bretta upp ermarnar eftir framkvæmdastoppárin og það er mikil vinna framundan.
En vissulega hefði ég viljað fá mislæg gatnamót Kirnglumýrabraut/Miklubraut af stað en það bíður næstu borgarstjórnar eins og fjölgun bílastæða.
mbl.is Vegakerfið fari í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Óðinn, ef þú veist ekki af því, þá varð kreppa sem þinn flokkur var meir og minna valdur að, þar af leiðandi þurftu vinstriflokkarnir að reyna að vinna Ísland úr kreppuni, sem tókst vonum framar. Þess vegna Óðinn varð að halda í við framkvæmdir eins og kostur var, á meðan var verið að vinna sig út úr öllum óhroðanum sem þinn flokkur varð valdur að. Þín ríkisstjórn tók við góðu búi, og vonandi verða skilin ekki síðri þegar hún fellur frá í næstu kostningum.Eigðu góðan dag Óðinn.

Hjörtur Herbertsson, 23.7.2014 kl. 12:56

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hjörtur - ísland lenti í alþjóðlega fjármálahruninu 2008, fall einkabankana var áfall fyrir alla íslendinga, ábyrgð á þeim var í höndum eigenda og yfirmanna þeirra.
Þeir sem eru sekir þeir eiga að axla ábyrð á því og dómstaólarnir sjá um það ekki dómur götunnar.

Ef fyrrv. ríkisstjórn hefði náð einhverjum árangri og gert eitthvað þá hefðu kjósendur stutt ríkisstjórnina áfram en hún kolféll og guldu ríkisstjórnarflokkarnir algert afhroð.

Öll hugmyndafræði og stefna vinstri - stjórnarinnar var röng enda er ekki hægt að skatta þjóð út út úr kreppu og hætta öllum framkvæmdum og fresta framtíðinni.


Óðinn Þórisson, 23.7.2014 kl. 17:27

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

En Óðinn, meðan verið er að koma sér út úr kreppuni, hlýtur að hafa þurft að draga saman seglin á ýmsum sviðum, og mér sýnist á öllu að það hafi tekist, miðað við lifnaðarhætti fólks í dag.

Hjörtur Herbertsson, 24.7.2014 kl. 13:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 121
  • Sl. sólarhring: 124
  • Sl. viku: 537
  • Frá upphafi: 870556

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 377
  • Gestir í dag: 70
  • IP-tölur í dag: 70

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband