Stórhætta skapðist í Reykjavík Dagur látinn vita

Það er alveg órrúlegt að borgarstjórnarmeirihlutinn ætli ekki að framfylgja skoðun 80 % íslendingva og loka þessum flugvelli og þannig koma í veg fyrir að flugvélar í áætlunarflugi geti lent á flugvellinum og skapað stórhættu.


mbl.is Vél Icelandair lenti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Hvar skapaðist þessi stórhætta?

Friðrik Friðriksson, 8.2.2015 kl. 19:47

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kaldhæðni vegna viðtals við DBE í kastljósi :)

Óðinn Þórisson, 8.2.2015 kl. 19:56

3 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Ætla rétt að vona að bæði Dagur og Hjálmar, þeir sem ráða framtíð Reykjavíkurflugvallar og vilja hann burt, hafi verið látnir vita. Og hafi mætt á völlinn. 

Eiður Svanberg Guðnason, 8.2.2015 kl. 20:24

4 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Er ekki komið nóg af þessu leikriti "Dags og Nótt"

Hvernig væri nú einu sinni að þessar liðleskjur sem

við köllum "Ríkisstjórn" tæki nú af skarið og afgreiddi

þetta mál í eitt skipti fyrir öll.

Völlurinn tilheyrir ríkinu og var afhentur sem slíkur

á sínum tíma til þjóðarinnar, og ef menn hafa kjark og

þor, þá er auðveldlega hægt að hætta þessari endalausri

vitleysu, sem er farið að kosta okkur skattborgara

tugir milljóna ef ekki hundruð, í leikhúsi fáránleikans.

Menn eða mús...??

Hvernig vill þessi ríkisstjórn, vitandi af þeim fjölda undirskrifta,

þann mesta, svo gott sem í sögunni, gegn því að flugvöllurinn víki

ekki, láta minnast sín..???

Því miður erum við með stjórnmálastétt, sem þorir ekki að taka

af skarið af ótta við hávær mótmæli minnihlutans, sem yfirleitt

lætur meira í sér heyra en meirihlutinn.???

Eigum við ekki bara að kjósa um flugvöllinn á landsvísu..?

Þetta er nú einu sinni höfuðborg okkar Íslendinga og eigum

við sem alþjóð að lúta fyrir vilja smáborgara í 101..??

Ef svo er, finnum okkur aðra höfuðborg.

Keflavík er ekkert slæmur kostur. Þar er hægt að byggja upp

nýjan spítala, sem þjónar þá landsbyggðinni betur heldur en

höfuðborgin Reykjavík, sem sér sína framtíðarlausn á reiðhjólum.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 8.2.2015 kl. 20:54

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég var í dag að taka á móti farþega sem var að koma frá Ísrael um Kaupmannahöfn. FI205 gerði víst 3 tilraunir til að lenda í Keflavík en varð að hætta við lendingar. Farþeganum skildist að reyna ætti að lenda á Akureyri en hætt hefði verið við það og snúið til Reykjavíkur og þar tekið eldsneyti til öryggis áður en flogið var til Keflavíkur þegar veðrið hafði skánað aðeins, því farið var að lækka á tönkunum eftir lendingartilraunirnar og hringsólið. Þetta þótti Ísraelanum mikið ævintýri, en við sem biðum vorum í fyrstu nokuð áhyggjufull því hvergi sáust upplýsingar hvers vegna vélin hafði ekki skilað sér til Keflavíkur á tilsettum tíma.

Allt fór þó vel, en þarna sannaði Reykjavíkurflugvöllur gildi sitt. Hvað hefðu menn gert í stöðunni hefði Reykjavíkurflugvöllur ekki verið tiltækur, en ólendandi var í Keflavík og Akureyri að mati flugstjórans?







Ágúst H Bjarnason, 8.2.2015 kl. 21:18

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sjálfur hef ég verið að koma til landsins í morgunflugi, um hásumar. Vegna þoku var ekki hægt að lenda í Keflavík og eftir tveggja tíma hringflug yfir Faxaflóa var ákveðið að lenda í Reykjavík. Þann morgun lentu sex flugvélar, sem voru að koma til landsins, í Reykjavík.

Vegna aðstöðuleysis var ekki hægt að afgreiða svo margar vélar í land í Reykjavík og ákvörðun tekin um að allar vélar skyldu bíða þar til þoku létti í Keflavík. Þessi bið var nærri þrír klukkutímar. Þá var setan í flugvélinni orðin m ellefu klukkustundir.

Það á ekki að leggja Reykjavíkurflugvöll niður, heldur efla hann. Þar þarf að lengja brautirnar og byggja alvöru afgreiðslu, svo hægt sé að afgreiða fólk í land, þegar vélar þurfa að lenda þar.

Eflum Reykjavíkurflugvöll!!

Ég tek undir með Sigurði, hér fyrir ofan, að ef stjórnvöld borgarinnar vilja ekki sinna höfuðborgarskyldu sinni, á auðvitað að finna höfuðborginni stað utan Reykjavíkur. Flytja þangað allt stjórnkerfið og allt það sem því tengist. Eftir sem áður verðum við að hafa varalugvöll fyrir utanlandsflugið. Því verður Reykjavíkurflugvöllur að standa.

Enda yrði mýrarflákinn kringum völluinn sennilaga harla verðlaus ef öll þjónusta og stjórnsýsla flyst frá Reykjavík.

Gunnar Heiðarsson, 9.2.2015 kl. 07:37

7 Smámynd: Guðmundur Karl Snæbjörnsson

Varð ekki var við nema tvær tilraunir til lendingar í Keflavík áður en hætt var við frekari tilraunir til lendingar vegna sviptivinda. Harður vindstrengur náði suður allt Atlantshafið og upp yfir landið vestanvert (og Akureyri) með um 16-20 m/s vindhraða. Tilkynnt var þá að í athugun væri Reykjavíkurflugvöllur og/eða Akureyri og síðan ákveðið að lenda í Reykjavík og var það snurðulaust.

Það sem okkur fannst arfavitlaust var að ekki voru kallaðar til nokkrar rútur og farþegum skutlað til Keflavíkur til tollskoðunar eftir þessa loftfimleika. Eða bara að tollafgreiða fólk í Reykjavík með útköllun nokkurra tollvarða þangað.

Vitleysan var að allir voru látnir bíða í flugvélinni á meðan beðið var eftir að fyllt væri á vélina eldsneyti og sviptivindarnir höfðu lægst eitthvað, flogið upp í vonskuveður aftur upp á von og óvon að það væri hægt að lenda! Í 20 m/s koma sviptivindar oft skyndilega, þess vegna nafnið á þeim. Vindhraðinn var óbreyttur skv veðurkortum sem við skoðuðum í flugvélinni á heimasíðum veðrafrétta.

Verst var að farþegar höfðu ekkert með ákvörðunina að gera að vera flogið aftur upp í vonskuveður og upplifðu margir þetta hálfgert "mannrán" eða flug gegn vilja þeirra. Við höfðum jú ekki keypt miða nema til KEF og ef það tókst ekki þá eigum við að geta valið um framhaldið þegar við erum á annað borð lent á jörðinni, ekki eins og flugstjórinn væri að taka einhverja neyðarráðstöfun.

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, 9.2.2015 kl. 18:31

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Takk fyrir málefnleg innlegg.

Reykjavíkurflugvöllur er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál.

Reykjavíkurflugöllur var gefin öllum íslendingum.

Skipulagsvaldið verður að taka af Reykjavíkurborg ef ekki á illa að fara.

Varðandi þá ákvörðun Icelandair að halda farþegum um borð, þá er mér sagt að þeir voru í fullum rétti að gera það.

Óðinn Þórisson, 10.2.2015 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 416
  • Frá upphafi: 870430

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 300
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband