31.12.2014 | 13:35
Skuldaleiðréttingin afrek ársins 2014
"Þetta er dæmi um nálgun margra sósíalista á skatta og skattastefnu, sem er órökrétt og hefur hvergi gengið upp. Eins og sést nú kannski best á þeirri breytingu sem hefur orðið frá því að ný ríkisstjórn tók við með nýja stefnu. Á síðasta kjörtímabili vantaði mjög upp á hagvöxt og að sú uppsveifla sem menn höfðu vænst"
Eftir fall stefnu og hugmyndafræði vinstri - stjórnarinnar var ljóst að verkefnið yrði gríðarlega erfitt.
Ríkisstjórnin hefur lagt gríðarlega áherslu á aga í fjárlögum og nú annað árið í röð kemur hún með hallalaus fjárlög.
Þau fjárlög sem nú voru samþykkt voru endurreisnarfjárlög.
Gleymum því ekki að fyrrv. ríkisstjórnarflokkar VG o Samfylkingin sem sögðu 2010 að ekki yrði gert meira fyrir skuldsett heimili börðust gegn skuldaleiðréttingunni, sóttu samt um og ætla að samþykkja.
Íslenska þjóðin getur farið með jákvæðni og bjartsýni inn í nýtt ár vitandi að ríkisstjórnin mun halda áfram að vinna með hagsmuni íslands að leiarljósi.
Gleðilegt nýtt ár.
Árangurinn kemur Sigmundi á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 96
- Frá upphafi: 888608
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært, nú er bara að bíða eftir þessum 220 milljörðum sem vantar upp á loforðið og sjá hvort ekki komi eitthvað fram af þessum ósýnilega hagvexti.
Barbabrella.
Jón Páll Garðarsson, 31.12.2014 kl. 13:58
Jón Páll - viðsnúningurinn frá fyrrv. ríkisstjórn þar sem stefnan var að skatta allt í drasl blair við öllum.
Ríkisstjórnin er búin að gefa atvinnulífnu súrefni með því að lækka skatta á fólk og fyritæki.
Það má alltaf gera betur.
Óðinn Þórisson, 31.12.2014 kl. 14:40
Ég hafði alveg gleymt því að "skattar" á útgerðina voru lækkaðir til eflingar atvinnulífinu á Tortolla.
En súrefnið til íslensks atvinnulífs fór með vindinum, almenningur hefur æ minni og minni kaupgetu.
Jón Páll Garðarsson, 31.12.2014 kl. 15:41
Jón Páll - verðbólgan 1 % síðastliðið ár og atvinnuleysi ekki minna í 6 ár.
Við erum á uppleið, það er alveg klárt mál og ráðstöfunartekjur fólks eru að aukast.
Óðinn Þórisson, 31.12.2014 kl. 16:34
Fátækt hefur aldrei verið meiri frá hruni og mun halda áfram að aukast með þessa dásamlegu ríkisstjórn. En þú minnist auðvitað ekkert á það og munt svara með einhverjum útúsnúningi ef ég þekki þig rétt.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.1.2015 kl. 22:06
hvað er svona gott við hina svokölluðu skuldaleiðréttíngu. er í sjálfus´r lítið öðruvísi en 110%leiðin. fjárlögin lítið annað en bókhald hver skildi raunstaða ríkisins ver skildi einhver vita það ?. ég er mest spenyur fyrir nýju húsnæðiskerfi. skilst að a.s.i sé til vandræða. vonandi stendur eygló eygló í lappirnar
Kristinn Geir Briem, 2.1.2015 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.