Flokkurinn í tætlum eftir Jóhönnu Sigurðardóttur

Niðurstaðan er í raun þessi að Arni Páll hefur ekki náð að endurreisa flokkinn eftir Jóhönnu Sigrðardóttur sem skildi við flokkinn i tætlum.


mbl.is Minnsta fylgi Samfylkingarinnar í 17 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Og Árni Páll mun EKKI ná að endurreisa flokkinn.

Og ekki nein annar sem í forustusveit hans er.

Það vantar nýtt og ferskt blóð. ( good luck !)

Birgir Örn Guðjónsson, 1.9.2015 kl. 19:56

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Fyrirsögn mbl.is er afskaplega hjákátleg Óðinn. Að setja fram sem aðalatriði, sem er í raun og veru aukaatriði. Aðalatriðið er auðvitað það, hversu staðfest fylgi Pírata er. Hvað boða þeir? Nýja íslenska stjórnarskrá. Að samningum við ESM verði lokið, og fólk fái að skera úr um það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Allur fiskur(kvóti) boðinn upp(helst vildi ég sjá á fjögura mánaða fresti), og allur fiskur seldur á fiskmarkaði. beauty fyrir landið allt.

Jónas Ómar Snorrason, 1.9.2015 kl. 19:58

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Birgir Örn - það er enginn sjáanlegur innan Samfylkingarinnar sem getur endurreist flokkinn, það er spurning hvort Samfó og Vg fari í viðræður um sameiningu, nýtt nafn Nýja Alþýðubandalagið með Katrínu Jak. sem formann.

Óðinn Þórisson, 1.9.2015 kl. 20:43

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

ónas - vissulega skiptir það máli að flokkur sem átti að verða breiðfylking vinstri og jafnaðarmanna er nánast að þurrkast út.


Hinsvegar varðandi Pírata þá eiga þeir hrós skilið fyrir að hafa verið duglegir með fallegu orðin um lýðræði o.s.frv en það er nefnd að störfum sem er að fara að skila tillögum t.d varðandi ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, esb - þá er það þannig að evrópusambandið er ekki að fara að taka inn nýjar þjóðir næstu 5 árin, búið er að loka evrópustofu og að varðandi fiskveiðar þá eru þeirra tillögur ekki beint spennandi að mínu mati.

Óðinn Þórisson, 1.9.2015 kl. 20:50

5 identicon

Fjórflokkurinn er í tætlum, ásamt auðvitað BF sem er að hverfa. Vonandi heldur þessi þróun áfram. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 1.9.2015 kl. 21:14

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eina huggun okkar jafnaðarmanna er að Sjálfstæðisflokkurinn er á góðri leið niður líka! Það verða alltaf til jafnaðarmenn og þeirra tími mun koma aftur hvort sem það verður í farvegi Samfylkingar eða eftir öðrum leiðum. Þannig eru Íslenskir Píratar ólíkt systurflokkum sínum með mörg mál sem Samfylkingin hefur lagt áherslur á áður eins og varðandi fiskveiðar, velferðarkerfið og aukið lýðræði. Sem og nú kosningar um framhald viðræðna við ESB.  En það er nokkuð ljóst að haldi þetta áfram þá verða a.m.k. ekki mögulegar samsteypustjórnir Framsóknar og Sjálfstæðismanna á næstunni. Og það yljar okkur þó við þessar skoðanakannanir. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.9.2015 kl. 21:15

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sigurður Helgi - Píratar eru ekki lausn á þeim vandamálum sem við þurfum að takast á við á næstu árum.

Óðinn Þórisson, 1.9.2015 kl. 21:50

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Magnús Helgi - á siðasta kjörtímabili þar sem Samfylkingin var í ríkisstjórn sagði flokkurinn 3 sinnum Nei við að þjóðin kæmi að Esb - málinu og rétt að nefna virðingarleysi flokksins þegar 98 & þjóðarinnar sögðu nei við vinnubrögðum vinstri - stjórnarinnar í Icesave - málinu. Það var gefin út bók um Icesave - málið með mynd af Jóhönnu og Steingrími " Afleikur aldarinar "  ?

Var Guðbjartur með hagsmuni heilbrigðiskerfisins að leiðarljósi þegar hann ákvað að hækka laun eins starfsmanns LSH um hvað 400 þús á mán, nei.

Samfylkingin skar of mikið niður til heilbrigðiskerfisins á síðasta kjörtímabili en núverandi ríkisstjórn hefur náð að endurreisa það að hluta en meira þarf til og það mun endurspeglast í fjárlagafrumvarpinu sem Bjarni laggur fram í okt.

Það er í raun enginn jafnaðarmannaflokkur á íslandi í dag, Jóhanna færi flokkinn mjög til vinstri - og Árni Páll hefur ekki teksit eða viljað breyta því.

Óðinn Þórisson, 1.9.2015 kl. 22:00

9 Smámynd: Sævar Helgason

Gömlu stjórnmálaflokkarnir bíða afhroð.  Nú verma Píratar t.d gamalt og fyrrum gróði sæti með 36 % stuðning. 
Svona eru fallaskiptina að verða. Flokkar sérhagsmunagæslu á kostnað almennra hagsmuna eru að líða undir lok.
Búsáhaldabyltingin er að skila árangri og vonandi varanlegum.

Sævar Helgason, 1.9.2015 kl. 22:17

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Endanlegur sigur í Icesave málinu vannst fyrir tilstilli beins lýðræðislegs framtaks almennings.

Stefna pírata er sú að fólk eigi að fá að taka þátt í mikilvægri ákvarðanatöku.

Nái sú stefna fram að ganga má búast við fleiri slíkum sigrum.

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2015 kl. 22:33

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sævar - hef aldrei litið á nokkurn stjórnmálaflokk sem sérhagsmunaflokk en það eru ólíklar leiðir sem flokkarnir vilja fara í hinum ýmslu málum.

Það eru um 2 ár til kosninga þannig það að er fullfljótt fyrir Pírata að fara að fagna, þeir eru 3 manna þingflokkur og verða það næstu 2 árin.

Vorið 2017 gengur svo þjóðin að kjörborðinu og talið verður upp úr kössunum en þangað til hefur ríkisstjórnin umboð frá þjóðinni til að stjórna landinu.

Óðinn Þórisson, 2.9.2015 kl. 07:12

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - sammála þér með Icesave - málið.

Hvar er þessi lýðræðisstefna Pírata í Reykjavík varðandi Reykjavíkurflugvöll sem er öryggismál, samgöngumál og atvinnumál, hversvegna tala þeir ekki fyrir að þjóðin komi að málinu og krefja Dag um að leyfa almenningi að taka þá ákvörðun hvort flugvöllurinn og þar með stór hluti af flugsögunni verði slátrað.

Píratar eru vinstra megin við miðjuna og það hefur ekkert breyst og sjávarútvegsstefna þeirra er stefna gömlu ríkisútgerðarinnar.

Píratar eru ekki lausnin.

Óðinn Þórisson, 2.9.2015 kl. 07:16

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óðinn. Ég veit ekki með borgarstjórnarmálin, ég er einfaldlega ekki í þeirri deild. Spurninin er hinsvegar réttmæt. Hér ber að athuga að Píratar eiga aðeins einn borgarfulltrúa. Þó svo að sá fulltrúi sé í ákveðinni oddastöðu þýðir það ekki að hann geti yfirtekið og hrifsað til sín öll ráð um hvaðeina. Slíkt væri nefninlega ekki heldur mjög lýðræðislegt.

Svo er lýðræði alls ekkert endanlegt markmið Pírata, heldur einfaldlega tæki til að komast að hinu raunverulega markmiði: að sjálfsákvörðunarréttur allra verði virtur. Síðast þegar ég vissi aðhylltist Sjálfstæðisflokkurinn líka rétt einstaklingsins til sjálfsákvörðunar. Ertu að segja að það sé einhver vinstristefna?

Píratar eru svo sannarlega ekki nein lausn í sjálfur sér, heldur stjórnmálaflokkur sem vill finna lausnir og hrinda þeim í framkvæmd.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.9.2015 kl. 12:39

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - ég hefði viljað sjá borgarfulltrúa Pírata tala möjg skýrt fyrir því að ákvörðun um flugvöllinn yrði tekin af almenningi , það minnist ég ekki að hann hafi gert.

Píratar hafa eins og ég hef sagt verið mjög duglegir að nota falleg orð, í raun allt sem flestir geta tekið undir en meðan þeir taka ekki afstöðu í hvað 50 % mála þá er erfitt að átta sig á þeim nema að Birgitta hefur sagt skýrt að hún geti ekki hugsað sér samstaf við x-d og x-b, þannig er hún ekki að útiloka eini hægri flokkinn og eina miðjuflokkinn.

Svo þarf að ræða síðuar afstöðu Pírata til þjóðkirkjunnar sem er í raun sérkapituli.

Óðinn Þórisson, 2.9.2015 kl. 18:01

15 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Óðinn, ég hef margbennt þér á að ákvörðun um flugvöllinn var tekin af Reykvíkingum í akvæðagreiðslu 2001. Samkvæmt því hefur verið unnið síðan af öllum flokkum, sem stjórnað hafa borgini. Þú verður bara einfaldlega að sætta þig við þá niðurstöðu. Held einmitt, að það séu Píratar einfaldlega að gera.

Jónas Ómar Snorrason, 2.9.2015 kl. 19:04

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jónas Ómar - ég hef hrakið þetta með 2001 kosniguna um flugvölllinn og sé ekki ástæðu að gera það enn eina ferina.

Óðinn Þórisson, 2.9.2015 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006
  • Flagg Ukrainu
  • karen elísabet

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 870467

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 319
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband