Ólafur Ragnar mun skrifa undir

Það verður að teljast mjög liklegt að Ólafur Ragnar skrifi undir enda vildi hann að Sigmundur Davíð yrði forstætisráðherra.

Það yrði vissulega áfall fyrir ríkisstjórnina ef hann myndi ekki skrifa undir og hversvegna ætti Ólafur Ragnar að veikja sína eigin ríkisstjórn.

Það yrði a.m.k mjög furuðlegt ef Ólafur myndi reyna að fella sína eigin ríkisstjórn með því að skrifa ekki undir.


mbl.is Tæp 21.000 hafa skrifað undir áskorun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þú telur að Ólafur styðji Sigmund og Bjarna í hagsmunagæslu fyrir LÍÚ - fram yfir þjóðarhag. Sennilega er það rétt hjá þér. Opnar það ekki augu þín?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2015 kl. 10:01

2 Smámynd: Landfari

Þem mun fleir sem undirskriftirnar verða þeim mun erfiðara verður að ganga framhjá þeim.

Hann gæti komist upp me að hunsa 30 þúsund undirskriftir en ekki 50 þúsund.

Ég hef hinsvegar enga ástæðu til að ætla að Ólafur hafi nokkurn áhuga á fara gegn fjöldanum í þessu máli.

Landfari, 3.5.2015 kl. 10:39

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Axel Jóhann - það þarf ekki að opna augum á mér fyrir einu eða neinu í pólitík en það sem ég er að benda á er þetta, þetta er hans ríkisstjórn.

Óðinn Þórisson, 3.5.2015 kl. 12:20

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Landfari - Dagur B. og Gnarrinn litu framhjá yfir 60 þús undirskriftum vanðandi Reykjavíkurflugvöll.
Þetta er frumvarp og engin ástæða fyrir Ólaf Ragnar ekki að skrifa undir, þetta er engu leyti líkt og t.d Svavarsamgurinn.

Óðinn Þórisson, 3.5.2015 kl. 12:22

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta er verra en IceSave, það er verið að láta örfáar fjölskyldur fá almannaeigur um langan tíma fyrir litið,sem ekki neitt sem að verður erfit að leiðrétta.

Hvort að Ólafur Ragnar skrifar undir eða ekki, það er annað mál. Man ekki betur en að vinstra liðið héldi því fram að Ólafur Ragnar væri að fremja landráð þegar hann setti IceSave í Þjóðaratkvæði. Auðvita vill enginn vera kallaður landráðsmaður og þar af leiðandi býst ég við að Ólafur Ragnar skrifi undir.

Ekki þekki ég nógu vel þingsköp, en ef ég skil þau rétt þá getur minnihluti þings sett málið í málþóf í annarri umræðu frumvarpsins ef þau eru virkilega á móti frumvarpinu.

Ég held að þetta sé bara í nösunum á þeim og þau gera ekki neitt, en nota markrilskvotan sem kosninga áróður í næstu kosningum. Svona er nú pólitíkin.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.5.2015 kl. 15:47

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - nú hef ég ekki tekið afstöðu til málsins og hef heldur ekki skrifað undir þetta og mun líklega ekki gera það.
Iceasve var millirkíkjadeila þar sem Jóhönnustjórnin fór mjög illa með m.a með því að láta Svavar Gestsson fara út og semja sem leiddi til versta samnings í sögu íslandssögunnar.
Vissulega geta vinstri - flokkanir í stjórnarandstöðu farið í málþóf í annarri umræðu en ég held að það fari mjög mikið eftir því hvernig þeir meta hvað Ólafur Ragnar muni hugsanlega gera.
Stjórnarandstaðan hefur enn ekkert gert neitt þannig að það er ólíklegt að breyting verði á því en það er aldrei að vita en mín skoðun er sú að Ólafur Ragnar skrifar undir enda hversvegna ætti hann ekki að gera það. Þetta er bara stjórnarfrumvarp.

Óðinn Þórisson, 3.5.2015 kl. 16:29

7 Smámynd: Landfari

Ólafur reyndist nú þjóð sinni betur á ögurstund, Óðinn, en líklegt verður að telja að Dagur og Gnarrinn samanlgt komi nokkru sinni til með að gera.

Þetta er bara stjórnarfrumvarp sem er mun betur fallið til þjóðaratkvæaðgreiðslu en nokkru sinni milliríkajdeilur eins og þú kýst að kalla Icesave frumvarpið sem var líka stjórnarfrumvarp.

Hagsmunirnir hér eru sennilega ekki minni en í Icesave deilunni og gjáin milli þings og þjóðar nokkuð ljós þeim sem á annð borð fylgjast með.

Landfari, 3.5.2015 kl. 18:05

8 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Nú næ ég þér ekki Óðinn. Þú segjir að þú sért markaðssinnaður, að frelsi einstaklingsins til atvinnu sé þitt mottó. Samt virðist það taka þig langan umhugsunartíma, að kveða úr um með hvort það sé réttlætanlegt, að örfáum útgerðafyrirtækjum sé beinínis gefin á silfurfati allur makrílkvótinn við Ísland. Í stað þess að útgerðir,stórar sem smáar geti boðið í þennan kvóta á sanngirnisgrundvelli, og selja eðlilega allt í gegn um fiskmarkað. Eins það að blanda einhverjum flugvallarkrika, sem engu málir skiptir, og líkja undirskriftarsöfnun þess málefnis við undirskriftarsöfnun vegna stórkostlegra fjármuna við örfáa, sem ríkisstjórnarflokkarnir vilja moka undir. Er það ekki lengra sem réttlætiskennd þín nær? 

Jónas Ómar Snorrason, 3.5.2015 kl. 19:17

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Landfari -  Ólafi Ragnari verður seint fullþakkað að vísa Icesave - málinu til þjóðarinnar þar sem 98 % sögðu nei við vinnubrögðum vinstri - stjórnarinnar.
Icesave - var milliríkjadeila og þar áttum við að standa saman sem ein þjóð stað þeirrar vegferðar sem vinstri - stjórnin fór í og það var ekki fyrr en Lee Buchheit kom að málinu að það var eitthvað smá vit í því og má deila um það hvort ÓRG hefði átt að vísa í seinni þjóðaratkvæaðgreislu enda Bjarni Ben. formaður stærsta stjórnarandstæðuflokksins á þeim tíma með málinu.

Óðinn Þórisson, 3.5.2015 kl. 19:30

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég er ekkki sammála þér að Reykjavíkurflugvöllur skipti engu máli, 600 sjúkraflug á ári er staðfesting á þvi að hann skiptir miklu máli.
Það kemur hvergi fram hér hvorki í færslunni sjálfri né ath.semd frá mér að ég styðji þetta frumvarp, eina sem ég segi er að ég ætli ekki að skrifa undir og það er engin vísbening um að ég styði ekki að Ólafur Ragnar vísi málinu til þjóðarinnar.
Það sem ég er að benda á með .þessari færslu er að það verður að teljass ólíklegt að maðurinn sem bjó til þessa stjórn setji hana í þann vanda að skrifa ekki undir frumvarp sem nýtur stuðnings ríkisstíornarinnar.

Óðinn Þórisson, 3.5.2015 kl. 19:44

11 identicon

Einkennileg rök Óðinn, Ólafur Ragnar bjó líka til síðustu stjórn og sparkaði samt tveimur frumvörpum til þjóðarinnar.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.5.2015 kl. 20:10

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar Aðalsteinn - ég geri ekki ath.semd við að þú teljir mín rök einkennlieg enda hafa allir rétt á sinni skoðun.

Óðinn Þórisson, 3.5.2015 kl. 21:09

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Fjölmiðlafrumvarpið var nú bara Stjórnarfrumvarp, en Ólafur Ragnar fór úr miðri brúðkaupsveislu til að passa það að umboðsmenn hans meðan hann var erlendis mundu ekki skrifa undir.

En hvaða þingmaður annar en Sjavautvegsraðherra hefur tjáð sig um hvort þeir eru með eða á móti opinberlega?

Ég mundi ættla að vinstraliðið væru sammála meirihluta þjóðarinnar og væru út um alla fjölmiðla að tjá sig um markrilfrumvarpið, en svo er ekki.

Ég hef þá tilfinningu að þeir séu sammála ráðherranum en vilja ekki gera það opinbert, en munu greiða atkvæði á móti frumvarpinu til að nota það í kosningaáróðri og kjósendur gleypa þá línu með önglinum og sökku.

Hvað Ólafur gerir ef hann fær 70 til 80 þúsund undirskriftir verður áhugavert að sjá.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 4.5.2015 kl. 13:35

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jóhann - rétt með fjölmiðlafrumvarpið það var lágkúra af hans hálfu.
Ef ÓRG skrifar ekki undir er alveg ljóst að ríkisstjórni mun standa mun veikari en ef hann myndi skrifa undir.

Óðinn Þórisson, 5.5.2015 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 888612

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband