Rétt að hrósa Morgunblaðinu fyrir að þora.

"Ef allt væri með felldu bæri ís­lenska rík­inu að höfða mál gegn for­seta Hæsta­rétt­ar til emb­ætt­ismissis,“

Það er rétt að hrósa Morgunblaðinu fyrir að opna á svona stórt mál og reyna að fá í gang umræðu um þetta alvarlega mál sem vissulega krefst skoðunar allra fjölmiðla en verður það bara Morgunblaðið blað allra landsmanna sem þorir að fjalla um þetta mál ?


mbl.is Bæri að höfða mál gegn Markúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef allt hefði verið með felldu hefði Jón Steinar aldrei verið skipaður Hæstaréttardómari! Gerði Markús nokkuð af sér annað en að vera þeirrar skoðunar. Það eitt nægði til að gera hann að glæpamanni í augum hins "mikla manns".

Það sem Jón Steinar er að gera er grafalvarlegt. Hann er, í einhverjum annarlegum tilgangi, vísvitandi að gera Markús og meðdómara hans í Hæstarétti vanhæfa að dæma mál sem hann flytur fyrir réttinum. Ætti það ekki að leiða til réttindamissis?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 10:50

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvers vegna hefði Jón Steinar aldrei verið skipaður dómari hefði "allt verið með felldu"? Athugaðu að hér er spurt um málefnaleg rök. Málefnaleg rök í slíku máli snúa að hæfi viðkomandi manns. Nú verður gaman að sjá hvort þér heppnast að halda þig við það.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2015 kl. 12:00

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - var eitthvað óeðliegt við skipan Jóns Steinars, held ekki.

Það er hinsvegar grafalvarlegt ef Markús ætlar að reyna að þegja ásakanirnar í hel.

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 13:10

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - eins og ég sé þetta núna er máið alferið í höndum annarsvegar Markúsar sjálfs og hinsvegar annarra fjölmiðla að grípa boltann.

Markús hlítur að vilja að svara fyrir sig, ef ekki það er það eitt í sér fréttaefni.

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 13:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Axel Jóhann. Passaðu þig að detta ekki í sama farið og Markús.

Þér er að sjálfsögðu frjálst að hafa þá skoðun að Jón Steinar hafi ekki átt erindi í dómarastarf, en þá væri líka meira gagn því að blogga um það ef slíkum yfirlýsingu myndu fylgja málefnaleg rök.

Hér er ágætis dæmi um hvernig hægt er setja fram málefnaleg rök jafnvel þó menn greini á um sjónarmið: http://timarit.is/view_page_init.jsp?gegnirId=000545094

Guðmundur Ásgeirsson, 3.1.2015 kl. 13:17

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ljóst að Jón Steinar var pólitískt skipaður. Geir Haarde, þá settur dómsmálaráðherra, varði ákvörðun sína þannig að hann hefði ákveðið að líta til annarra þátta en venja var við mat á umsækjendum um stöðu Hæstaréttardómara. Í því ljósi var Jón Steinar hæfastur að sögn Geirs. Ekki verður annað skilið af orðum Geirs en hæfniskröfurnar hafi verið sérsniðnar að Jóni Steinari. Það þarf mikinn vilja og trú til að telja það eðlilegt.

En það er gaman að sjá mann kalla eftir rökræðum, sem hefur ekki þor fyrir almenn skoðanaskipti á sínu bloggi og hleypir aðeins útvöldum þar inn. Frekar klént eins og maðurinn sagði og ekki mjög sannfærandi.

Óðinn, það er óskrifuð regla að dómarar ræði ekki opinberlega, í ræðu eða riti, dóma og önnur mál Hæstarétti tengd. Þá reglu hefur Jón Steinar, einn dómara, brotið.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 13:31

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Takk fyrir ábendinguna Guðmundur.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 13:32

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig fer maður að því að brjóta "óskráða reglu"? Þarf maður ekki að vita af viðkomandi reglu og hver hún er til þess að geta brotið hana?

Það er ekkert í lögum sem bannar beinlínis að fyrrverandi dómari tjái skoðun sína á störfum dómstólanna, a.m.k. sé það gert málefnalega.

Það væri aum fræðigrein þar sem gagnrýni væri með öllu bönnuð. Slík fræðigrein gæti varla talist uppfylla akademísk sjónarmið.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.1.2015 kl. 13:47

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Spurningin um hvort Jón Steinar hafi átt erindi í dómarastarf (hefði verið skipaður hefði "allt verið með felldu") er spurning um hæfni hans til þess starfs. Ekki spurning um hvernig hann var skipaður, hver gerði það eða hvernig sá sem það gerði rökstuddi ákvörðun sína. Spurningu minni (henni var beint til Axels) um hæfni Jón Steinars er því ósvarað. Axel gæti í sjálfu sér birt hér allan rökstuðning Geirs fyrir skipuninni og þess vegna allar samsæriskenningar sem mönnum hefur dottið í hug að setja fram um Jón Steinar. Spurningunni yrði áfram ósvarað.

Varðandi hina "óskrifuðu reglu": Dómarar hafa það fyrir venju að tjá sig ekki um dóma meðan þeir eiga sæti í réttinum. Það skýrir sig auðvitað sjálft hvers vegna menn hafa þennan hátt á. En það útilokar alls ekki að fyrrverandi dómarar tjái sig.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2015 kl. 14:05

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Að mati átta af níu dómurum Hæstaréttar þóttu lagaprófessorarnir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson hæfastir umsækjenda í ítarlegri og vandaðri álitsgerð að mati Stefáns Más. Hann segir að samkvæmt meginreglu stjórnsýsluréttar ber að ráða hæfasta manninn og þessu mati Hæstaréttar hafi ekki verið hnekkt."

http://www.visir.is/jon-steinar-ekki-haefastur/article/2004409300386

http://www.mbl.is/frettir/knippi/2280/

 

 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 14:46

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - vissulega er það svo að fólk er frjálst að hafa rangar skoðanir og að slíkum skoðunum ber að fylgja a.m.k málefnaleg rök.

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 15:23

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - þetta var ákvörðun Geirs og klárlega hefur hann séð eitthvað sem Jón Steinar hafði fram yfir hina umsækjundurna og því var rétt hjá honum að velja þann sem hann taldi hæfastan.
Sammála Guðmundi varðandi þesas óskrifuðu reglu, stenst enga skoðun og því hefur hann ekki brotið neitt að mínu mati.

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 15:26

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - sammála þér varðandi að auðvitað er ekkert á móti því að fyrrv. dómarar tjái sig, ef það er eitthhvað að í hæstarétti það verður að taka umræðuna um það og Markús þá að segja af sér tímabundið til að koma hreint fram við íslensku þjóðina.

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 15:28

14 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Óðinn, dómarar Hæstaréttar telja þessa "reglu" þess virði að þeir hafa virt hana allir utan einn.  Það nægir mér.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 15:45

15 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Er þöggun góð?

Sindri Karl Sigurðsson, 3.1.2015 kl. 15:58

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - regla sem hvergi er skráð og skrifuð skiptir í raun engu máli og ekki hægt að ætlast til þess að fólk/dómarar fari eftir óskráðum reglum.

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 16:07

17 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sindri Karl - þöggun er ekki í boði í lýðræðislandi.

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 16:08

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

Nú er í sjálfu sér ekki Mogginn sem er að "opna" þetta mál, heldur Jón Steinar Gunnlaugsson, sem gerði það með umfjöllun í bók sinni. Eitthvað virðist höfundur ósáttur við að málið hafi fengið tilhlýðilega athygli þegar bókin fyrst birtist, en það er tveir og hálfur mánuður síðan. Getur verið að engum nema Jóni Steinari finnist þetta svona stórmál?

Sjálfur hef ég ekki lesið bókina og hef ekki aðgang að grein Jóns Steinars, svo ég hef ekki minnstu hugmynd hvað hann er að saka Markús um. Gæti einhver upplýst það?

Skeggi Skaftason, 3.1.2015 kl. 17:21

19 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er vissulega gaman að því, Axel, að fréttin sem þú byggir álit þitt á hæfni Jóns Steinars á, er viðtal við annan umsækjanda um embættið, sem ekki fékk það. En tæpast ætlast þú til að menn taki eitthvert mark á þér þegar málflutningurinn er svona?

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2015 kl. 18:30

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skeggi grein Jóns Steinars er í Morgunblaðinu í morgun " Þagað í hel ".

" Núverandi forsetinn gaf raunar með hátterni sínu jafngildi beinnar yfirlýsingar um að hann væri tilbúinn til að misfara með vald sitt sem hæstaréttardómari  ef hann persónulega teldi tiltekna æskilega "

Ég skora annars fólk til að lesa þessa grein, hún er mögnuð.

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 19:47

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - málflutningur Axels er því miður fyrir hann mjög veikur.

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 19:49

22 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú setur kíkinn fyrir blinda augað Þorstinn, eins og við var að búast. Hæfnismatið var unnið af dómurum Hæstaréttar lögum samkvæmt. Þeirra mat var að tveir umsækjendur væru hæfari en Jón Steinar eins og kemur skýrt fram.Tilvísun mín var til að benda á þá staðreynd. Þú ættir að fara að eigin kröfu og færa fyrir því rök að það sé rangt sem þar kemur fram, sé svo!

Þú ættir ekki að kalla eftir rökstuðningi, staðráðinn að hafa hann að engu, falli hann ekki að þinni óhagganlegu skoðun.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 20:01

23 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er nú greinilega ekki auðvelt, Axel minn. Gagnrýni JS snýst um að umsögn Hæstaréttar hafi verið eins og hún var vegna persónulegrar óvildar. Lesi menn umsögnina læðist að þeim sá grunur að þetta sé rétt hjá JS. Hér er því miður um að ræða mál sem menn verða að setja sig inn í sjálfir og leggja á eigið mat. Það dugar ekki að vísa í yfirlýsingar annarra umsækjenda eða segja að gagnrýni JS á umsögnina standist ekki vegna þess að umsögnin segi annað. Það er, með öðrum orðum, tími til kominn að tala af viti!

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2015 kl. 20:11

24 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

 Þú staðfestir aðeins Þorsteinn það sem ég nefndi í síðasta innleggi, það er til lítils að eiga samræður við þverhausa og læt ég þeim lokið. Megir þú hafa það sem best.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.1.2015 kl. 20:27

25 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ég er ekki áskrifandi að Morgunblaðinu og get ekki lesið þessa grein, ekki heldur á netinu. Stendur eitthvað merkilegt í henni?

Skeggi Skaftason, 3.1.2015 kl. 20:39

26 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er nú á allra vitorði að Geir Haarde, Davíð Oddson, JSG auk tugthúslimsins Jón Baldurs Guðlaugssonar hafa alltaf verið ágætis mátar í gegnum tíðina. Það að Geir skipi JSG sem hæstaréttadómara þýðir ekki að hann meti JSG sem hæfasta umsækjandann.  Það að JSG riti greinar til varnar Baldri þýðir ekki endilega að Jón meti það sem svo að hann hafi ekki brotið af sér. Þetta eru bara gamlir vinir og félagar að gera hvor öðrum greiða sem er bara býsna algengt hér á landi  Eiga þessir menn að gjalda þess að vera vinir vina sinna?  Sumir mundu kannski kalla þetta spillingu, en það er þeirra höfuðverkur.

Ef JGS heldur að Markús hafi brotið af sér, þá er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt mál að hann fylgi því eftir.  Heimatökin ættu nú að vera hæg hjá honum hvað það varðar. Sá grunur læðist hinsvegar að manni að þetta gæti verið einhver hugarburður hjá honum og jafnvel að ekki sé allt með felldu á þeim bænum.

Guðmundur Pétursson, 3.1.2015 kl. 21:18

27 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skeggi - þannig að þú ert að missa af Reykjavikurbréfinu og Staksteinum, það er leitt að heyra.
Það sem ég ráðlegg þér að gera er að hringja í 569-1100 og panta áskrift hið fyrsta eða þú getur farið inn á greinar og keypt aðgang að greynum blaðsins til að bjarga þér þar til áskrifardeildin opnar :)

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 22:13

28 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - þetta er ægileg samsæriskennig hjá þér, mjög skemmtilegur lestur :)

Óðinn Þórisson, 3.1.2015 kl. 22:14

29 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þakka heilræðið Óðinn. Ég held að tímarit golfklúbbs Dalvíkur sé gagnlegra til að fylgjast með gáfulegri þjóðmálaumræðu! ;)

Skeggi Skaftason, 3.1.2015 kl. 22:16

30 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég mundi nú ekki floka þetta sem samsæriskenningar Oðinn cool  Eg held að svona bittlingastarfssemi hafi nu alltaf tiðkast her a klakanum i gegnum tiðina hvar i flokki sem menn eru.

En talandi um samsæriskenningar, þa finnst mer sumt sem JSG hefur ritað, frekar langsott.  

Timinn verður siðan bara að leiða i ljos hvað er hæft i þessu hja JSG og eg tel ekki miklar likur a þvi að malið verði kæft, folk hefur ahuga a þessu skiljanlega.

Guðmundur Pétursson, 3.1.2015 kl. 23:11

31 Smámynd: Skeggi Skaftason

JSG telur að forseti Hæstaréttar hafi sýnt óvieigandi hegðun og beitt sér gegn sinni umsókn um starf við réttinn. JSG sleppir því eflaust að minnast á að hann sjálfur hafði þó oftlega sýnt afar óviðeigandi hegðun gagnvart Hæstarétt, haft samband við dómara eftir dómsuppkvaðningu og hundskammað þá, o.fl. 

Skeggi Skaftason, 4.1.2015 kl. 10:54

32 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skeggi - " Hinn 8 des 1989 var kveðinn upp dómur í hæstarétti Íslands, þar sem forseta Hæstaréttar var vikið úr embætti dómara við réttinn. Ástæðan var að hann taldist hafa nýtt í óhófi heimild, sem ágreyningslaust var að hann hefði haft til að kaupa sér áfengi á kostnaðarverði í ÁTVR "

" Ef allt væri með felldu bæri íslenska ríkinu að höfða mál gegn forseta Hæstaréttar til embættismissins. En hann er látinn í friði. Hann er ekki einu sinniinntur svara svo almennigur fái fram afstöðu hans til málsins og skýringar ef einhverjar eru "

Nær Markús að þegja máið í hel ?

Óðinn Þórisson, 4.1.2015 kl. 11:59

33 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - eflaust hafa menn misjafnar skoðanir á því hvort skrif Jón Steinars séu langstótt, ég tel svo ekki vera enda gríðarlega mikilvægt að fjalla um þetta mál, ef eitthvað er á bakið við hans orð og þá fá fram viðbrögð frá Markhúsi.

Óðinn Þórisson, 4.1.2015 kl. 12:01

34 Smámynd: Skeggi Skaftason

JSG er að blanda saman tveimur alveg óskyldum og gjörólíkum málum.

Rétt eftir að JSG settist í Hæstarétt birti hann umtalað "nafnlaust bréf" (hann gengst loks við því í bókinni) þar sem hann dylgjaði alvarlega um meðdómara sína í Hæstarétti. Hreint skítkast og óhróður. Kannski vissi Markús hvern mann JSG hefði að geyma og hafði því skiljanlega lítinn áhuga á að fá hann í Hæstarétt. 

Skeggi Skaftason, 4.1.2015 kl. 12:21

35 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skeggi - Jón Steinar er a.m.k ósammála þér að þetta séu óskild mál.
Vísa þessu með Jón Steinar og bug og vona að Markús komi fram og útskýri sitt mál, best fyrir alla.

Óðinn Þórisson, 5.1.2015 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 29
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 592
  • Frá upphafi: 870617

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 402
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband