19.11.2014 | 17:54
Reykjavíkurflugvallaróvinir
Lítill þröngskýnn öfgahópur sem rétt er nefna sínu réttnefni Reykjavíkurflugvallaróvinir ætla eins og ég hef áður sagt að loka flugvellinum með góðu eða illu.
Það er sorlegt að þetta fólk virfðist hafa engan skylning á hlutverki flugvallarins hvað þá hlutverki Reykjavíkur sem höfuðborgar.
Þetta fólk hefur reynt að afvegaleiða umræðuna og segja að flugvöllurinn verði færður, það er ekki þannig að flugvöllur er færður honum er lokað.
Það er enginn peningur til í ríkiskassanum til að fjármagna nýjan flugvöll sem kostar liklega um 80 milljarða.
Þetta fólk er beinlíns hættulegt.
Flugvöllurinn er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál.
Viljandi gerður að verri kosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála þér með flugvöllinn.
En var það ekki meirihluti reykvíkinga sem kaus Dag sem borgarstjóra?
Jón Þórhallsson, 19.11.2014 kl. 19:01
Ég skil ekki þetta með flugvöllinn, við fengum hann fyrir ekkert, og þennan líka fína flugvöll þar sem að fullvaxnar þotur geta lent án vandræða ef svo ber undir. Þarna starfa fjöldi manns. Reykjavíkurborg fær allskonar gjöld í sarpinn frá starfseminni þar.
Gísli Marteinn er búinn að setja upp Latte kaffihús við Melhaga, er það ekki nóg, þótt svo mér líki betur sopinn á kaffiteríunni á Reykjavíkurflugvelli.
Hvað næst? Þurka upp vatnsmýrina og byggja í tjörninni?
Það er ekkert heilagt hjá þessum samfylkingarkommum.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 20:03
Jón - Samfylkingin fékk hvað 32 % og 5 borgarfulltrúa og myndaði meirihluta með Besta/Bjartri framtíð sem tapaði 4 borgarfulltrúum, vg sem fékk einn og pírötum sem fékk einn.
Þetta fólk mun einhfaldlega gera það sem leiðtogi lífs þeirra Dagur B. segir þeim að þau eigi að gera.
Óðinn Þórisson, 19.11.2014 kl. 20:29
Rafn - þjóðin fékk flugvöllinn að gjöf en ekki bara reykvíingar þannig þar sem borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar að fara gegn öryggi landsbyggðarfólks til að komast á LSH þá er ekkert annað að gera en að taka skipulagsvaldið af þessu fólki.
Það á að byggja fullt af ibúðum, Guðfinna borgarfulltrúi Framsóknar&flugvallarvina hefur reyndar gert mjög alvarlegar ath.semdir við þessar íbúðabyggingar og talar um sjónhverfingu.
Gísli Marteinn er stór hluti af þeirri ástæðu hversvegna Sjálfstæðisflokkurinn fékk aðeins 4 borgarfultrúa.
Rauði meirihlutinn í reykjavík hefur ekki sagt sitt síðasta, það er rétt að fylgjast með þeim mjög vel og SJálfstæðisflokkurinn verður að fara í alvöru stjórnarandstöðu.
Óðinn Þórisson, 19.11.2014 kl. 20:37
Gísli Marteinn er stór hluti af þeirri ástæðu hversvegna Sjálfstæðisflokkurinn fékk aðeins 4 borgarfultrúa.
Gísli var nú ekki í framboði. En flokknum hefði e.t.v. gengið betur með Gísla umborð.
Skeggi Skaftason, 19.11.2014 kl. 22:41
Þú segir gott, Óðinn, "flokkurinn verður að fara í alvöru stjórnarandstöðu" Gegn Hönnu Birnu, því miður, varaformanns flokksins, gengur hreinlega ekki upp. Hún og fleiri konur í borgarstjórn Reykjavíkur hafa nú þegar samþykkt skipulag um að völlurinn víki, í andstöðu við líklega 80% landsmanna og örugglega uppí 99% þegar öllum verður ljóst að fargjöld til Íslands hækki um stórfé þegar varaflugvellinum í Rvk verður lokað. Flokkurinn er greinilega ekki að sækjast eftir atkvæðum 80% þjóðarinnar og verður því minnihlutaflokkur um alla framtíðinni eins og Óli Björn, varaþingmaður flokksins lýsti svo sorglega í dag á fundi. Hanna Birna er þegar orðin ein dýrasta kona sem flokkurinn hefur fengið inn fyrir sínar raðir. Það er rétt hjá þér Óðinn, flugvöllur er ekki færður. Hann er lagður niður eftir að tekist hefur að byggja nýjan, ef nýtt svæði finnst. Hverjir eiga að borga nýja flugvöllinn. Er það ekki ljóst, auðvitað þeir sem byggja á gamla flugvellinum, hverjir aðrir?. Ég vil ekki borga nýjan flugvöll fyrir þá, en þú??? Nei, eitthvert vit verður að vera í vitleysunni og þegar væntanlegir byggingavertakar á svæðinu segja: Hver íbúð borgar kr 50 millur fyrir nýja flugvöllinn, 30 millur fyrir mýrina undir og 20 millur í andabúskapinn, ergo 100 millur plús allt hitt. Þá verður Hjálmar Sveinsson hættur í pólitík og ber ekki neina ábyrgð á sínum orðum um ódýrar íbúðir "fyrir unga fólkið" Ég hlæ að þessum manni í dag, árið 2014, hvenær ætlar þú að fatta málið???
Örn Johnson, 19.11.2014 kl. 23:05
Skeggi - hann hafði allt síðasta kjörtímabil verið í daðri við vinstri - anarkistameirihlutann, Geísli Martein mætti á fund í Valhöll á vegum Heimdallar, eflaust var einhver 1 salnum á sömu skoðun og hann með stætó og hjól og stuttu eftir þann fyrir setig hann til hlðar því þar áttaði hann sig á því að þetta ver ekki fundur hjá Samfó.
Þannig að niurstaðan er skýr, hann stóð sig illa varnadði t.d flugvöllinn og einkabílinn hafði notað síðustu árin í borgarstjórn til að daðra við DBE en ekki fyrir þær hugsjónir og stefnu sem hann átti að bejast fyrir.
Óðinn Þórisson, 20.11.2014 kl. 00:07
Örn - það er fátt gott hægt að segja vinnubrög HBK vaðandi flugvallarmálið enda held á að hún skylji það ekki enn að hún er innanríkisráðherra en ekki borgarfulltrúi.
Og þannig að það komi skýrt hér fram aftur þá styð ég HBK ekki lengur og tel að hún eigi að segja af sér.
Hjálmar Sveinsson held á að viti nánst ekkert um Reykjavíkurflugvöll, a.m.k bendir flest til þessa að honum sé algjölga sama um flugsöguna og sjúkraflug.
Þessi fugl verður vonandi bara fyrir okkur þarna þetta eina kjörtímabil enda kvíði ég hans framtíðarsýn, hana verður að stoppa,.
Ríkið hefur engan annan valkost en að taka skipulagsvaldið af borgarstjórn, með hagsmuni fólksisn í landinu að leiðarljósi.
Dagur og hans fólk munu ekki leggja kr. til byggingu nýs flugvallar . það eitt er alveg ljóst.
Óðinn Þórisson, 20.11.2014 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.