11.1.2015 | 16:49
Sigmundur Davíð móðgar frönsku þjóðina
"Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmanni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, þekktist ráðherrann ekki boð Francois Hollande um þátttöku í samstöðugöngunni."
Ég hef alltaf reyna að verja Sigmund Davíð en því miður get ég ekki gert það í þessu máli.
Auðvitað átti hann að mæta í þessa samstöðugöngu gegn hryðjuverkum.
Þekktist ekki boð Frakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Óðinn Þórisson
Spurt er
Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 95
- Frá upphafi: 888607
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 78
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sennilega þorði litla hjartað í honum það ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2015 kl. 17:40
Og íslensku líka!
Njörður Helgason, 11.1.2015 kl. 17:55
Það skiptir engu máli hvort að SDG hafi farið í þessa göngu eða ekki, það kemur ekkert út úr þessari samstöðugöngu. Þetta er nákvæmlega sama og teboðin hjá Öryggisnefnd Sameinuðu Þjóðana ekkert kemur út úr þessum teboðum að gagni.
Hryðjuverkinn halda áfram eins og áður og þeir ráðamenn sem mættu í þessa göngu geta sagt að þeir gerðu eitthvað. Hvít þvottur og ekkert annað fyrir allt aðgerðarleysið undanfarinn ár
SDG sparaði islenzku þjóðinni fleiri þúsund í ferðakostnað.
kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 11.1.2015 kl. 18:11
Slæmt er það ef Óðinn opnar blinda augað...uss
Jón Ingi Cæsarsson, 11.1.2015 kl. 18:15
Ásthildur - veit ekki hver ástæðan var en alveg ljóst að hún má vera mjög góð ef einhver á að taka mark á henni eða skylja hana.
Óðinn Þórisson, 11.1.2015 kl. 19:21
Njörður - íelsnska þjóðn stendur með frönsku þjóðinni og þessi framkoma SDG er ekki boðleg.
Óðinn Þórisson, 11.1.2015 kl. 19:22
Jóhann - það er a.m.k mín skoðun að hann átti að mæta þarna og sýna fönsku þjóðinni að íslenska þjóðin stæði 100 % með henni.
Þessi ferð hefði kostað algjöra smáaura enda eigum við að taks skýra afstöðu gegn hryðjuverkum.
Óðinn Þórisson, 11.1.2015 kl. 19:24
Jón Ingi - þú mættir alveg vanda orðaval þitt.
Óðinn Þórisson, 11.1.2015 kl. 19:26
Það breytir engu hvort Sigmundur mætir eða mætir ekki, hann verður til skammar hvort heldur er. Eru menn búnir að gleyma því þegar hann varð að athlægi, á fundi með Obama og forsætisráðherrum Norðurlanda í Svíþjóð, í ósamstæðu skónum? Nei þá er illskást að kjánaprikið sitji heima.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.1.2015 kl. 19:35
Axel Jóhann - þetta með ósamstæðu skóna var bara fyndið og geri ekki aht.semd við það.
Fyrrv. borgarstjóri mætti í dagi, bleikum jakkafotum o.s.frv það hefur SDG ekki gert en það hefði vissulega skipt öllu að hann hefði mætt þarna og sýnt frönsku þjóðinni samstöðu.
Ég eins og fleiri óska skýring hversvegna hann mnætti ekki.
Óðinn Þórisson, 11.1.2015 kl. 20:32
Er hann ekki ný búinn að vera erlendis að halda upp á afmæli konunar, á fullum launum hjá okkur. Hefur sennilega þurft að vinna upp það skróp.
Hjörtur Herbertsson, 11.1.2015 kl. 21:27
Hjörtur - fólk tekur frí og fer erlendis til að halda upp á afmæli o.s.frv. en þessi framkoma á eftir að vera stór blettur á hans stjórnmálaferli.
Fjölmiðlar hljóta að kerfja hann svara.
Óðinn Þórisson, 11.1.2015 kl. 21:37
Það er mikið betri að senda samúðarskeyti til fjólskylda hinum myrtum en að ganga við hliðin á Netenyaho.
Salmann Tamimi, 11.1.2015 kl. 22:12
Óðinn þegar aðstoðarmaður hans getur ekki varið þessa ákvörðun þá er langt gengið Salmann ekki gera þetta að múslima máli, það skilar engum tilgangi. Glæpamennirnir sem gerðu þetta eru hrottar sem ber að berjast gegn með öllum ráðum. Besta ráðið er að gera þetta að samstöðu en ekki sundrungu. Ekki þar fyrir að ég fyrirlít Netenyaho en það er bara ekki málið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2015 kl. 22:37
Salmen - skil vel þína afstöðu en þartta var samstöðuganga gegn hryðjuverkunum sem framin voru í París.
Óðinn Þórisson, 12.1.2015 kl. 07:07
Ásthildur - það hefur enn ekki enn komið fram nein skýring frá forstætisráðherra eða hans 7 aðskoðarmönnum hversvegna hann þáði ekki boðið og er þessi framkoma honum til minnkunnar.
Ég vona fyrir hönd SDG að hann geti komið fram með mjög góða skýringu á þessu.
Óðinn Þórisson, 12.1.2015 kl. 07:11
Núna eru skýringar komnar. Hvað finnst þér um þær, Óðinn? Ef þú hefur tíma væri fræðandi að fá þitt álit.
Wilhelm Emilsson, 12.1.2015 kl. 07:22
Wilhelm -
"Fjöldi þjóðarleiðtoga frá öllum heimshornum var viðstaddur samstöðufundinn í París í dag eftir hryðjuverkaárásirnar í síðustu viku.
Þar á meðal voru forsætisráðherrar allra Norðurlandanna, fyrir utan Ísland."
"Þá segir í tilkynningu að vegna „ýmissa samverkandi þátta, m.a. skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskár ráðherra“ hafi forsætisráðherra ekki verið fært að taka þátt í göngunni. "
Því miður þá tek ég þessa skýrking ekki gilda.
Óðinn Þórisson, 12.1.2015 kl. 07:29
Takk kærlega fyrir svarið, Óðinn.
Mér finnst þitt álit mjög góður prófsteinn á málið, þar sem þú hefur hingað til reynt að verja Sigmund, eins og þú bentir á. Ég er að sjálfsögðu sammála þér um að skýringin er ekki sannfærandi.
Wilhelm Emilsson, 12.1.2015 kl. 08:13
Já það er ég líka. Þetta er ekki sannfærandi skýring.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2015 kl. 11:10
Salmann, ég sé að þú telur þennan atburð ekki vera tækifæri til að leggja hatrið til hliðar. Hvenær er komið nóg?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.1.2015 kl. 12:18
Sigmundur var í alvöru upptekinn. Hann var í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki, höfuðstöðvum Framsóknarflokksins, hvar flokkeigandinn, kaupfélagsstjórinn, tók hann á teppið og lagði honum línurnar fyrir næsta mánuð.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.1.2015 kl. 12:22
Áthildur - ef þetta er skýrinign þá er eitthvað mikið að í forsætisráðuneytinu.
Óðinn Þórisson, 13.1.2015 kl. 12:21
Axel Jóhann - þjóðin á skilið betri skýringu frá honum en Skagafjörðurinn er vissulega fallegur.
Óðinn Þórisson, 13.1.2015 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.