Sterkt fyrir ríkisstjórnina að leysa læknadeiluna

"Fyrsta vaffl­an kom rjúk­andi heit úr vöfflu­járni rík­is­sátta­semj­ara kl. 3.25 í nótt, aðeins um hálf­tíma eft­ir að frétt­ir bár­ust af því að samn­ing­ar hefðu náðst í kjara­deilu lækna."

Ríkisstjórniir fá ýmis verkefni í hendurnar, sum mjög erfið eins og læknadeilu sem endanaði með verkfalli lækna og hér sýnir ríkisstjórn SDG styrk sinn með því að leiða jafn erfiða deilu til lykta og hún var.

Svo bíður ríkisstjórnarinnar átök við Gylfa Arnbjörnsson/Samfylkinguna


mbl.is Felur í sér algjöra uppstokkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

M.v. samninga .l. ára er ekki barátta að snúa niður ASÍ.

ASÍ getur aldrei samið um meiri hækkun er verst stadda fyrirtækið með hæsta launahlutfall (af rekstri) þolir enda munu fyrirmenn þess annars rísa upp undir fyrirsögninni "ASÍ og Gylfi ætla að drepa okkur".

Það gefur aftur verslun og þjónustu frítt spil til að hækka margfalt umfram hækkun hlutfallslegs kostnaðar.

Óskar Guðmundsson, 7.1.2015 kl. 08:55

2 Smámynd: Baldinn

Ég held að ríkisstjórnin þín hafi frekar þvælst fyrir í þessu máli sem sýnir sig best að deilan leystist þegar formaðurinn þinn var farinn af landi brott og hættur að þvælast fyrir með sýnum yfirlýsingum.  Þassi óstjórn sem á einhvern furðulegan hátt telur að af öllum stofnunum ríkissins sé það kirkjan sem þurfi helst pening að halda mun varla lifa árið af

Baldinn, 7.1.2015 kl. 09:25

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - forseti ASÍ Gylfi Arnbjörnsson hefur sagt skýrt að hann muni sækja sömu launhækkun fyrir sína félagsmenn og læknar myndu fá. Það gefur augaleið að það gengur ekki upp. Hann sagði nei á sínum tíma að kjarasamingar við lækna væri bara fyrir þá.

Óðinn Þórisson, 7.1.2015 kl. 12:25

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - fyrrv. ríkisstjón skar niður fjárframlög til LSH um 20 % en núverandi ríkisstjórn hefur bætt við 10 milljörðum.
Ef Rúv myndi selja Efstalei 1 þá myndi það ekki duga til að draga fyrirtækið að landi í þeirra skuldatöðu, ég vil selja rúv og alla peningana af þeirri sölu til LSH.
Ólöf Norðdal hefur sagt að Þjóðkikjran skiptir okkur máli og er ég henni þar sammaála, sé ekki eftir 660 milljónum til Þjóðkirkjunnar.

Óðinn Þórisson, 7.1.2015 kl. 12:28

5 Smámynd: Baldinn

Eiithvað það allra lélegsta í stjórnmálum í dag er þessi ást ykkar hægri manna á kirkjunni því hún er næstum eingöngu út frá pólitíkinni en ekki út af trúnni.  Ef allur þessi fjöldi hægri manna sem í dag daðrar við kirkjuna væri í raun trúaður að þá væru ekki allar kirkjur landsins meira og minna tómar.  Ef trúin er ykkur svona mikilvæg að þá væri nær að þið færuð að framkvæma eitthvað í þá veru t.d. að auka framlög til fólks með hinar ýmsu fattlanir, heimilislausa, einstæðar mæður, eldri borgara o.s.fr.  Boðskapur Biblíunnar liggur mikklu nær vinstri stefnu heldur en hægri.

Þú vilt aftur á móti selja RUV sem langstærstur hluti þjóðarinnar nýtir sér, sérstaklega gamla fólkið og yfir 70% þjóðarinnar treystir.  Það er ekki mjög kristilegt og er eitt af fjölmörgum dæmum um að þetta daður ykkar við trúnna er bara fals.

Baldinn, 7.1.2015 kl. 15:29

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - trúmál eru að verða stærri hluti af stjórnmálum vegna þess að ákveðnir hópar t.d vantrú / Pírtar tala gegn kirkjunni og kristinni trú þannig að er bara eðlilegt að hægri menn sem eru kristinnar trúar segi sína skoðun en láti ekki valta yfir sig.

Ég er sammála ríkisstjórninni að forgangsraða í þágu heilbrigðiskerfisns og því tek ég LSH fram yfir að dæla botnlaust penginum í Rúv sem er í raun gjaldþrota.

Það er mjög sérstakt hjá þér að tala eins og vinstri - menn séu nær kristinni trú, hvað er rauði meirihlutinn að gera í reykjaví, grunnskólar, moska o.s.frv. og mun síðar ræða grein formanns ungra jafnarðarmanna.

Óðinn Þórisson, 7.1.2015 kl. 16:45

7 Smámynd: Baldinn

 Ég sagði ekki að vinstri menn væru nær kristinni trú, það eru þeir ekki.  Ég sagði að vinstri stefna væri nær heldur en hægri stefna.  Stefna og framkvæmd eru síðan tveir ólíkir hlutir.

Baldinn, 8.1.2015 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband