Kirkjan þarf að taka umræðuna

Ef prestur vill ekki gefa saman samkynhneigt fólk er það ekki rangt að kúga hann til að gera það ?

Trúleysingjar / vantrú / andstæðingar þjóðkirkjunnar hafa farið offari gegn kirkjunni og nú er komið að því að forysta kirjkunnar taki umræðuna.

Það er kominn fram stjórnmálaflokkur sem er ekkert að fela að þeir eru trúleysingjar.


mbl.is Trúfélög sjái ekki um hjónavígslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef kirkjan viðurkennir að hjónabandshugtakið nái ekki aðeins yfir sambúð karls og konu heldur einnig fólks af sama kyni þá er vandséð að hún geti leyft sumum prestum að sleppa því að gefa það fólk saman. Mig grunar hins vegar að ástæðan fyrir tregðunni til að framfylgja þessari kröfu sé að í raun og veru var kirkjan alls ekki tilbúin til að viðurkenna þennan nýja skilning á hjónabandinu. Vilji kirkjan að prestar geti sleppt því að gefa samkynhneigða saman á hún eiginlega ekki annan kost en að hætta alfarið að gefa fólk lögformlega saman en bjóða þess í stað upp á einhvers konar blessunarathöfn. Það þarf í sjálfu sér ekki að gera neitt til því í lúterskri trú er hjónabandið ekki sakramenti að því ég best veit. En það er erfitt að sjá, í ljósi þeirra laga sem nú gilda, að kirkjan geti staðið á kröfu um samviskufrelsi eða hafnað því að gefa saman aðra en karl og konu, samhliða því að starfsmenn hennar gegni opinberum skyldum við slíkar athafnir.

Þorsteinn Siglaugsson, 29.9.2015 kl. 14:12

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta er vanmeðfarið mál og orðið Hjónaband táknar sameiningu milli Karlmanns og Kvennmanns. Einhverja hluta vegna fæðumst við annaðhvort sem karlmaður eða kvennmaður og ætti það að skera út úr um hlutverk hvers og eins í lífinu. Af hverju sumir eru ekki sáttir í eigin skinni eins og þeir fæðast mætti kannski ræða meira. Einhverstaðar er talað um þá sem hafa aðrar kenndir sem kynvillinga. En Brynjar Níelsson kemur eiginlega með lausnina á þessu, setja þetta í hendur á öðrum en prestum að staðfesta sameiningu einstaklinga saman.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.9.2015 kl. 15:03

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þorsteinn - nýja skilning á hjónabandinu, fólk getur haft allar skoðanir á hjónabandinu sem það vill hvort einstaklingur eigi að fá til dæmis leyfi til að giftast bílinum sínum eða eitthvað annað fullkomlega fáránlegt.

Það er vissulega sjónarmið að kirkjan eigi að hætta að gefa saman fólk vegna þess að hún er ekki tilbúin að aðlagast því að fólk af sama kyni giftist.

En þetta er í raun það sam færslan snýst um að forysta kirjkunnar verður að fara að taka umræðuna af fullum krafti.

Óðinn Þórisson, 29.9.2015 kl. 15:24

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ingibjörg Guðrún - vissulega er það vandmeðfarið að ræða um hvort eigi að kúga presta til að gefa sama samkynhneigt fólk gegn þeirra vilja.

Ég er sammála þér að hjónaband táknar að karl og kona verði eitt og  þessi hugmynd Brynjars er allrar skoðunar verð.

Óðinn Þórisson, 29.9.2015 kl. 15:29

5 Smámynd: Baldinn

Á meðan prestar taka laun sín frá ríkinu að þá verða þeir að halda sínum fordómum fyrir sjálfan sig og fara að lögum.  Annars á að reka þá eins gert væri við aðra opinbera starfsmenn sem ekki hlíða.  Að sjálfsögðu á að aðskilja ríki og kirkju og þá geta prestar gert það sem þeir vilja.

Baldinn, 29.9.2015 kl. 15:50

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég er fullkomlega sammála Brynjari Níelssyni um nokkurn skapaðan hlut.

Hjónavígsla er löggerningur sem hefur réttaráhrif. Þess vegna er fullkomlega óeðlilegt að ólöglærðum aðilum sem sækja "þekkingu" sína aðallega í sögubækur af huldufólki, sé falið slíkt verkefni. Afleiðingin er sú að hundruðir ganga í hjónaband árlega í góðri trú um að gjörningurinn sé fyrst og fremst trúarlegs eðlis og hafi einhverja þýðingu sem slíkur, án þess að hafa fengið neina fræðslu um raunveruleg réttaráhrif, einkum þau að gjörningurinn er alls ekki skuldbindandi á nokkurn hátt fyrir hlutaðeigandi, þó svo að allt annað sé gefið í skyn við athöfnina.

Þess má geta að Bryjnar er kvæntur en sem löglærður maður þekkir hann líklega eðli gjörningsins vel, og ekki síður eiginkona hans sem hefur haft með höndum ótalinn fjölda skilnaðarmála á sínum ferli sem héraðsdómari.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2015 kl. 15:51

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - hvort sem þeir fá laun frá ríkinu eða ekki skiptir í raun og veru ekki máli þegar kemur að þessu máli og rétt að benda á að kirkjan hefur ekki komið fram með eða mótað neina stefnu um að prestar eigi að gefa saman samkynhneigt fólk.

Til þess að þessi draumur þinn um aðskilað ríkis og kirkju verði þá þarf að leggja fram tillögu á alþingi og meirihluti þingmanna samþykkja hana, ekki einu sinni Pírtar hafa gert það þó þeir séu reyndar líklegastir til að leggja fram slíka tillögu en að meirihuti alþings samþykkti hana er ólíklegt eins og staðan er í dag.

Óðinn Þórisson, 29.9.2015 kl. 16:55

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Píratar eru sammála meirihlutar þjóðarinna samkvæmt þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar, þar sem kom fram sá vilji yfirgnæfandi meirihluta að hafa skyldi ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá. Flestir þeir píratar sem ég þekki eru þeirrar skoðunar að slíkt ákvæði skuli vera þannig orðað að þjóðkirkju megi aldrei í lög leiða.

Aðskilnaður ríkis og kirkju er ekki draumur, heldur nauðsynlegur liður í því að koma á réttarríki á Íslandi.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2015 kl. 17:02

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Guðmundur - Pírtar eru áhugavert fólk sem ég ber mikla virðingu fyrir og hafa aðra sýn á mál en ég sem er kristlegur sjálfstæðismaður sem tel að þjóðkirjan gegni lykilhlutverki í okkar þjóðfélagi.

Get ekki séð það að berja niður þjóðkirkjuna geri það að verkum að ísland verði meira réttarríki, Birgitta greiddi atkvæði með landsdómi yfir heiðursmanninum GHH, það var ekki beint merki um að hún hefði áhuga á réttarríki hjá þessari ágætu konu.

Óðinn Þórisson, 29.9.2015 kl. 19:25

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er rétt hjá þér, Óðinn, að "trúleysingjar / vantrú / andstæðingar þjóðkirkjunnar hafa farið offari gegn kirkjunni," hafa t.d. verið að því í umræðum um þetta mál á Eyjunni sl. daga. Svo spinnur Fréttablaðið og 365 miðlar og Rúv-gengið (m.a. Fréttastofa Rúv sem nýtur nú trausts 20% manna í vefkönnun hjá Útvarpi Sögu) upp þrýstistarfsemi um þetta mál, þar til innanríkisráðfrúin springur á limminu, hafði áður (í þingi) viljað samvizkufrelsi fyrir presta [eins og t.d. læknar njóta um sum verk], en er nú eins og leiðitamur kálfur í bandi Samfóista og trúleysingja! ---> Brynjar bregzt eins og Ólöf Nordal - sýna þörf á nýjum flokki

Ég furða mig á afstöðu mætra manna eins og Þorsteins Siglaugssonar og Guðmundar Ásgeirssonar í þessu máli, en gef mér ekki tíma að sinni til fleiri athugasemda.

Jón Valur Jensson, 29.9.2015 kl. 23:39

11 Smámynd: Skeggi Skaftason

Á að kúga presta til að vera ekki með fordóma??  Eru þessir vinstrisinnar og múslimavinir ekki bara sjálfir með FORDÓMA á móti fordómum???

Á að þvinga presta til að RÖKSTYÐJA fordóma sína, með einhverju öðru en "Guð segir það" ??

Skeggi Skaftason, 29.9.2015 kl. 23:48

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gleymdu ekki öllum fordómum róttæklinganna, Skeggi, um þesi mál. Ég gæti talið upp nokkra fyrir þig.

Jón Valur Jensson, 30.9.2015 kl. 01:51

13 Smámynd: Baldinn

 Þakka þér svarið Óðinn.  Ég ber virðingu fyrir þínum skoðunum þó ég sé þér ósammála.  Mér finnst galið að ríkisstarfsmenn geti mismunað fólki.  Kirkjan er ríkisstofnun og henni ber að fara að lögum.

Baldinn, 30.9.2015 kl. 10:03

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón Valur - Sjálfstæðisflokkurinn þarf vissulega að fara í ákveðna skoðun eða leggja fram nýja tillögu á landsfundi varðandi þau kristilegu gildi sem flokkurinn hefur talað og staðið fyrir.

Óðinn Þórisson, 1.10.2015 kl. 12:59

15 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skeggi - færlsan fjallar í raun um það sem þú talar um, hvort það eigi að vera hægt að kúga presta til að gera eitthvað gegn þeirra vilja.

Óðinn Þórisson, 1.10.2015 kl. 13:01

16 Smámynd: Óðinn Þórisson

Baldinn - ég sé ekki að kikjan sé að mismuna einum eða neinum. en umræðan var góð og ég þakka fyrir hana.

Óðinn Þórisson, 1.10.2015 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Óðinn Þórisson

Höfundur

Óðinn Þórisson
Óðinn Þórisson

Það hefur aukist hér talsvert skoðanakúgun, hvað fólk má segja og hvað ekki. Ef fólk segir brandara fær það yfir sig holskeflu af gagnrýni frá þeim sem telja sig vera í þeirri stöðu að ákveða hvað má segja og hvað ekki. 

Skoðanakúgun hefst nákvmlega svona, fólk hættir að þora að tjá sig vegna hættu frá fólkinu sem telur sig eiga að ákveða hvað má segja og hvað ekki.

Tjáningarfrelsið skiptir okkur öllu máli , við búum enn í lýðræðisríki þar sem fólk á að hafa leyfi til að hafa sínar skoðanir án þess að vera hundelt fyrir það.

Ég vil verja tjáningarfrelsið og réttarríkið sem við búum í. 

Styð heilshugar baráttu Ísraels.

Frjálslyndur Íhaldsmaður sem telur að öflugt atvinnulíf sé forsenda öflugs velferðakerfis.
Lækka skatta og álögur á fólk sem leiðir til aukins hagvaxtar og það gengur betur hjá öllum

 

Spurt er

Eigum við að draga til baka ESB-aðildarumsóknina
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Donald Trump 47, forseti BNA mynd, BNA nóv 24
  • Donald Trump 1
  • Ísrael stend með
  • Halldór Jónsson
  • Samfylkingin 2006

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 888609

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband