Vilji Samfylkingarinnar að veita Kaupþingi lánið

"Það var vilji rík­is­stjórn­ar Geirs H. Haar­de að veita Kaupþingi 500 millj­óna evra lán skömmu fyr­ir fall bank­ans árið 2008 en ekki Seðlabank­ans"

"Allan þann tíma sem hin bjánalega umræða hefur farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráðherrans og seðlabankastjórans hefur sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það er í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft,“ segir Davíð Oddsson ennfremur."

Samfylkingin hefur lagt mikið á sig að reyna að afneita því að hafa verið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum okt 2008, fulltrúar flokksins notað frasa eins og " ÞEGAR VIÐ KOMIUM AÐ BORÐINU " í ríkisstjórnarsamstarfinu við VG.


Samfylkingin er og hefur verið með allt niður um sig.


mbl.is Geir veitti Kaupþingi lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

var Geir Haarde í samfylkingunni?  Þín söguskoðun er stundum frekar skrautleg Óðinn.  Tilgangurinn helgar meðalið, bullað út í eitt algjöra froðu tili að verja þinn spillta og siðblinda sjálfstæðisflokk sem hefur valdið þessari þjóð meira tjóni en nokkrar náttúruhamfarir síðustu 200 árin að minnsta kosti.

Óskar, 21.2.2015 kl. 11:16

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og SAMFYLKINGARINNAR þar sem Björgvin G. Sigurðsson Samfylkingarmðaur var bankamálaráðharra.
Það er vegna Sjálfstæðisflokksins að við erum að komas út úr þessu öllu, síðustu fjárlög voru endurreisnarfjörlg og nú er hægt að fara byggja upp eftir hamfarinr eftir vinstri stjórnina.

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 11:45

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Óskar vill greinilega að allir búi enn í torfhúsum.

Veit ekki betur en að Bankamálaráðherra hefði verið Samfylkingarmaður. Var það ekki sá ráðherra sem var ábyrgur fyrir bönkunum ?

Það hefur svo sýnt sig nýlega hvernig hann er innrættur.

Held að Óskar ætti ekki að tala um skrautlegt.

Birgir Örn Guðjónsson, 21.2.2015 kl. 11:48

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Komið að því að spyrja Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin Guðna um þeirra þátt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.2.2015 kl. 12:12

5 Smámynd: Óskar

greinilegt að þetta lið hérna man ekki fyrir horn.

Björgvin var bankamálaráðherra já en hann naut ekki meira trausts innan ríkisstjórnarinnar og eigin flokks að hann fékk ekki einu sinni að mæta á skemmtikvöld hjá samfylkgingunni þessi misserin.  Honum var algjörlega haldið fyrir utan alla ákvarðanatöku.

Svo vita nú allir sem ekki stinga hausnum í sandinn, og þeir reyndar líka þó þeir viðurkenni það ekki að ákvörðunin var endanlega tekin Í SÍMTALI DAVÍÐS OG GEIRS SEM ÞEIR ÞORA EKKI AÐ BIRTA ENDA AUMINGJAR BÁÐIR TVEIR.

Óskar, 21.2.2015 kl. 12:15

6 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta lán var veitt eftir símtal Geirs og Davíðs. Það hefur ekkert komið fram um að Geir hafi ráðfært sig við aðra ráðherra í ríkisstjórninni um lánveitinguna. Það er því tómt mál að vera að væna þá um slíkt meðan svo er. Það væri kannski ráð að spyrja Geir að því hverja hann ráðfærði sig við og hvaða rök lágu fyrir því að veita lánið áður en búið var að ganga frá veðinu. Það kom ekki fyrr en eftirá.

Sigurður M Grétarsson, 21.2.2015 kl. 12:24

7 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Geir Haarde neitði að samtal hans og DO væri birt og af þeim sökum var ekki tilefni að spyrja DO. Málið var hvort að er fast og breytti ekki hvort DO væri spurður. Fram hefur komið í fréttinni að Geir veitti lánið og ekkert er talað um það í fréttinni að ríkistjórnin hafi samþykkt það. Vitaskuld á að vera hægt að sjá það í fundargerð stjórnarinnar hver afgreiðslan hafi verið. Allir menn hafa rétt til að verja sig hversu smáir sem þeir eru. Og svo sem eðlilegt að hið sanna komi í ljós um þetta mál. En Geir veitti lánið og þá væntanlega með samþykki SÍ og bankastjóranna en þeir hafa ekki treyst sér til að taka ábyrgð á þessu einir sem vonlegt er.

Geir var dæmdur fyrir brot á 17 gr. stjórnarskrárinnar þar sem kveðið er á um að halda skal fundi um mikilvæg stjórnarmálefni og þegar hætta steðjar að lýðveldinu. Það virðist ekki hafa verið tíðkað. Geir er nú horfin af landi burt líkt og sekur skógarmaður að fornum hætti eins og sagt er.

Geir Haarde heldur ,,ekki fundi".

Hugsanlegt er að Geir Haarde hafi þrátt fyrir allt haldið ,,ekki fund" þar sem hann var bara einn boðaður og engin fundargerð skrifuð en á slíkum fundum er hægt samþykkja allt sem þeir sem sitja fundinn vilja.

Landsdómur hefði því átt að sýkna Geir þar sem hann hefur sennilega boðað ,,ekki fund" á Skype í samræmi við 17. gr. stjórnarskrárinnar.

DO hefði því getað verið á þeim ,,ekki fundi" og greitt framm á ennið, þá hefði hann ekki þekkst, hafi þetta verið eitthvað viðkvæmt.

Björgvini G. Sigurðsyni var allatíð að því er virðist verið haldið utan við þessi mál enda oft í glasi eins og komið hefur fram opinberlega og menn því ekki treyst honum. Það hefur komið frm opinberlega að Jóhanna Sigurðardóttir þáv. forsætisráðherra hafi hringt í Björgvin nóttina sem mannskapurinn var að yfirtaka Glitni og spurt Björgvin hvort verið væri yfir taka bankann. Björgvin vissi ekkert um það og er hann hér með úr þessari sögu.

Áhöld eru um hversu mikils virði þessi danski banki var, sem var tekinn sem veð og hef ég ekki séð annað en slátrið af honum hafi verið frekar rýrt og geta menn rýnt í það eftir eigin hugdettum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.2.2015 kl. 12:33

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir Örn - BGS var bankamálaráðherra í okt 2008 og bar því ábyrgð á bönkunu, það er alveg klárt mál.
Svo er rétt að minnast á það að Jóhanna Sigurðardóttir sat í 4 manna ráðherrahópi um ríkisfjármál í ríkisstjórn Samfó og Sjálfstæðisflokks.

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 12:39

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Heimir - sammmála það er kominn tími til að Ingibjörg og Björgvin komi hreint fram gagnvart þjóðinni og segi sína hlið og þeirra aðkomu að málinu.

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 12:42

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar - Jóhanna Sigurðardóttir gerði tilnefningu um að BGS yrði ráðherra og sú tillaga var samþykkt á þingflokksfundi.
Ertu að segja mér að þingflokkurinn hafi samþykkt tillögu um að BGS yrði ráðherra án þess að hann nyti trausts og þá spyr maður hvað var þá í gangi hjá Samfylkingunni ?
Mjög óábyrgt hjá Samfylkingunni ef rétt er.

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 12:45

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður - það ríkti mikið traust milli Ingibjargar og Geirs og það er útilokað að hann hefði samþykkt eitthvað svona án samráðs og samþykks hennar.
Hafðu i huga að Samfylkignin var höfuðlaus og stjórnlaus eftir að Ingibjörg varð veik og er margt sem bendir til þess að ÖS klækjakóngur hafi verið höfuðpaurinn í stjórnarslitunum og myndunar minnihlutastjónar með wc.

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 12:50

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - landsdómsmálið var hneyksi og nú síðast bað Birkir Jón heiðursmannin Geir H. Haarde afsökunar á því að hafa ítt á JÁ takkan, einnig hefur ÖJ beðið GHH afsökunar og er hann meiri maður fyrir það.
Skúli Helgason, Ólína, Sigríður Ingibjörg og Helgi Hjörvar, það vita allir hvernig þau greiddu atkvæði, ekkert af þeim hefur beðið GHH afsökunar og á ég ekki von á þvi að þau geri það.

Það sem skiptir núna máli er að BGS og ISG kom hreint fram gagnvart þjóðinni og upplýsi hana um þetta mál, ef eg væri BGS þá myndi ég klárlga segja mína sögu í þessu máli og heinsa mig, hvað þá að hafa verið haldið utan við málið sem ráðherra málaflokksins, þvílikur dónaskapur hjá Össuri og félugum.

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 13:03

13 Smámynd: Rauða Ljónið

Menn geta ekkil litið framhjá aðkomu Samfylkingar að hrununu, það má segja að útrásarvíkingarnir hafi átt þann flokk  með húð og hári eins og Sjálfstæðisflokkinn, styrkir til Samfylkingar á núvirði bara á árinu 2006 voru yfir 146 milljónir, 54 milljónir frá félögum tengdum Jóni Ásgeiri, 32 milljónir frá Björgólfsfeðgum 25 milljónir frá Ólafi Ólafsyni, 28 milljónir frá Ágústi og Lýði.
Útrásarvíkingarnir og bankanir keyptu fyrir 450 milljónir og áttu Samfylkinguna með húð og hári á þessum árum 2004 til 2007
Það er ekki líta fram hjá aðkomu Ingibjörgu og Björgvins að þessum máli og skoðun þeirra stefnu að styrkja útrásina eins og stefnuyfirlýsing þeirra ber vott um.
Stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar 2007.
  ,,Samfylkingin vill búa atvinnulífinu hagstætt rekstrarumhverfi þannig að hingað sæki erlend fjárfesting í auknum mæli". Já Samfylkingin var á kafi í útrásarsukkinu.
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
2007
Mikilvægt er að rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja tryggi vöxt þeirra og laði að starfsemi erlendis.
Ríkisstjórnin vill skapa kjörskilyrði fyrir áframhaldandi vöxt, útflutning og útrás íslenskra fyrirtækja, Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag.

https://www.youtube.com/watch?x-yt-ts=1422503916&v=Hf793vUAkFQ&x-yt-cl=85027636#t=536
Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 21.2.2015 kl. 13:08

14 Smámynd: Rauða Ljónið

Rauða Ljónið, 21.2.2015 kl. 13:09

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Seðlagankinn heyrði ekki undir Björgvin heldur undir forsætisréðherra. Þetta var því ekki mál Björgvins.

Hvað Landsdómsmálið varðar þá var Geir sakfelldur fyrir einn lið og því út í hött að tala um að ekki hafi verið tieflni til að lösækja hann hvað þá að það hafi verið einhver hneysa. Það að hann var dæmdur sýnir að það var full ástæða til að lögsækja hann og þar af leiðandi engin ástæða fyrir þa´sem studdu það að biðja afsökunar á því.

Sigurður M Grétarsson, 21.2.2015 kl. 13:09

16 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir H. Haarde var fjármálaráðherra á þessum tíma og bar því ábyrgð á því að lána fjármuni í eigu ríkisins. Bankamálaráðherra hafði ekki slík völd.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2015 kl. 13:12

17 Smámynd: Rauða Ljónið

 Var það ekki lagt hart af ríkisstjórninni af þeim Ingibjörgu og Bankamálaráðherra að veita þetta lán jú, Guðmundur Geir var forsetsráðherra á þessum tíma það er óþarfi að falsa söguna.
Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 21.2.2015 kl. 13:17

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já það er reyndar rétt að hann var þá orðinn forsætisráðherra en þar á undan hafði hann verið fjármálaráðherra Íslands um langt árabil. Þó að síðar hafi dýralæknir verið settur í það sæti skal enginn segja að Geir hafi ekki enn haldið um stjórntaumana í ríkisfjármálunum enda enginn í þáverandi ríkisstjórn með meiri þekkingu á þeim en hann.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2015 kl. 13:22

19 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég get ekki dæmt um það hvort Landsdóms málið sé hneyksli. Það fór bara eftir lögum landsins.Ekki meira hneyksli en skipun Sjálfstæðisflokksins á Hæstaréttardómum allan lýðveldistímann. Svo það hefðu verið hæg heimatökinn en hæstaréttardómarar sitja í Landsdómi

Ég hefði kosið að allir ráðherrarnir  hefðu átta að koma fyrir Landsdóm til að svara fyir um hrunið, Það er svona mitt mat. En Samfylkingarþingmennirnir, sem kusu annað og hafa þá ástæðu að í bardaga eigi að styðja sitt fólk, það eru nokkrar málsbætur. Það hefur alltaf legið fyrir að Landsdómur er lagapólítískur dómsstóll og þarf ekki annað en að skoða hvernig skipan hans er hátta. En han starfar eftir lögum og lögfræði er beitt við úrlausn mála. En ef til vill mætti fleiri öfl í samfélagin vinna ákæruna og samþykkja hana t.d félagkerfi launamanna.

Það er mitt mat að Birkir Jón sé að viðra sig upp við Sjálfstæðismenn. Það er stutt af Kópavogsnesinu yfir í Bessastaði og hægt að fara yfir á árabát ef nógur mannfjöldi bíður í fjörunni. Ég mundi glaður lána Birki Jóni bát, því Birkir Jón er er mjög góður stjórnmálamaður.

Reyndar er Framsókn einhverra hluta vegna líka að viðra sig upp við Geir Haarde með skipan hans í sendiherraembætti. Ekki þar fyrir að Geir hefur alveg burði til að gegn því embætti ef hann gerir enga vitleysu.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.2.2015 kl. 13:30

20 Smámynd: Rauða Ljónið

 Það má ekki gleyma litla stráknum, þessum sem blaðraði mest. Hann var gerður að viðskipta- og bankamálaráðherra, að ráði Ingibjargar Sólrúnar. Hún vissi allt um hans veikleika hans og tók þátt í að sniðganga hann. Þetta var ótrúlegt alvöruleysi af foringja stjórnmálaflokks.
Eins og sjá má hér þegar hann lofar útrásina og stefnu Samfylkingarinnar.
https://www.youtube.com/watch?x-yt-ts=1422503916&v=Hf793vUAkFQ&x-yt-cl=85027636#t=536

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 21.2.2015 kl. 13:48

21 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Tilkynning til Rauða ljónsisins.

Forseti Íalands hr. Ólafur Ragnar Grímsson er aðalhugmyndamaður og smiður að útrásini að mínu mati og er hún framkvæmd á grundvelli plaggs sem hann lét nokkra lögfræðinga sem tengdust Alþýðubandalaginu semja í nefnd og bar svo upp í Alþýðubandalaginu og fékk það samþykkt þar illu heilli og við nokkurn kurr. Plaggið var kölluð Útflutningsleiðin eða Gænabókin og átti að vera einhverskonar svar við umræðu og mótstöðu Alþýðubandalagsins við Evrópusamruna.

 Þar var ítrekað að það ætti að ganga einvörðungu erinda atvinnulífs og dekra við það, en lítið talað um launamenn eða hagsmuni almenning. Menn sátu heilu fundi við að léðrétta stafsetningarvillu og texta en ekki mátti hreyfa efnislega við texta eða innihaldi Útflutningsleiðarinnar og voru sumir ekki kátir með þetta og þar á meðal ég þegar ég uppgötvaði hvert var stefnt og hvað fídus var í gangi. Þetta var svo sem margt í þessari leið sem var ekki óskynsamlegt svona á A4, en ég held nú svona eftir á að hyggja að Ólafur hafi átt mestan þátt í að semja. Hann lagði líka áherslu að Alþýðubandalagið sliti sig sem mest frá verkalýðshreyfingunni, þannig yrði það frjálst til sjálfstæðra akvarðana allaveg var það mín tilfinning eftir að hafa verið þar bátsmaður og fótgönguliði um nokkurt skeið.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 21.2.2015 kl. 14:08

22 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurjón - rétt það er ekki hægt að horfa fram hjá aðkokmu Samfylkinarinnar að bankahruninu.
16:34 29. MAÍ 2009

"Samtals styrkti Kaupþing flokkinn mest á árinu 2006 eða um 10 milljónir króna. Dagsbrún styrkti flokkinn um 5 milljónir, FL-Group um 8 milljónir, Glitnir um 5,5 milljónir, Landsbankinn um 8 milljónir, Actavis um 5,5 milljónir og Baugur um 5 milljónir."

Sagt er að myndir segji meira en mörg. það staðfestir þú hér með myndinni af Össuri og emrínum af katar.

Varðandi Björgvin, þá er alveg ljóst að Samfylkingin verður að svara því hversvegna hann var gerður að ráðherra ef hann naut ekki trausts ?

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 15:12

23 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M - Kristín Heimsdóttir mætti á fund til stuðning Geirs í Hörpu og ekki verður hún sökuð um að vera Sjálfstæðiskona, hún var aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar.

Að þingmenn greiði atkvæði um það að senda fyrrv. samstarfélaga fyrir landsdóm er fullkomlega fáránlegt.

Ég er mjög stoltur af Sjálfstæðisfllokknum að hafa ekki tekið þátt í þessari hörmung sem landdómur var og að hann hafi verið dæmur fyrir að halda ekki fundi er beinlíns hlægilet.

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 15:18

24 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ég er orðinn verulega þreyttur á því að Samfylkingn reyni að skjóta sér undan allri ábyrð á hruninu. BGS bar sína ábyrð rétt eins og aðrir ráðherrar og sjórnarþingmenn.
Hef setið fund með GÞÞ þar sem kom fram að aldrei í aðraganda hrunsins hafði Sf varað eitthvað sértaklgea við bankahruninu og svo setja þeir sitt sérstaka söguskoðun að þeir hafi verið í einhverju endurreisnarstafi með wc fullkomlega fáránlegt.

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 15:24

25 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - SJS og hans fólk hafa lagt fram sína skýringu á þessum pólitíku réttarhöldum að þeir hafi bara verið að fara eftir lögum, bullshit, þetta átti að vera hluti af einhverju uppgjöri við " vonda " flokkinn og hafði ekkert með réttlæti eða sanngrini að gera, hreint hatur og heift.
Það var ansi rýr uppskera að dæma mannina aðeins fyrir að halda ekki fundi, það var reitt hátt til höggs og höggið fór langt fram hjá.
Það var algjör hneysa sem þessir 4 þingmenn gerðu, var það ákveðið á þingflokksfundi Samfylkingarinnar eða var þetta þeirra sjálfstæða skoðun, var Jóhanna arkitektinn að því að GHH fór fyrir landsdóm ?

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 15:30

26 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

þessi lánveiting til Kaupþings trúi ég að hafi byggst á röngum upplýsingum,þ.e. Davíð, Geir Haarde og og að sjálfsögðu allir aðrir sem að þessu máli komu, þar með taldir ráðherrar Samfylkimgar trúðu því að þessi gjörningur í Al-Thani málinu hafi ekki verið blekking eins og nú hefur komið í ljós. Aðstæður á þessum tíma voru þannig að menn voru með örvæntingafullar tilraunir til að koma í veg fyrir yfirvofandi hrun og stukku á það að nota gjaldeyrisforðann til að bjarga Kaupþingi frá falli. Ég held að það sé algjörlega tilgangslaust að rífast um það sem orðið er. Það trúðu allir landsmenn, hverrar pólitisku trúar sem þeir voru, á útrásina á sínum tíma og mistökin fálust í því að það voru allir blekktir. En það má spyrja þeirrar spurningar hvort hæfi ráðherranna og seðlabankastjórans hafi ekki átt að nægja til að þessir menn gætu séð í gegnum blekkingavefinn. Ef hægt er að læra eitthvað af þessu öllu saman væri það kannski það að menn sem veljist í ráðherraembætti og stjórn peningamála hefðu yfir að ráða þeirri hæfni og þekkingu að þeir láti ekki plata sig.

Jósef Smári Ásmundsson, 21.2.2015 kl. 15:43

27 Smámynd: Óskar

jæja í fréttum Ruv áðan kom fram að seðlabankinn segir að enginn hafi vald til að veita svona neyðarlán nema seðlabankinn.  Það þarf ekkert að ræða þetta meira, Davíð Oddsson henti 80 milljörðum útum gluggann af fé sem þjóðin átti og sjálfstæðismenn, GJÖRIÐ SVO VEL AÐ HÆTTA AÐ KLÍNA MISTÖKUM OG KLÚÐRI YKKAR MANNA Á AÐRA!

Óskar, 21.2.2015 kl. 19:29

28 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - varðandi val á ráðherra þá er það alltaf á ábyrgð formanns viðkomandi flokks og BGS var þarna á ábyrð ISG.
Ég hef og mun aldrei verja þá einstaklinga/fjármálastofnanir sem ollu bankahruninu í okt. 2008.
Blekkingarleikur var spilaður, ábyrð fjölmiðla eins og Rúv ?

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 20:03

29 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar -

„Fréttastofan“, sem fylgdist áköf og gagnrýnislaust með þessum hallæristilburðum helsta liðþjálfa Steingríms J. Sigfússonar, tók þó aldrei eftir því, að allan veturinn sem fjárlaganefndin fimbulfambaði um þetta bað hún seðlabankastjórnann, sem allt gekk út á að ófrægja, aldrei um að koma á sinn fund og gera grein fyrir málinu. Sjálfsagt vegna þess, að þá hefði ekki þurft fleiri fundi,“
Davið Oddsson.

Því miður er það svo og á því ber rúv alla ábyrð að ég treysti fréttatofu rúv ekki neitt.

Óðinn Þórisson, 21.2.2015 kl. 20:04

30 Smámynd: Rauða Ljónið

 Sælir , allir saman.
Ingibjörg og Björgvinn og Samfylkingarráðherrar lögðu víst hart að því að þetta lán yrði veitt annars gæti það veikt stjórnarsamstarfið, Óskar eins og best verður séð.
"Árið 2007 hafði FIH verið gerður upp með hagnaði sem nam á þriðja tug milljarða króna. Og jafnvel þegar árið ógurlega, 2008, var gert upp vorið 2009 var hagnaður bankans tæpir 4 milljarðar króna.
Þann örlagaríka dag, sem þetta var allt til umræðu, hafði Seðlabanki Íslands samband við Seðlabanka Danmerkur og spurðist fyrir um FIH bankann og hvort efast þyrfti um veðhæfni hans. Því var svarað til að í fljótu bragði teldu menn það ekki vera, en sagt að Danska fjármálaeftirlitið yrði spurt. Þegar það hafði verið gert lét bankinn S.Í. vita að mat eftirlitsins væri hið sama.
En þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri vildi S.Í. ekki taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans var þannig tilkominn, að íslenska ríkið hafði selt skuldabréf fyrir 1 milljarð evra. S.Í. hafði varðveitt andvirðið og það hafði tekist svo vel að lánið var sjálfbært og ríkissjóður hafði af því engan kostnað.
En þar sem forðinn var þannig til kominn litu bankastjórar S.Í. svo á, að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina héldu því fram, að ríkisstjórnin vildi að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna fór símtalið við forsætisráðherrann fram. Tilviljun réð því að það símtal var hljóðritað.
Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talinn var standa mjög ríflega undir því.
Það voru aðrir aðilar og önnur ríkisstjórn sem sáu um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. Það hefur öllu ráðið um það hversu vel veðið hefur reynst.Þeir, sem flæmdir voru frá S.Í. með pólitísku offorsi af því tagi, sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra.
Bankinn FIH er enn starfandi og lausleg skoðun á eigin fé bendir til að hann sé enn mun meira virði en veðskuldin var. Þeir sem eiga bankann nú virðast því mega vera mjög ánægðir með viðskipti sín við Seðlabanka Íslands.
Allan þann tíma sem hin bjánalega umræða hefur farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráð- herrans og seðlabankastjórans hefur sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það er í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft."
Blómvöndur Steingríms J. Sigfússonar í fjarmálalegum afglöpum hefur því enn gildnað við sölu FIH bankans sem hann seldi þarna til stórkostlegs tjóns fyrir Ísland.
Hefði hann ekki selt bankann of snemma hefði ekkert tjón orðið af Kaupþingsláninu sem veitt var á grundvelli AlThani-svikanna beinlínis sem nú hefur verið dæmt í.
Það er Steingrímur J. Sigfússon á ábyrgð heilagrar Jóhönnu, sem tapaði umræddum 35 milljörðum en ekki Davíð Oddsson eftir eitthvað laumusímtal við Geir Haarde sem allt málið hefur snúist um í mörg ár hjá þeim vitringunum Steingrími J.,  Helga Hjörvar og Guðmundi Steingrímsyni svo ekki sé nefndur snillingurinn Árni Páll höfundur samnefndra laga sem voru dæmd ólög.   Þannig starfar þetta vinstra slegt allt. Tómar getgátur og villuljós notað til að skreyta vefi keisarans. Þjóðin situr bara nakin eftir í stað blómahafsins sem tapaðist.

HJ.

Rauða Ljónið, 21.2.2015 kl. 20:05

31 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Óðinn í þessu tilfelli er um að ræða seðlabankastjórann. Samkvæmt lögum er seðlabankinn sjálfstæð stofnun. Allar ákvarðanir sem teknar eru af seðlabankanum eru á hans ábyrgð og þar með seðlabankastjórans- ekki ríkisstjórnar eða þingsins. En Seðlabankastjórinn er ráðinn af ríkinu og fulltrúar ríkisins til að ganga frá þeirri ráðningu er þingmenn löggjafarþingsins. Það er seðlabankastjórans þáverandi Davíðs Oddssonar að bera ábyrgð á þessu láni seðlabankans- engra annarra. En það er hins vegar á ábyrgð þingsins að ráðningin uppfulli öll skilyrði um hæfni og þekkingu þess aðila sem ráðinn er í starf seðlabankastjóra. 

Jósef Smári Ásmundsson, 21.2.2015 kl. 20:35

32 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þetta er rétt hjá Ljóninu um FIH bankann. Hvers vegna hefur enginn spurt nuverandi seðlabankastjóra hvers vegna danski bankinn var seldur til danskra lífeyrissjóða fyrir slikk.

Eggert Guðmundsson, 21.2.2015 kl. 20:55

33 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Óðinn. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ver þegar orðið of seinst að afstýra hruninu á árinu 2006 það er ári áður en Samfylkingin kom í ríkisstjórn. Samkvæmt vitnisburði fyrri Landsdómi í máli Geirs Haarde töldu sumir að sú staða hafi jafnvel verið komin upp fyrir þann tíma. Það eru því fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sem bera ábyrð á hruninu en hugsanlega hefði verið hægt að minka skaðan með réttum aðgerðum eftir að Samfylkingin kom í ríkisstór ef menn hefðu haft réttar upplýsingar um stöðu mála.

Í niðurstöðu Landsdóms er Geir sakfelldur fyrir skort á samráði og því óvíst hvort hann hafi haft samráð við nokkurn í ríkisstórninni áður en hann gaf Davíð grænt ljós á lánveitinguna til Kaupþings. Og þar sem Seðlabankinn var undir forsætisráðuneytinu en ekki viðskiptaráðueyti Björgvins þá hefur skipan Björgvins í það ráðuneyti ekkert að segja í því máli.

Sigurður M Grétarsson, 22.2.2015 kl. 07:52

34 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Svona til að upplýsa fólk hér er rétt að benda á að Ingibjörg Sólrún kom held ég ekkert að þessum ákvörðunum. Því 22 sepember 2008 hrundi hún niður með heilamein og var frá vinnu næstu vikurnar! Menn eru skolli fljótir að gleyma og afbaka söguna! Og algjörlega ljóst skv. Rannsóknarskýrslu Alþingis að Björgvin G var haldið utan við allar stærri ákvarðanir á þessum tíma. Þá er eins ljóst að Seðlabanki er sjálfstæður og ríkisstjórn hefur ekki booðvald yfir honum.  Menn muna kannski líka hvað það var erfitt að koma Davíð þar út

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.2.2015 kl. 10:05

35 Smámynd: Benedikt Helgason

@Sigurður M. "Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis ver þegar orðið of seinst að afstýra hruninu á árinu 2006 það er ári áður en Samfylkingin kom í ríkisstjórn".

Stærstur hluti af tjóninu sem kemur til vegna hrunsins kemur seinna. Peningamagn í umferð jókst t.d. um 73% frá kosningunum 2007 og fram að hruni ef ég man rétt (það er sá tími sem SF sat með bankamálaráðuneytið).  Þátttaka samfylkingarinnar í hrunstjórninni sýndi að flokkurinn var að minnsta kosti jafn gagnslaus við að takmarka tjónið og sjallarnir og þátttaka samfylkingar í velferðarstjórninni sýndi að flokkurinn var að minnsta kosti jafn gagnslaus við að lágmarka efnahagslegar afleiðingarnar af eftirmálanum og VG. 

Að afneita allri ábyrgð á hruninu og afleiðingum þess dregur bara þá mynd upp af flokknum að hann fyrirlíti þær skyldur sem hann tekur að sér. Þegar það er sagt þá er á engan hátt verið að draga úr þætti sjallana og frammarana á því hvernig fór. 

Benedikt Helgason, 22.2.2015 kl. 10:05

36 Smámynd: Jón Ragnarsson

Í stuttu máli: Davíð Oddson var viljalaus tuska Samfylkingarinnar.

Jón Ragnarsson, 22.2.2015 kl. 21:12

37 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jósef - það er vart hægt að draga í efa hæfni Davíðs Oddsonar í stöðu seðlabankastjóra með þann glæsilega stjórnmálaferil sem hann hefur.
Ef það hefur verið beiðni GHH fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að veita þetta lán þá er hæpið að DO hefði sagt nei við hann.

Óðinn Þórisson, 22.2.2015 kl. 21:54

38 Smámynd: Óðinn Þórisson

Eggert - það hlítur að koma að því að Már fái þá spurningu, efast reynar um að hún komi frá fréttastofu Rúv.

Óðinn Þórisson, 22.2.2015 kl. 21:56

39 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður M -  " eftir að Samfylkingin kom í ríkisstjórn ef menn hefðu haft réttar upplýsingar um stöðu mála. "
Var það ekki hlutverk Samfylkingarinnar að sækja uppslýingar um stöðu mála eða voru þetta bara allt kjánar ?

Óðinn Þórisson, 22.2.2015 kl. 21:58

40 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Heglgi -  "Rannsóknarskýrslu Alþingis að Björgvin G var haldið utan við allar stærri ákvarðanir á þessum tíma "
Þetta er ákkúrat ákveðinn punktur sem ég hef minnst á hér, ef hans samflokksmenn treystu honum ekki hversvegna var hann valinn ráðherra ? stórfurðulegt á ábyrgðalaust af þingflokknum.

Óðinn Þórisson, 22.2.2015 kl. 22:00

41 Smámynd: Óðinn Þórisson

Benedikt - ábyrð Samfylkingarinnar í hruninu er alveg skýr og sat svo næstu 5 árin ríkisstjórn með wc án nokkurs árangurs í einu eða neinu´.

Óðinn Þórisson, 22.2.2015 kl. 22:06

42 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón R - ef marka má ummæli ákveðinna vinstra menna hér að ofan þá virðist Samfylkingin hafa verið viljalaus tuska Sjálfstæðisflokksins.

Óðinn Þórisson, 22.2.2015 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 173
  • Sl. sólarhring: 228
  • Sl. viku: 1003
  • Frá upphafi: 871429

Annað

  • Innlit í dag: 105
  • Innlit sl. viku: 689
  • Gestir í dag: 95
  • IP-tölur í dag: 95

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband