Hjúkrunarfræðingar grunnstoð

Hjúkrunarfræðingar eru grunnstoð í því heilbrigðiskerfi sem við rekum í dag og því gríðarlega miklvægt að samningsaðilar nái samkomulagi sem fyrst með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi.

Ég geri mér fulla grein fyrir að málið er hjá gerðardómi að mati ríkissins en hjúkrunarfræðingar eru á annarri skoðun. Setjist niður og leysið málið Bjarni Ben og Ólafur Skúlason.

Þeger einhver nákomnn lendir á spítala vegna alvarlegra veikinda kemur í ljós að það skiptir öllu máli að hafa frábæra hjúkrunarfræðinga.


mbl.is Dýrt að kaupa verktaka í hjúkrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég geri mér nú ekki alveg grein fyrir og þekki ekki til hvernig þessi gerðardómur virkar, en hann hlýtur að lýta til hagsmuna beggja aðila og vera einhverskonar sáttargerð. Svo ég skil ekki alla þessa mótstöðu varðandi gerðadóm sem einhvern endir á tilverunni. Virðisaukaskattur er væntanlega lagður ofan á útselda vinnu sem kemur fyrr eða síðar til ríkisins aftur.

En verktakar selja vinnuna væntanlega á markaðsvirði og er málið þá ekki leyst, eða hvað?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 20.7.2015 kl. 11:18

2 identicon

Starfsmannaleigur eru góð leið til að leysa þetta vandamál varanlega. Hjúkrunarfræðingar fá þau laun sem markaðurinn er til í að greiða og heilbrigðisstofnanir fá aukin sveigjanleika í starfsmannamálum ásamt því að það er ekki jafn erfitt að manna á frí tímabilum.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.7.2015 kl. 12:41

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - gerðadómur er a.m.k ekki að neinu leyfi bundinn því sem ríkið hefur boðið hjúkrunarfræðingum eða BHM. Sammmála geradómur er enginn endir en held að hann muni ekki koma með neina lausn sem leysir vandann sem mun skapast í okt ef af þessum uppsögnum hjúkrunarfræðinga verður.
Held að það væri rétt fyrir Bjarna að kalla í Ólaf Skúlason og heyra í honum, samtal til að ná sátt við þessa grunnstoð heilbrigðiskerfisins.

Óðinn Þórisson, 20.7.2015 kl. 17:20

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Elfar - starfsmannaleigur munu ekki leysa þann vanda sem er framundan en svo er annað hvort við munum sjá breytingu á rekstarformi heilbrigðiskerfis á íslandi en eins og staðan er í dag þá verður að ná sátt við hjúkrunarfræðinga, þetta bitnar mest á okkar veikasta fólki. Það er mikil reiði hjá hjúkrunarfrðingum og ríkið verður að reyna að byggja brú yfir til þeirra.

Óðinn Þórisson, 20.7.2015 kl. 17:23

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hjúkrunarfræðingarnir eru að missa þetta allt út úr höndunum á sér.

Hér eru í uppsiglingu starfsmannaleigur og það er búið að opna hurðina fyrir erlenda hjúkrunarfræðinga með því að loksins leifa þeirri pólsku að starfa sem hjúkrunarfræðingur eftir 8 ára baráttu við Hjukrunarfræðingafelagið og kerfis báknið.

En einfaldasta leiðin er að taka verkfallsréttinn af hjúkrunarfræðingum af því að þau kunna ekki að nota þetta ábyrgðar mikla vald. En því miður þá hefur enginn í þessari RIKISSTJORN kjark til að fara út í þessa einföldu leið.

Kveðja frá Nesinu.

Jóhann Kristinsson, 21.7.2015 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 888607

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband