3.10.2014 | 06:53
Aðeins tveir valkostir fyrir Rúv.
Nú þegar virðist lyggja fyrir að Rúv verður ekki rekið áfram í núverandi mynd ættu allir að geta verið sammála um að það þarf að sprenja upp rekstrarform þessa fyrirtækis og skylgreina það alveg upp á nýtt.
Flytja úr höfuðstöðvunum, það þarf að gera víðtækar breytingar á fjölda starfsmanna og leggja niður nokkrar deildir.
Svo eru tveir valkostir fyrir áframhaldandi rekstri rúv, annaðhvort út með 18 þús skylduskattinn eða hitt engar aulýsiingatekjur.
Nota þá peinga sem fást fyrir þá starfsemi sem verður hætt&hús Rúv til að hefja byggingu á nýjun spítala.
Flytja úr höfuðstöðvunum, það þarf að gera víðtækar breytingar á fjölda starfsmanna og leggja niður nokkrar deildir.
Svo eru tveir valkostir fyrir áframhaldandi rekstri rúv, annaðhvort út með 18 þús skylduskattinn eða hitt engar aulýsiingatekjur.
Nota þá peinga sem fást fyrir þá starfsemi sem verður hætt&hús Rúv til að hefja byggingu á nýjun spítala.
Mun ekki geta greitt skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 888610
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert á móti RUV Óðinn og það er þinn réttur. Ég er þér ósammála og góður meirihluti þjóðarinnar einnig. Hvernig þú ætlar að byggja nýjan Landsspítala með því að selja hluta af RUV er líka alveg óskiljanlegt.
RUV er í peninga vandræðum út af einni af æfingunum sem þínir menn í Sjálfstæðisflokknum stóðu fyrir og það var að breyta þessu í eitthvað HF dæmi, flytja svo lífeyrisskuldbyndingar í það félag og búa þannig til 5 milljarða halla á félaginu. Gjörningur sem minnir mikið á 2007 fléttur til að laga bókhald á einum stað en skilja eftir óreglu á hinum staðnum í anda útrásavíkinga.
Nú vilt þú sprengja upp rekstraformið og skilgreyna enn upp á nýtt. Elaust verða þá ráðnir til verksins einhverjir gæðingar með rétt flokksskirteini sem geta búið til nýja fléttu sér til hagsbóta.
Hver á svo að græða á þessu ? Alla vega ekki gamla fólkið sem hlustar mikið á RUV. Ekki við sem höfum gaman af vandaðri daskrá með dægurlögum. Ekki rúmlega 70 % þjóðarinnar sem treystir RUV.
Væri ekki bara nær að láta þessa stofnun fá nefskattinn sem við greiðsum öll til þessarar stofnunar og síðan geta þú og hin 30% bara hlustað á Bylgjuna.
Baldinn, 3.10.2014 kl. 15:56
Baldinn - það eru breyttir tímar í fjölmiðlum líkt og örðu og það krefst þess að endurskoða Rúv eins og aðrar stofnair frá grunni og ekki síst vegna hræðilegrar fjárhagsstöðu.
Það er mjög sérstakt að þetta sé að koma upp nú, hversvegna upplýstu yfirmenn Rúv ekki ríkið ( fjárlaganefnd/ríkisstórn ) um þessa stöðu sem stofnunin var komin í.
Nú er það Vigdísar og fjárlaganefndar eins hún hefur sagt, taka yfirmenn Rúv inn á fund til sín og fara yfir stöðuna, og eins og Vigdís hefur sagt, er allt undir.
Hvaða vandaða dagskrá ert þú að tala um á rúv ?
Ef þessi skattur veður áfram þá verður að taka rúv af aulýsingamarkaði.
Rás 2 á að selja, við höfum Bylgjuna, x-ið o.sfrv .
Óðinn Þórisson, 3.10.2014 kl. 18:24
Það er illa komið fyrir þessari þjóð ef fólk eins og Vigdís á að fara stjórna þessu. Sú manneskja er mér ekki að skapi og á ekki að koma nálægt málefnum RUV eftir hótanir hennar í þeirra garð.
Þú segir " það eru breyttir tímar í fjölmiðlum líkt og örðu og það krefst þess að endurskoða Rúv eins og aðrar stofnair frá grunni og ekki síst vegna hræðilegrar fjárhagsstöðu."
Fyrsta stig aftökunnar var að stofna OHF um RUV og skilja hræið eftir með skuldir sem RUV ræður ekki við. Hluti af þessum snúning var að skilgreindar tekjur kæmu inn á móti í formi nefsskatts.
Annað stig. Stela af þeim nefskattinum sem við eigendur RUV greiðum öll. Einnig á þessum tímapunkti eru virkjaðir sanntrúaðir menn og konur árása á sérstaklega fréttastofuna, það náttúrulega gengur ekki að stór meirihluti þjóðarinnar beri mikið traust til fréttastofu RUV.
Þriðja stig. Ráðast að RUV og heimta enn einn niðurskurðin þar og nota sem aðal ástæðu að það sé tap hjá þeim. Selja svo rás 2, auðvitað hún skilar inn pening.
Fáum svo þá þingkonu sem oftast kemur fólki til að hlægja til að taka loka stigið. Þá verður það allavega ekki flokksmaður þinn sem sem sér um sjálfa aftökuna.
Þetta er flottur vafningur hjá þínum mönnum og þið hljótið að vera stoltir. Í svona fléttum eruð þið á heimavelli og það á engin séns í ykkur.
Baldinn, 3.10.2014 kl. 23:47
Baldinn - hefur rúv ekki verið að tapa 1 - 2 milljónum á dag síðustu 10 ár, það er vart boðlegt.
"Óferskja"
Ingvi Hrafn um rúv.
Ekki ætlast til þess að í rúv fái 190 milljónir í fjáraukafrumvarpinu - það gerist ekki.
Það hefur enginn verið að gera neinar árásir á fréttastofu rúv, má ekki gagnrýna hana.
Hvernig var umfjöllun rúv um kristna daga í hörpunni, nánast aðför að ÓRG hvað hann væri að gera þarna, þarna var kærleiksráðstefna og þetta var innlegg rúv.
Rúv reyndi að leggja af morgunbænina, hvað næst, útvarpsmessuna á sunnudagsmorgnum.
Öryggslega séð skiptir rúv ekki sama máli lengur.
Og þessi nauðungaráskrift gengur ekki upp 2014, og hvað þá að rúv með auglýsingatekjum nái að halda niðri frjálsum fjölmiðlum.
Burt með ríkisrekið rúv.
Óðinn Þórisson, 4.10.2014 kl. 10:39
Það er svo skrítið með ykkur Sjalla. Á móti öllu ríkisreknu en viljið svo hafa ríkisrekna kirkju.
Þakka þér annars spjallið sem var án þess að við köllum hvorn annan asna. Við erum sammála um að vera ósammála.
Baldinn, 4.10.2014 kl. 19:39
Baldinn - Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt mikið upp úr kristilegum gildum og telur að kirkjan sé ein af grunnstoðum okkar þjóðfélags.
Það er eitt af þvi góða við að búa í lýðræðisþjóðfélagi fá að vera ósammála.
Takk sömuleiðir fyrir spjallið.
Óðinn Þórisson, 4.10.2014 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.